Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Þóru Tómasdóttur.
Fri, June 27, 2025
Rannsókn lögreglu á hvarfi Sean Bradley árið 2018 fór fljótt að snúast um rannsókn á aðal vitninu í málinu. Konunni sem hann var talinn hafa farið með úr landi. Konan á sér sögu sem gerði það að verkum að vinir Sean gátu ekki treyst henni. Nokkru áður en Sean hvarf hafði hann fengið fúlgur fjár í arf frá ættingjum á Írlandi. Rannsóknin lögreglu sneri meðal annars að því hvort einhver hefði verið á eftir peningunum hans. Hvarf hans er enn óupplýst. Viðmælendur: Alexandra Melanie Davíðsdóttir, Rúnar Þór Steingrímsson og Guðbergur Guðbergsson. Umsjón: Þóra Tómadóttir
Thu, June 26, 2025
Finnur Björn Harðarson, leigutaki laxveiðiárinnar Stóru-Laxár í Hreppum á Suðurlandi, hefur átt í hörðum og persónulegum deilum við eigendur jarðarinnar Iðu síðastliðin ár. Hann vænir fólkið sem á Iðu um stórfellt, óþarfa laxadráp í ármótum Stóru-Laxár og Hvítar sem skemmi fyrir laxgegnd og hrygningu í Stóru-Láxá. Eigendur Iðu væna Finn hins vegar um eignaspjöll og ólögmæta umgengni um land þeirra og staðhæfa að hann fari offari í persónuárásum gegn þeim. Deilan er komin til lögreglu og lögmanna og sér hvergi fyrir endann á hendi. Eitt af því sem deilt er um er hvar ós Stóru-Laxár hefjist og þar af leiðandi hvar eigendur Iðu megi veiða og hvar ekki. Rætt er við Finn Harðarson, Oddfríði Helgadóttur, sem er einn af landeigendum Iðu, og Guðmund Ágústsson, sem er lögfræðingur eigenda Iðu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson Lag: Tómas R. Einarsson af plötunni Streng
Tue, June 24, 2025
Írski fiðluleikarinn Sean Bradley hvarf sporlaust frá Íslandi árið 2018. Hvarf hans er ráðgáta sem lögreglu hefur ekki enn tekist að upplýsa. Mikilvægasti upplýsingagjafi lögreglunnar um málið er konan sem síðast sá hann á lífi. Hún er talin hafa farið með honum til Spánar. Leit okkar að Sean Bradley fer hins vegar fljótt að breytast í leitina að konunni. Þessi þáttur fjallar um hana og hvers vegna lögregla beindi sjónum sínum sérstaklega að henni við rannsókn málsins. Konan á sér athyglisverða sögu. Umsjón: Þóra Tómasdóttir. Viðmælendur: Anna Maguire og Rúnar Þór Steingrímsson.
Mon, June 23, 2025
Í þættinum er rætt við tvær konur sem telja sig heppnar að hafa fengið inni hjá leigufélaginu Bjargi. Þær segja það hafa gjörbreytt stöðu þeirra og skapað þeim öryggi sem þær hafa ekki fundið fyrir á húsnæðismarkaðnum áður. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Fri, June 20, 2025
Six Rivers, fyrirtæki enska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe, er með sex laxveiðiár á Norðausturlandi. Fyrirtækið hefur áhuga á að minnsta kosti fjórum ám til viðbótar. Þetta eru Laxá í Aðaldal, Svalbarðsá, Sandá og Ormarsá. Jim Ratcliffe er í hópi ríkustu manna heims og er hann hvað þekktastur fyrir eignarhald sitt á enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Rætt er við framkvæmdastjóra Six Rivers, Gísla Ásgeirsson, um fyrirtækið og framtíðaráform þess. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, June 19, 2025
Írski fiðluleikarinn Sean Bradley heillaði stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands með leik sínum og hreppti fasta stöðu í sveitinni á níunda áratugnum. Hann lék með Sinfó í rúman áratug og kenndi við tónlistarskóla víða um landið. Árið 2018 hvarf hann sporlaust. Þá virðist hann hafa flogið til Spánar með konu sem leigði af honum íbúð. Vinir Sean vantreysta konunni og kalla eftir svörum um hvað varð um hann. Við heyrum af rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi og ræðum við nokkra vini Sean. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Wed, June 18, 2025
Hrossabóndinn Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, hefur staðið í stappi við álfyrirtækið Norðurál sem rekur álverið á Grundartanga í Hvalfirði. Ragnheiður hefur í 18 ár haldið því fram að hrossinn hennar hafi hennar veikst vegna flúormengunar frá álverinu. Hún hefur þurft að láta lóga hrossunum vegna þessarar meintu mengunar. Hrossinn sem hún hefur þurft að láta lóga eru meira en 20 talsins. Fjallað er um sögu Ragnheiðar og þessa baráttu hennar í heimildarmyndinni Bóndinn og verksmiðjan. Fyrr í júní hlaut myndin verðlaun á heimildarmyndahátíð Skjaldborg á Patreksfirði. Hrafnhildur Gunnarsdóttir gerir myndina ásamt Barða Guðmundssyni. Rætt er við Hrafnhildi um baráttu Ragnheiðar og heimildarmyndina. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, June 16, 2025
Viðar Guðjohnsen er stórtækur leigusali 56 stúdííóíbúða og herbergja í fasteign sem hann á í Reykjavík. Viðar var tiltölulega lítt þekktur í samfélaginu þar til árið 2018 en þá bauð hann sig fram í leiðtogakjöri hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarastjórnarkosningar. Viðar lýsir því hvernig það kom til að hann byggði húsið sem hann í Mörkinni 8 með þessum íbúðum og herbergjum fyrir meira en þremur áratugum síðan. Húsnæðið er skilgreint sem gistiheimili samkvæmt fasteignamati. Í því eru aðallega litlar stúdíóíbúðir. Talsverð umræða hefur verið útleigu á litlum íbúðum og herbergjum á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður erlends verkafólks á leigumarkaði eftir brunann mannskæða á Hjarðarhaga fyrir nokkrum vikum. Í sumum tilfellum er búið að breyta húsnæðinu án tilskilinna leyfa þannig að brunavörnum er ábótavant í því. Rætt er við Viðar Guðjohnsen um reynslu hans af því að vera stórtækur leigusali í Reykjavík. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, June 13, 2025
Talið er að amk 6000 manns glími við heilabilun á Íslandi. Því þykir fagnaðarefni að lyfið Leqembi hafi fengið markaðsleyfi hér á landi. Lyfið er sagt það fyrsta sem virðist hafa áhrif á undirliggjandi ferli Alzheimer-sjúkdómsins. Öldrunarlæknar tala um tímamót í meðhöndlun við þessa erfiða sjúkdóms. Viðmælendur: Helga Eyjólfsdóttir yfirlæknir minnismóttökunnar og öldrunarlæknirinn Steinunn Þórðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir. Endurflutningur frá 25. apríl 2025.
Thu, June 12, 2025
Fjórir lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa flugfélagsins Play sem nú stendur á tímamótum eftir að greint var frá yfirtökutilboði tveggja hluthafa félagsins í vikunni. Þessi hluthafar eru forstjórinn Einar Örn Ólafsson og Elías Skúli Skúlason, sem er varaformaður stjórnar. Hluthafar Play munu tapa miklum peningum ef líkum lætur. Hluthöfum Play stendur til boða að ganga að yfirtökutilboðinu eða að halda áfram að vera hluthafar í flugfélaginu með þeim Einari Erni og Elíasi Skúla. Ólafur hjá Birtu segir að sjóðurinn hafi ekki tekið ákvörðun um hvorn kostinn sjóðurinn muni velja. Hvernig túlkar Jón Karl Ólafsson, sem er fyrrverandi forstjóri Icelandair og fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air, þessa stöðu Play?Jón Karl undirstrikar því að kostir hluthafa Play í stöðunni hafi verið þrír: Að leggja félaginu til nýtt hlutafé, að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta á Íslandi eða að fara þessa leið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, June 11, 2025
Hjúkrunarfræðingurinn Herdís Storgaard segir í nýjum tilmælum á Heilsuveru að foreldrar eigi ekki að láta börn sín sofa úti í vagni. Þeir eigi að henda gömlu bastvöggunum frá Blindrafélaginu og alls ekki nota hin svokölluðu hreiður í svefnumhverfi barna. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Tue, June 10, 2025
Slökkviliðið má fara inn í íbúðarhúsnæði þar sem grunur leikur á að brunavarnir séu í ólagi. Þetta er niðurstaða úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok apríl. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu í byrjun maí. Úrskurðurinn á rætur sínar að rekja til þess að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk ábendingu frá lögreglunni um að brunavörnum kynni að vera ábótavant í húsi í Katrínartúni í Reykjavík. Þetta hús er í eigu föður Davíðs Viðarssonar, eða Quang Le, sem verið hefur til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi á meðal annars Wok On veitingastöðunum. Svo virðist sem húsið í Katrínartúni hafi verið notað í í hinni meintu brotastarfsemi. Þar bjó fólk í risi sem ekki var heimilað til búsetu. Rætt er við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu um þýðingu úrskurðarins. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, June 06, 2025
Í gær var stór stund í lífi rúmlega tvö hundruð fjölskyldna sem upplifðu hörmungar þegar olíuborpallurinn Alexander Kielland hrundi í Norðursjó, árið 1980. 45 árum síðar samþykkti norska Stórþingið að greiða ætti bætur til þeirra sem upplifðu eða misstu ástvin í þessu mannskæðasta vinnuslysi í sögu Noregs. Meðal þeirra sem létust var Íslendingurinn Hans Herbert Hansen. Hann var 33 ára Akureyringur, og skildi eftir sig þrjú ung börn á Íslandi. Elsta dóttir hans, Guðný Hansen, hefur í heilan áratug barist fyrir uppgjöri málsins. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og þingmanninn Mími Kristjánsson.
Thu, June 05, 2025
Hjón á miðjum aldri lýsa því hvernig það hefur verið að búa undir herbergjahóteli í miðbæ Reykjavíkur í tæpan áratug. Blaðamaður Þetta helst heimsótti konuna og eiginmann hennar í íbúðina þeirra. Í húsinu með þeim búa 7 til 8 einstaklingar í litlum herbergjum. Leigusali þeirra er fyrirtækið 101 house sem sérhæfir sig í útleigu á herbergjum í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Eigandi fyrirtækisins er Indriði Björnsson, sextugur karlmaður sem búsettur er í Reykjavík. Fyrirtæki hans á ellefu fasteignir í Reykjavík og eru herbergi þess auglýst á heimasíðu félagsins. Konan lýsir alls konar slæmum afleiðingum af því að búa undir herbergjahóteli þar sem svo margir ótengdir aðilar búa. Hún nefnir hávaða og umgang og svo líka skort á viðhaldi á eigninni þar sem leigusalinn vill ekki leggja í óþarfa kostnað. Talsverð umræða hefur verið í samfélaginu um slík herbergjahótel sem oft og tíðum eru rekin í fjölbýlishúsum þar sem einstaklingar og fjölskyldur búa í leigu- eða eignarhúsnæði. Þessi umræða hefur komið upp í kjölfar brunans í íbúð á Hjarðarhaga í þar síðustu viku. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, June 04, 2025
Fyrir hálfum mánuði réðst Inga Sæland með sleggju á veggi í hinni sögufrægu byggingu Loftleiða í Reykjavík.Tilgangurinn með hamaganginum í ráðherranum var að vekja athygli á því að ríkið hefði komist að samkomulagi við fasteignafélagið Reiti um að húsnæðinu yrði breytt í hjúkrunarrými. Ráðast á í gangerar endurbætur á húsinu svo það geti svalað brotabrot af þörf þjóðarinnar fyrir hjúkrunarrými. Í þessum þætti ætlum við að banka uppá á vinnusvæðinu og skoða hvernig fasteignafélaginu gengur að breyta skrifstofum í hjúkrunarheimili. Við hittum þar fyrir Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóra þróunar hjá Reitum. Við heyrum líka Halldóri Eiríkssyni arkitekt hjá Tark, sem hefur komið að ýmsum breytingum á húsinu, svo sem því að bæta heilli hæð ofan á það. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, June 03, 2025
Um helgina var haldið grásleppublót á Bakkafirði Í Langanesbyggð á norðausturlandi. Þar var þessi kynlega fisktegund heiðruð með hátíðahöldum og fjölbreyttri dagskrá. Boðið var upp á siglingu í grásleppubáti. Gestir fengu frumlega rétti sem búnir eru til úr þessum fiski. Frumsýnd var heimildarmynd um grásleppuveiðar eftir Rut Sigurðardóttur. Börnin fengu að handleika og skella kossi á lifandi grásleppur sem höfðu verið veiddar daginn áður. Og síðast en ekki síst seldu skipuleggejdnur hátíðarinnar vörur sem merktar eru grásleppunni, meðal annars svuntur með útlínum þessarar belgmiklu kynjaveru. Blaðamaður Þetta helst var á Grásleppunni, eins og gillið heitir, og kynnti sér hátíðahöldin með viðtölum við aðstandendur þeirra. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, June 02, 2025
Dagskrárgerðarmennirnir Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson hafa að undanförnu sökkt sér ofan í hugmyndir hins nýja hægris í Bandaríkjunum. Um það fjalla þau í hlaðvarpsþáttunum Konungssinar í Kísildal. Þau segja okkur frá róttækri framtíðarsýn nokkurra ólíkra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að styðja Donald Trump, hata woke-ismann og vilja reka samfélög eins og fyrirtæki.
Fri, May 30, 2025
Bruninn á Hjarðarhaga í síðustu viku hefur enn og aftur vakið upp umræðu um stöðu erlends verkafólks á íslenskum leigumarkaði sem býr í herbergjahótelum. Með herbergjahótelum er átt við fasteignir þar sem fólk sem er ótengt býr í herbergjum og deilur eldhúsaðstöðu og salerni. Einn þeirra sem er orðinn stórtækur á þessum leigumarkaði með herbergi er veðufræðingurinn og prófessorinn Haraldur Ólafsson. Haraldur á 10 íbúðir í Reykjavík í tveimur einkahlutafélögum og hafa margir ótengdir einstaklingar búið í hluta þessara eigna um árabil. Einkahlutafélögin heita Mótel Venus ehf. og Miklabraut ehf. Rætt er við Harald og Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem er býr í götu þar sem ein af fasteignum hans er staðsett. Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Wed, May 28, 2025
Mörg spjót standa á Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Hún er gagnrýnd fyrir að vera ekki búin að hífa upp fylgi flokksins og vera ósýnileg í umræðu um veiðigjöld. Við heimsækjum Guðrúnu á formannsskrifstofu hennar í Valhöll og heyrum hvernig hún hyggst tækla verkefnin og lægja öldur eftir klofning flokksins á síðasta landsfundi hans. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, May 27, 2025
Bruninn á Hjarðarhaga í síðustu viku hefur vakið mikla athygli og er til rannsóknar hjá lögreglu. Fjórir menn bjuggu saman í íbúðinni sem er 80 fermetrar að stærð og með þremur herbergjum, samkvæmt fasteignamati. Þeir voru allir að erlendu bergi brotnir. Einn Bandaríkjamaður, einn Tékki og tveir Ungverjar. Þeir tengdust ekki innbyrðis. Búið var að stúka af hluta íbúðarinnar til að búa til fleiri lokuð rými fyrir leigjendurna. Tveir af mönnunum létust í brunanum og sá þriðji særðist alvarlega. Hann komst við illan leik út um glugga á íbúðinni. Fjórði maðurinn var ekki heima þegar þessi harmleikur átti sér stað. Í þetta helst í dag er rætt við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann leigjendasamtakanna, og Sögu Kjartansdóttur hjá ASÍ um þetta búsetufyrirkomulag margra erlendra verkamanna hér á landi, hversu algengt það er og hvaða vandkvæði fylgja því. Guðmundur Hrafn kallar þetta búsetuform herbergjahótel. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, May 26, 2025
Við ætlum að ræða um stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur eftir að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins í tæpa þrjá mánuði. Nú er farið að bera á gagnrýni í garð Guðrúnar, meðal annars úr stuðningshópi Áslaugar Örnu. Gagnrýnin er viðruð í hlaðvörpum og skoðanagreinum og lútir að því að nýr formaður hafi ekki uppskorið eins og hún sagðist vilja gera. Viðmælendur: Eva Heiða Önnudóttir, Andrés Magnússon, Vigdís Häsler og Ólöf Skaftadóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Fri, May 23, 2025
Stærsta laxeldisfyrirtæki landsins tapaði 3 milljónum evra vegna áhrifa laxalúsar og laxadauða hjá fyrirtækinu. Framleiðsla fyrirtækisins á eldislaxi dróst saman um meira en helming frá fyrsta ársfjórðungi 2024 vegna þessa. Framleiðslan fór frá 2800 tonnum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 og niður í 1100 tonn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri Arnarlax fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs á þriðjudaginn. Í uppgjörinu kemur fram að um sé að ræða svokallaðar ,,líffræðilegar áskoranir” eða biological challenges á ensku en þetta er hugtak sem kemur ítrekað fram í gögnum um rekstur laxeldisfyrirtækja. Líffræðilegar áskoranir er samheiti yfir skakkaföll í rekstri laxeldisfyrirtækja sem rekja má til veðurs, laxalúsar eða annars konar erfiðleika sem leið til taps. Rætt er við Júlíus Birgi Kristinsson sem er með doktorsgráðu í líffræði með sérhæfingu í lífeðlisfrði laxa eftir mati hans á stöðu sjókvíaeldis á Íslandi í dag. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, May 22, 2025
Evrópska lögreglan Europol hefur áhyggjur af því að skipulagðir brotahópar noti í auknum mæli ungmenni til að fremja fyrir sig alvarlega glæpi. Angar af þeirri þróun hafa birst okkur hér á landi. Europol hefur einnig áhyggjur af því að gervigreindin auki afkastagetu skipulagðra glæpahópa. Fjölþætt starfsemi brotahópanna geti því, að mati Europol, grafið í auknum mæli undan stöðugleika í Evrópuríkjum. Við ræðum við eina Íslendinginn sem starfar hjá Europol, Stefán Sveinsson um nýútkomna greiningarskýrslu Europol. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Wed, May 21, 2025
Í blíðskaparveðrinu sem verið hefur á landinu síðustu daga taka margir fram grillin sín og fíra upp í þeim. Eitt af því sem margir grilla á góðviðrisdögum eru pylsur, ekki síst fyrir börnin. Forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), Steinþór Skúlason, segir að pylsusala fyrirtækisins virka tvöfaldist í góðu veðri eins og verið hefur í landinu síðustu daga. En eru pylsur eins og hjá SS góður matur? Um þetta hafa næringarfræðingar og talsmenn íslensku pylsunnar slegist í gegnum árin. Einn þeirra sem hefur gagnrýnt íslensku pylsuna er næringarfræðingurinn og einkaþjálfaranum Geir Gunnar Markússon. Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Tue, May 20, 2025
Sameinuðu þjóðirnar eru í djúpstæðri krísu og fé stofnunarinnar gæti orðið uppurið um mitt ár. Það kostar mannslíf og langþráða uppstokkun á starfsemi stofnunarinnar. SÞ hafa verið gagnrýndar fyrir fitulag í efstu þrepum, kostnaðarsama yfirbyggingu og fyrir að láta pólitík ráða för í mannúðarstarfi. Viðmælendur: Lára Jónasdóttir og Svanhildur Þórðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Mon, May 19, 2025
Lögreglumennirnir fyrrverandi Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson hjá njósnafyrirtækinu PPP gerðu leynilega upptöku af samtali sínu við Jónas Helgason í nóvember árið 2012. Jónas var aðalrannsakandinn í gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands sem rannsakað hafði útgerðarfélagið Samherja á þessum tíma. Jónas tók meðal annars þátt í húsleit hjá Samherja og hafði 22 ára reynslu af störfum í lögreglunni áður en hann fór til Seðlabanka Íslands. Þegar samtalið átti sér stað voru sex mánuðir frá því að Jónas lét af störfum í gjaldeyriseftirlitinu. Í samtalinu reyndi PPP að fá upplýsingar frá Jónasi um gang rannsóknar Seðlabanka Íslands á Samherja. Í tímaskýrslum PPP kemur fram að þeir unnið þetta verk fyrir hönd Samherja. Um er að ræða enn eitt málið úr stórum gagnaleka um njósnafyrirtækið PPP. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, May 16, 2025
Við höldum áfram að ræða au pair-kerfið á Íslandi. Nú út frá sjónarhóli Rakelar Tönju Bjarnadóttur, fjögurra barna móður, sem hefur margvíslega reynslu af því. Svo heyrum við hvernig fyrirkomulagið horfir við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur í rannsóknum sínum meðal annars skoðað ójöfnuð og aðstöðumun fólks í samfélaginu. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Thu, May 15, 2025
Landeldi á laxi gæti orðið risastór atvinnugrein á Íslandi ef allt gengur að óskum hjá nokkrum fyrirtækjum sem eru hefja starfsemi í þessari grein hér á landi. Þrátt fyrir þessi auknu umsvif landeldisfyrirtækja hefur umræðan um þessa tegund fiskeldis verið tiltölulega lítil. Ástæðan er meðal annars sú að svo mikil umræða hefur verið um sjókvíaeldi á eldislaxi þar sem fiskurinn er alinn í kvíum í sjó í fjörðum landsins en ekki uppi á landi. Eitt af löndunum sem hefur lengri og meiri reynslu en Ísland af sjókvíaeldi og landeldi er Noregur. Í síðustu viku kom út gagnrýnin skýrsla hjá norsku umhverfisstofnuninni um starfsemi landeldisfyrirtækja þar í landi. Um er að ræða landeldisfyrirtæki sem eru að rækta laxaseiði sem svo eru sett út í sjókvíar hjá norskum laxeldisfyrirtækjum og látin stækka þar upp í sláturstærð. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, May 14, 2025
Ungar konur frá Filippseyjum koma í stórum stíl til Íslands á au pair leyfi, sem er vistráðning til íslenskra fjölskyldna. Vistin er ekki skilgreind launuð vinna og því eru au pair-ar utan stéttarfélaga og ekki með eiginlegt atvinnuleyfi. Það er því ekkert kerfi eða öryggisnet utan um þær sem lenda í slæmum aðstæðum. Norðmenn hafa aflagt kerfið vegna hneykslismála og í Danmörku er kerfið afar umdeilt. Ný dönsk þáttarröð á Netflix vekur upp siðferðislegar spurningar um ójafnvægið milli filippseyskra stelpna og fjölskyldanna sem þær búa hjá. Saga Kjartansdóttir og Hlöðver Skúli Hákonarson benda á galla kerfisins hér á landi. Augljóst sé að fjölmargir líti á au pair stúlkur sem ódýrt vinnuafl og misnoti kerfið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Tue, May 13, 2025
Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir ræðir um umræðuna um notkun á hugvíkkandi efnum eins og LSD eða sýru þegar hann var ungur maður á sjöunda áratugnum og umræðuna um hugvíkkandi efni í samfélaginu í dag. Sveinn Rúnar notaði LSD á sínum tíma en fór verst á hassreykingum og endaði meðal annars inni á geðdeild í Þýskalandi vegna dagreykinga. Tímabilið sem Sveinn Rúnar ræðir um er að hið svokallaða hippatímabil þar sem neysla á kannabisefnum og ofskynjunarlyfjum alls kyns færðist mjög í vöxt. Hann segist hafa verið eins konar ,,hassprestur" á sínum yngri árum og talað mjög fyrir notkun efnisins. Sveinn Rúnar var í viðtali við blaðamanninn Jakob Bjarnar Grétarsson á vefmiðlinum Vísi um helgina og vakti samtal þeirra talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Tilefnið var að Sveinn Rúnar er að láta af störfum sem heimilislæknir, 78 ára gamall. Í viðtalinu var Sveinn Rúnar krítískur á það sem honum finnst vera gagnrýnislaus umræða um hugvíkkandi efni í samfélaginu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, May 12, 2025
Hljómsveitin XXX Rottweiler hundar fagna 25 ára starfsafmæli sínu í Laugardalshöll 24. maí. Í þessum þætti reynir Þóra Tómasdóttir að skræla þykkan skráp af Ágústi Bent og komast að því hvernig líf hans hefur raunverulega verið þennan tíma.
Fri, May 09, 2025
Í áratugi hefur kastalahúsið á Arngerðareyri í Ísafirði vakið aðdáum og furðu fólks sem hefur farið um Djúpið. Bygging hússins leiddi til þess að kaupfélagið sem byggði húsið, og Sigurður Þórðarson stýrði, varð gjaldþrota árið 1934. Sigurður hafði þá búið í húsinu ásamt eiginkonu sinni Ástu Jónsdóttur í nokkur ár. Samtímamenn Sigurðar furðuðu sig á því af hverju þetta hús var byggt á þessum stað og hefur þeirri spurningu í raun aldrei verið svarað. Frændi Ástu Jónsdóttur, lögfræðingurinn og hæstaréttardómarinn Karl Axelsson, segir hér frá sögunni um byggingu kastalahússins sem sögð var í fjölskyldu hans. Þessi saga snýst um ástina og baráttu Sigurðar og efnamannsins Stefáns Þorlákssonar úr Mosfellssveit um hjarta Ástu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, May 09, 2025
Í áratugi hefur kastalahúsið á Arngerðareyri í Ísafirði vakið aðdáum og furðu fólks sem hefur farið um Djúpið. Bygging hússins leiddi til þess að kaupfélagið sem byggði húsið, og Sigurður Þórðarson stýrði, varð gjaldþrota árið 1934. Sigurður hafði þá búið í húsinu ásamt eiginkonu sinni Ástu Jónsdóttur í nokkur ár. Samtímamenn Sigurðar furðuðu sig á því af hverju þetta hús var byggt á þessum stað og hefur þeirri spurningu í raun aldrei verið svarað. Frændi Ástu Jónsdóttur, lögfræðingurinn og hæstaréttardómarinn Karl Axelsson, segir hér frá sögunni um byggingu kastalahússins sem sögð var í fjölskyldu hans. Þessi saga snýst um ástina og baráttu Sigurðar og efnamannsins Stefáns Þorlákssonar úr Mosfellssveit um hjarta Ástu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, May 08, 2025
Sýning Listasafns Íslands á fölsuðum verkum er síðasta verk Ólafs Inga Jónssonar forvarðar fyrir safnið. Með henni vill hann vekja fólk til umhugsunar um hvernig verk í stóra málverkafölsunarmálinu voru fölsuð. Verkin voru á sínum tíma rakin til Gallerís Borgar. Úlfar Þormóðsson, stofnandi Gallerís Borgar, gefur ekki mikið fyrir þetta framtak Listasafns Íslands. Hann er að skrifa bók um sína hlið málsins og rangfærslur sem hann tellur Ólaf Inga hafa farið með í Þetta helst árið 2023.
Wed, May 07, 2025
Brottrekstur Kára Stefánssonar hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga. Starfslok hans eru ekki ennþá að fullu útskýrð. Eigandi íslenskrar erfðagreiningar, bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækið Amgen, hefur ekki viljað svara spurningum um starfslokin nema að litlu leyti. Fyrirtækið hefur sagt að það hafi verið strategísk ákvörðun hjá fyrirtækinu að breyta um stjórnendur til þess að búa til betri samhæfingu á milli rannsóknar- og þróunarstarfs Amgen. Hvaða áhrif munu starfslok Kára hafa fyrir Íslenska erfðagreiningu og samstarf fyrirtækisins við stofnanir eins og Landspítalann og Háskóla Íslands? Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, May 06, 2025
Tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson, eða Lil Binni eins og hann kallar sig, birti á hugleiðingar sínar um innflytjendamál á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Brynjar er annar tveggja meðlima í Club dub, sem er ein vinsælasta hljómsveit landsins. Viðbrögð við orðum Brynjars hafa vakið hörð viðbrögð og orðið til þess að bandið hans var afbókað af grunnskólaböllum í Reykjavík.
Mon, May 05, 2025
Fyrirtæki tékkneska milljarðamæringins Daniel Kretinsky vill byggja tveggja kílómetra langa bryggju við Alviðruhamra á austanverðum Mýrdalssandi á Suðurlandi. Hann vill nota bryggjuna til að flytja út allt að fimm milljónir tonna af vikri frá Íslandi á ári. Umhverfismat á verkefninu stendur nú yfir. Efnið sem fyrirtækið vill flytja út um þess bryggju er gjóska sem féll til við eldgos í Kötlu árið 1918. Fyrirtækið hefur búið til orðið Kötlusalli til að aðgreina þetta efni frá öðrum vikri á Íslandi, segir framkvæmdastjóri þess, Ragnar Guðmundsson. Daniel Kretinsky er vægast sagt stórtækur fjárfestir í Evrópu. Hann á meðal annars stóran hlut í enska fótboltaliðinu West Ham, tékkneska fótboltaliðið Slavia Prag, skóbúðina Foot Locker, hlut í bresku verslanakeðjunni Sainsburys auk þess sem hann keypti breska póstfyrirtækið Royal Mail í lok síðasta árs. Sú fjárfesting Kretinsky vakti mikla athygli þar sem um er að ræða fyrrverandi ríkisfyrirtækið og er þetta í fyrsta skipti sem erlendur aðili eignast póstfyrirtækið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, May 02, 2025
Justin Bieber dvelur nú á lúxushótelinu Depplum í Fljótunum í Skagafirði. Í þættinum forvitnumst við um það sem trekkir fólk eins og hann á þennan afskekkta stað. Við ræðum um áhrifin sem ferðaþjónusta fyrir ríka fólkið hefur á litla sveit eins og Fljótin. Þar sem veðráttan er miskunnarlaus, vegir afleiddir og margir bændur hafa brugðið búi. Um svipað leyti og grunnskólinn lagðist af urðu þyrlur og glæsibifreiðar hluti af hversdeginum í Fljótunum. Við rekjum sögu Deppla og ræðum við íbúa í sveitinni. Viðmælendur: Íris Jónsdóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir og Haukur B Sigmarsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Wed, April 30, 2025
Í um 15 ár hafa tveir nánustu samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og ríkasta manns Íslands verið tiltölulega lítið til umfjöllunar í fjölmiðlum miðað við hvað þeir eru umsvifamiklir. Þetta eru þeir Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson sem unnu lengi með Björgólfi Thor hjá fjárfestingarfélaginu Novator.Stundum hafa þeir verið kallaðir vinstri og hægri hönd Björgólfs Thors. Þeir eru orðnir tveir af ríkustu mönnum landsins og högnuðust til að mynda um 20 milljarða króna á fjárfestingu sinni í fyrirtækinu Kerecis árið 2023. Eftir viðskiptin með Kerecis árið 2023 mat Viðskiptablaðið sameiginleg auðæfi þeirra Birgis Más og Andra á um 40 milljarða króna. Birgir Már kemur fyrir á leynilegri upptöku sem Kveikur sýndi að hluta til í gær þar sem hann ræðir við lögreglumennina fyrrverandi Jón Óttar Ólafsson og Guðmund Hauk Gunnarsson um að njósna um fjárfestinn Róbert Wessmann, samstarfsmenn hans og einnig einstaklinga sem stóðu fyrir hópmálsókn gegn Björgólfi Thor. Nafn Andra Sveinssonar kemur einnig fram þar. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, April 29, 2025
Verslunin Fjarðarkaup í Hafnarfirði er eins og hálfgert tímahylki, því þar er allt svolítið uppá gamla mátann. Starfsfólk í rauðum sloppum á gólfinu tilbúið til að aðstoða viðskiptavininn með hvað sem er. Fjarðarkaup hefur hvorki farið í útrás né í netverslun. Það er persónuleg þjónusta og gott vöruúrval sem þeir bræður, Sveinn og Gísli Sigurbergssynir, leggja áherslu á í sínum verslunarrekstri. Og það hefur gefið góða raun. Að minnsta kosti helst þeim vel á starfsfólki eins og við fáum að kynnast í þessum þætti. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Mon, April 28, 2025
Auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem fyrirliggjandi veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er gagnrýnt hefur vakið mikla athygli. Um er að ræða myndbönd sem tekin er upp í fjórum sjávarútvegsbæjum á landsbyggðinni þar sem ungt fólk lýsir jákvæðum áhrifum kvótakerfisins og útgerðanna á viðkomandi samfélög. Bæirnir þar sem myndböndin eru tekin upp eru: Eskifjörður, Grundarfjörður, Dalvík og Vestmannaeyjar. Yfirskrift myndbandanna er að fyrirhuguð veiðigjaldahækkun sé skattur á samfélög. Einstaklingar eins og Pálmi Gestsson og Elías Pétursson hafa gagnrýnt þessi myndbönd opinberlega. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, ver myndböndin fyrir þessari gagnrýni og útskýrir það sem er á bak við þau. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, April 25, 2025
Talið er að amk 6000 manns glími við heilabilun á Íslandi. Því þykir fagnaðarefni að lyfið Leqembi hafi fengið markaðsleyfi hér á landi. Lyfið er sagt það fyrsta sem virðist hafa áhrif á undirliggjandi ferli Alzheimer-sjúkdómsins. Öldrunarlæknar tala um tímamót í viðeign við þennan ömurlega sjúkdóm. Við spyrjum þær Helgu Eyólfsdóttur yfirlækni minnismóttökunnar og öldrunarlækninn Steinunni Þórðardóttur nánar út í þetta.
Wed, April 23, 2025
,,Kastalinn” svokallaði á Arngerðareyri í Ísafirði á Vestfjörðum hefur um áratugaskeið vakið aðdáun og furðu. Kaupfélagsstjórinn Sigurður Þórðarson lét hið pínulitla Kaupfélag Nauteyrarhrepps reisa húsið yfir sig fyrir tæpum hundrað árum. Bygging hússins leiddi til þess að kaupfélagið varð gjaldþrota. Til þess að skilja af hverju í ósköpunum þetta litla kaupfélag byggði þennan steinsteypta kassa í kastalastíl á þessum tíma þarf að átta sig á manninum sem húsið er minnisvarði um, Sigurði Þórðarsyni. Rætt er við stórbóndann Jón Guðjónsson um Sigurð Þórðarson. Jón lést tæplega 100 ára gamall í lok síðasta árs en viðtalið við hann var tekið um sumarið 2022. Hann keypti jörðina Laugaból í Ísafirði af Sigurði Þórðarsyni árið 1967 þegar kaupfélagsstjórinn og Ásta Jónsdóttir kona hans brugðu búi. Síðar átti Jón eftir að eignast jörðina Arngerðareyri og ,,kastalann” sem þar stendur enn. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, April 16, 2025
Íslensk stjórnvöld sendu sextán ára gamlan dreng frá Kolumbíu í lögreglufylgd til heimalands síns í október í fyrra. Hann var sendur úr landi ásamt föður drengsins sem hafði beitt hann ofbeldi og afsalað sér forræði yfir honum. Drengurinn bjó einn á götunni í höfuðborg Kólumbíu, Bogatá, í einn mánuð eftir komuna til landsins þar sem faðir hans yfirgaf hann samstundis. Bogatá er ein hættulegasta borg í heimi og var drengurinn á vergangi þar og svaf meðal annars í neyðarskýlum og á götunni þar til íslenskur velgjörðarmaður hans sótti hann til Kolumbíu í nóvember og kom með hann aftur til Íslands. Drengurinn heitir Oscar Anders Bocanegra Florez og verður 17 ára þann 19. Apríl. Útlendingastofnun hefur nú ákveðið að senda Oscar aftur til Kólumbíu þar sem hann á engan að. Oscar býr hjá Svavari Jóhannssyni og Sonju Magnúsdóttur og vilja þau að hann geri það áfram og hann vill búa hjá þeim. Samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar þarf hann hins vegar að yfirgefa Ísland fyrir 22. apríl. Oscar segir að glæpasamtök í Kólumbíu séu á eftir honum og vilji drepa hann vegna þess að þau telja að faðir hans skuldi þeim peninga. Þess vegna vill hann alls ekki fara aftur til Kólumbíu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, April 15, 2025
Stjórnendur fyrirtækisins Janusar settu íslenska ríkinu fjölþætt skilyrði í viðræðum um mögulegan nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands. Skilyrðin voru meðal annars þau að eftir að íslenska ríkið myndi taka Janus yfir yrði starfsemin að öllu leyti óbreytt. Þá er átt við sama skipulag, stjórnun og starfsmannahald. Eitt af því sem fólst í skilyrðunum var að engar breytingar yrðu gerðar á kjörum starfsfólks. Samkvæmt athugun heilbrigðisráðuneytisins reyndust laun starfsmanna Janusar vera umtalsvert hærri en laun sambærilegra starfsmanna þeirra stofnana sem rætt var við. Umfjöllun um framtíð Janusar hefur verið verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum síðustu vikunnar. Janus er starfs-og endurhæfingarfyrirtæki sem aðstoðar börn og fullorðna sem glíma við alls kyns erfiðleika að komast aftur á vinnumarkaðinn í nám eða við að bæta lífsgæði þeirra. Skjólstæðingar og aðstandendur barna og fullorðinna sem hafa verið hjá Janusi eru margir hverjir ekki sáttir við fyrirhugaða lokun úræðisins og hafa látið talsvert í sér heyra á opinberum vettvangi vegna þess. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, April 14, 2025
Þegar Þetta helst hafði lokið þriggja þátta umfjöllun um háhyrningaveiðar Sædýrasafnsins, þá barst þættinum óvæntur tölvupóstur frá hlustanda. Pósturinn var frá hinni 21 árs gömlu Sigrúnu Helgudóttur sem hefur skrásett örlög hvers einasta háhyrnings sem veiddur var við Íslandsstrendur. Og Sigrún færði okkur fréttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Fri, April 11, 2025
Íslendingar hafa fengið innsýn í harðari og hættulegri veruleika en fólk á að venjast hér á landi í gegnum fjölda Venesúelabúa sem hafa flutt til Íslands á liðnum árum. Sumir þessara Venesúelabúa hafa sagt sögur sínar í fjölmiðlum þar sem þeir greina frá því að þeir hafi tekið þátt í pólitísku starfi í heimalandinu. Þeir hafa sagt frá því að í kjölfarið að hafi þeir lent í ofsóknum einræðisherrans Nicolas Maduro sem stýrt hefur landinu með harðri hendi í rúman áratug. Einn Venesúelabúi sem hefur sótt um leyfi til að setjast að hér á landi á þessum forsendum er maður að nafni Orlando Peña Guevara sem er 56 ára gamall. Hann kom hingað til lands ásamt konu sinni, Reddys Jimenez, og tveimur dætrum í janúar í fyrra. Saga þeirra er sögð í þættinum í dag. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, April 10, 2025
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar nú tvo leiki við ísraelska landsliðið um laust sæti á heimsmeistaramóti sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í haust. Íþróttafréttamennirnir Valur Páll Eiríksson og Einar Örn Jónsson segja öskrandi tvískinnung að Rússum sé vísað úr alþjóðlegum íþróttamótum á meðan Ísrael fær að taka þátt.
Wed, April 09, 2025
Ungir menn virðast í auknum mæli taka ungar konur kverkataki og þrengja að öndunarvegi þeirra. Kyrkingar eða „choking“ virðast sífellt fyrirferðameiri í klámi. Í þessum þætti heyrum við í konu sem hefur orðið ítrekuðum kverkatökum og áhyggjur fagfólks af áhrifum kláms. Viðmælendur: Jenný Kristín Valberg, Drífa Snædal, Þóra Jónasóttir, Marta Kristín Hreiðarsdóttir og Jón Gunnar Þórhallsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, April 08, 2025
Í þriðja þætti um háhyrningaveiðar og viðskipti Sædýrasafnsins fáum við að heyra lýsingar forstöðumanns safnsins á því hvernig veiðarnar fóru fram. Afleiðingar af þessum veiðum eru endalausar deilur milli dýraverndunarsinna, hvalasérfræðinga og dýragarða víða um heim. Viðmælendur: Sigursteinn Másson og Edda Elísabet Magnúsdóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Mon, April 07, 2025
Kauphallir um allan heim eru rauðglóandi eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna snarhækkaði tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Hörður Ægisson viðskiptablaðamaður skýrir hvernig áhrif tollastríðsins birtast okkur á mörkuðum í dag. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson.
Fri, April 04, 2025
Háhyrningar sem veiddir voru við strendur Íslands og seldir í dýragarða, eignuðust afkvæmi sem nú er tekist á um hvað eigi að gera við. Þeir hafa verið í dýragörðum alla ævi og náð háum aldri. Við ræðum við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, Sigurstein Másson og Ragnhildi Jónsdóttur. Þetta er annar þáttur af þremur um háhyrningaviðskiptin. Umsjón Þóra Tómasdóttir.
Thu, April 03, 2025
Dýraverndunarsinnar hafa boðað til mótmæla við sædýrasafnið í Antibes í Frakklandi um helgina. Ástæðan er að til stendur að flytja tvo íslensk-ættaða háhyrninga úr garðinum og í dýragarðinn Loro Parque á Tenerife. Málið hefur farið fyrir franska dómsstóla en algjör óvissa ríkir um framtíð dýranna. Saga háhyrninganna er skrítnari en þig grunar. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ragnhildi Jónsdóttur sem ólst upp í Sædýrasafninu.
Wed, April 02, 2025
Flugvirkjafélag Íslands er ósátt við flugfélagið Air Atlanta vegna þess að það hefur ekki viljað ráða flugvirkja sem launþega nema að litlu leyti. Aðrir eru meðal annars starfsmenn hjá áhafnarleigunni Airborne á Möltu. Fjallað hefur verið um flugfélagið Air Atlanta í tveimur þáttum af Þetta helst síðaastliðina viku. Sá þriðji er þessi hér. Eftir að fyrsti þátturinn af Þetta helst um Air Atlanta var birtur í síðustu vikur hafa borist margar ábendingar frá alls kyns aðilum um starfshætti félagsins. Einn helsti rauði þráðurinn í umfjölluninni og ábendingunum snýst um það að Air Atlanta virðist í auknum mæli vilja ráða til sín starfsfólk sem verktaka. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, April 01, 2025
Blaðamaðurinn Helgi Steinar Gunnlaugsson hefur stúderað Kína öll sín fullorðinsár. Hann lærði alþjóðasamskipti í Pekíng og er einn fárra Íslendinga sem talar reiprennandi kínversku. Við ætlum að spyrja hann út í tollastríðið Bandaríkjanna og Kína, viðskiptatengsl Íslands og Kína og ekki síst, njósnir Kínverja á Íslandi sem ríkislögreglustjóri hefur áhyggjur af. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Mon, March 31, 2025
Air Atlanta hefur um árabil haft erlendar flugfreyjur í vinnu hjá sér í gegnum starfsmannaleigu á Möltu. Flugfreyjurnar eru meðal annars frá löndum eins og Indonesíu og Malasíu. Þær eru með um 50 dollara, tæplega, sjö þúsund krónur, í laun á dag, Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir í svari við spurningum Þetta helst um launakjör flugfreyjanna að erfitt sé að bera laun saman á milli landa. Fyrrverandi flugmaður hjá Air Atlanta, Hollendingum Sjoerd Willinge Prins var í viðtali við Þetta helst í síðustu viku og ræddi hann um það sem hann taldi vera illa meðferð Air Atlanta á sér þegar hann starfaði hjá félaginu. Sjoerd segir að hann hafi verið skilinn einn eftir, launalaus og með himinháan sjúkrahúsreikning eftir að veiktist í starfi sínu sem verktaki á vegum Air Atlanta í Kenía í Afríku. Frá árinu 2020 til ársins 2023 hafa eigendurnir greitt sér út arð upp á 135 milljónir dollara. Með fyrirhugaðri arðgreiðslu síðasta árs fer þessi upphæð í rúmlega 170 milljónir dollara. Í íslenskum krónum talið og út frá verðlagi hvers nema arðgreiðslurnar út úr flugfélaginu rúmlega 23 milljörðum íslenskra króna. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, March 28, 2025
Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr menntamálaráðherra, er 69 ára gamall með ríkulega lífsreynslu. Hann hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2017 en svo á hann líka að baki reynslu sem er ekki auðvelt að gera skil í hefðbundinni ferilskrá. Reynslu af því að verða fyrir slysum, þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið og ekki síst, vinna sig aftur út í atvinnulífið eftir langa fjarveru. Á fyrstu dögum hans sem ráðherra missteig hann sig í ræðuhöldum á ráðstefnu en mætti gríðarlega mikils stuðnings fyrir vikið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Thu, March 27, 2025
Hollenskur flugmaður sem vann hjá íslenska flugfélaginu Air Atlanta í þrjú og hálft ár ber fyrirtækinu ekki vel söguna. Hann segir að fyrirtækið hafi komið fram við sig eins og dýr. Flugmaðurinn heitir Sjoerd Willinge Prince og er 30 ára gamall. Hann starfaði hjá Air Atlanta á árunum 2020 til 2023. Sjoerd var verktaki hjá Air Atlanta í gegnum maltverska starfsmannaleigu og naut því ekki sömu réttinda og fastráðinn starfsmaður. Flugmaðurinn segir frá því hvernig íslenska flugfélagið kom fram við hann eftir að hann fékk matareitrun á hóteli í Nairóbí í Kenía árið 2022 þegar hann var þar á vegum Air Atlanta. Hann segist hafa verið skilinn einn eftir, launalaus í tvo mánuði og að hár sjúkrahúskostnaður hafi fallið á hann. Forstjóri Air Atlanta segir slíkt verktakafyrirkomulag í gegnum áhafnarleigur vera alþekkt í flugbransanum. Lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna fékk mál Hollendingsins inn á sitt borð og kallar það dæmi um ,,gerviverktöku" sem þurfi að banna. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, March 26, 2025
Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi ólympíumeistari og margfaldur heimsmeistari í hlaupagreinum, mætir föður sínum og fyrrum þjálfara í réttarsal næstu vikurnar. Þar færir hann rök fyrir því hvers vegna hann upplifði föður sinn ofbeldisfullan og ógnandi í uppvextinum. Við heyrum af réttarhöldunum og ræðum við hlauparann Hlyn Andrésson og íþróttalýsanda Rúv, Sigubjörn Árna Arngrímsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, March 25, 2025
Hluti íbúa Flóahrepps á Suðurlandi er ósáttur við að tæplega 100 ára samkomuhús í sveitinni hafi verið selt til Vegagerðarinnar. Þeir telja ljóst að rífa eigi samkomuhúsið til að rýma fyrir breikkun á Þjóðvegi 1. Húsið heitir Þingborg og stendur tæpa 10 kílómetra austan við Selfoss ofan í Þjóðvegi 1. Prjónaverslun hefur verið rekin í húsinu í 35 ár og eru meðal annars seldar þar ullarvörur frá um 100 einstaklingum hér á landi. Stofnaður hefur verið sérstakur Facebook-hópur til að berjast gegn því að húsið verði rifið. Rætt er við íbúa í sveitarfélaginu um málið sem og við sveitarstjórann sem svarar spurningum um söluna og framkvæmdirnar við veginn. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, March 24, 2025
Berklar hafa greinst meðal heimilislausra manna sem dvelja í gistiskýlum Reykjavíkur. Hjúkrunarfræðingar sem vinna við að ráða niður þessum vanda segja að smitrakning í hópi heimilislausra sé stór áskorun. Hana þurfi að leysa með óhefðbundum aðferðum eins og við heyrum af í þessum þætti. Viðmælendur eru hjúkrunarfræðingarnir Kristín Davíðsdóttir og Anna Tómasdóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Fri, March 21, 2025
Síðastliðna viku hafa verið sagðar margar fréttir í íslenskum og alþjóðlegum fjölmiðlum um þá ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að senda mörg hundruð meðlimi venesúelsks glæpagengis úr landi. Glæpasamtökin heita El Tren de Aragua og eru starfandi í mörgum löndum í Suður-Ameríku. Meðlimir gengisins voru fluttir frá Bandaríkjunum í fangelsi í El Salvador. El Tren de Aragua hefur verið sagt vinna náið með einræðisherranum í Venesúela, Nicolás Maduro, og meðal annars vinna ódæðisverk fyrir hans hönd í heimalandinu og annars staðar. Eitt af því sem er áhugavert við þessar fréttir frá Bandaríkjunum um þetta venesúelska glæpagengi er að margir innflytjendur frá Vensúela sem hafa komið hingað til lands á liðnum árum segjast vera að flýja umrætt gengi. Í Þetta helst hafa til dæmis verið birt viðtöl við að minnsta kosti tvo hælisleitendur sem segjast hafa lifað við hótanir frá El Tren de Aragua í búsetulandi sínu. Einn af þeim heitir Hector Montilla en hann var nauðungarfluttur frá Íslandi til Venesúela í fylgd íslenskra lögreglumanna í byrjun febrúar. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, March 20, 2025
Nýjar upplýsingar í málinu: Fyrrverandi kærasta mannsins sem grunaður var um að hafa banað Sofiu, segist ítrekað hafa misst meðvitund eftir kyrkingartök hans. Í þættinum lýsir hún sambandi þeirra og sláandi líkindum með sögu Sofiu. Einnig er rætt við föður hennar. Umsjón: Þóra Tómasóttir
Wed, March 19, 2025
Síðastliðna viku hefur allt logað í deilum innan Sósíalistaflokks Íslands. Deilurnar hverfast um stofnanda flokksins og formann framkvæmdastjórnar hans, Gunnar Smára Egilsson. Nokkrir yngri meðlimir flokksins hafa stigið fram og gagnrýnt Gunnar Smára fyrir stjórnendastíl hans. Gunnar Smári boðaði til fundar í síðustu vegna þessarar gagnrýni og hefur gengið á með linnulausanum skeytasendingum í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á milli deiluaðila síðan þá. Gunnar Smári hefur vísað gagnrýninni á bug. Fjallað er um þessar deilur í flokknum og tekin nokkur söguleg fordæmi um aðrar þekktar skærur í íslenskum stjórnmálaflokkum. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, March 18, 2025
Í þriðja og síðasta þættinum um Sofiu Kolesnikova fáum við að heyra af ýmsu sem lögregla komst að við rannsókn á andláti hennar. Við fáum að heyra meira um samband Sofiu og kærastans sem lögregla varð sífellt uppteknari af að skoða. Og við fáum að heyra að hinn grunaði átti ekki aðeins eina kærustu. Viðmælendur: Jón Gunnar Þórhallsson, Valda Kolesnikova, Deivs Kolesnikovs og Kristrún Elsa Harðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Mon, March 17, 2025
Fjallað um bók heimspekiprófessors við bandaríska háskólann Cornell um fitufordóma. Hún heitir Kate Manne og er frá Ástralíu. Bók hennar var tilnefnd til bandarísku bókmenntaverðlaunanna National Book Awards í fyrra. Af því tilefni var talsvert fjallað um bók hennar í bandarískum fjölmiðlum í lok síðasta árs og í byrjun þessa. Manne er á leiðinni til Íslands í maí til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu um Metoo-byltinguna og feminíska heimspeki sem haldin verður í Háskóla Íslands í maí. Rætt er við hana um bókina og af hverju fitufordómar eru slæmir. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, March 14, 2025
Venjur og hagir Sofiu Kolesnikova breyttust verulega á síðustu mánuðum lífs hennar. Áður en hún fannst látin með áverka á hálsi og gríðarlegt magn kókaíns í líkamanum. Hún sýndi breytta hegðun og steypti sér í skuldir. Deivs Andrei Kolesníkovs, litli bróðir Sofiu, og Valda Kolesnikova, móðir Sofiu, segja frá sögu fjölskyldunnar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir Þetta er annar þáttur af þremur um Sofiu.
Thu, March 13, 2025
Í vikunni voru kynnt á Alþingi tvö þingmál sem sýna áhyggjur ríkisstjórnarflokkanna af samþjöppun kvóta og eigna hér á landi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins. Þessi þingmál fela í sér nýja stefnumörkun sem er annars eðlis en hjá síðustu ríkisstjórn. Annað málið snýst um beiðni frá þingmönnum úr ríkisstjórnarflokkunum um að matvælaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, flytji Alþingi skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Hitt málið snýst um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson matvælaráðherra um gagnsæi og tengda aðila í sjávarútvegi. Þessu frumvarpi ætla að takmarka mögulega samþjöppun í eignarhaldi fiskveiðikvóta. Ráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi í vikunni og var fyrsta umræða um það í dag. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, March 12, 2025
Þegar Sofia Kolesnikova fannst látin á Selfossi var óljóst hvort hún hefði verið kyrkt af kærasta sínum eða látist af of stórum skammti fíkniefna. Kærastinn eyddi sönnunargögnum af vettvangi áður en tilkynnt var um andlátið og varð margsaga um hvað gerðist. Við lögreglurannsóknina teiknaðist upp mynstur sem líktist nauðungastjórnun. En málið fór aldrei fyrir dóm þar sem sakborningur lést í miðri málsmeðferð. Viðmælendur: Jón Gunnar Þórhallsson og Kristrún Elsa Harðardóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir. Þetta er fyrsti þáttur af þremur um sögu Sofiu.
Tue, March 11, 2025
Kvótasetning síðustu ríkisstjórnar á grásleppu hefur verið umdeild. Sumarið 2024 voru sett lög sem fólu í sér að grásleppa var kvótasett í fyrsta sinn. Fram að því höfðu sjómenn víðs vegar um landið veitt þessa tegund á grundvelli veiðileyfa þar sem grásleppan er veidd ákveðna daga á ári í um 80 ár. Þingmaðurinn Lilja Rafney Magnúsdóttir úr Flokki fólksins kallaði eftir því í aðsendri grein á Vísi.is fyrir nokkrum dögum að lögunum um kvótasetningu grásleppu yrði breytt og að veiðifyrirkomulagið verði fært í fyrra horf. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra smábátasjómanna, Örn Pálsson, kallar eftir hinu sama. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, March 10, 2025
Forsvarsmenn sveitarfélaganna á höfuborgarsvæðinu skora sameiginlega á þingmenn að bregðast við úrræðaleysi í málefnum meðferðarheimila fyrir börn og barna með fjölþættan vanda. Þetta er sá málaflokkur sem forsvarsmenn sveitarfélaganna telja mikilvægast að Alþingi bregðist við í. Forsvarsmenn sveitarfélaganna héldu fund með þingmönnum í safnaðarheimili Kópavogskirkju á föstudaginn 7. mars og fóru yfir þennan aðsteðjandi vanda. Rætt er við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Sigrúnu Þórarinssdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs Kópavogsbæjar. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, March 07, 2025
Sakborningar í íslenska hryðjuverkamálinu fagna sýknu í Landsrétti og vona að málinu sé lokið. En er líklegt að þeir hafi látið af hatursfullu viðhorfi til ákveðinna þjóðfélagshópa? Og hvers vegna reyndist málið svona flókið í dómskerfinu? Þóra Tómasdóttir ræddi við verjendurna Svein Andra Sveinsson og Einar Odd Sigurðsson auk Hafsteini Dan Kristjánssyni, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Thu, March 06, 2025
Í september í fyrra ákvað Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, að tilkynna Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur að starf hennar yrði auglýst laust til umsóknar þegar skipunartíma hennar lýkur næsta sumar. Nýr ráðherra málaflokksins, Logi Einarsson, hefur ekki í hyggju að hrófla við þessari ákvörðun Áslaugar Örnu. Mikið hefur gengið á hjá Menntasjóði námsmanna frá því Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttur var skipuð í starfið með umdeildum hætti fyrir 12 árum síðan. Eineltismál hafa komið upp hjá sjóðnum sem hafa ratað inn á borð ráðherra. Fjallað er um þessa sögu í þætti dagsins. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, March 05, 2025
Í hvert sinn sem Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands minnist á transfólk í opinberri umræðu fær yfir sig holskeflu af hatursfullum athugasemdum. Guðrún á sjálf transbarn og segir augljóst bakslag í mannréttindabaráttu transfólks. Undir það tekur baráttukonan Ugla Stefanía sem hefur vanist grimmilegu áreiti í áraraðir. Þorbjörg Þorvaldsdóttir hjá Samtökunum 78 segir þróunina ógnvænlega. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, March 04, 2025
Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins um helgina. Áralöng átök hafa verið á milli tvegga fylkinga í flokknum en önnur þeirra var á bandi Guðrúnar. Formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar árið 2022 endurspeglaði þessi átök en þá laut hann í lægra haldi gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni. Guðlaugur Þór segir frá því að hann hafi stutt Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Diljá Mist Einarsdóttur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Jens Garðari Helgasyni. Hann segist hafa beitt sér fyrir þeim í aðdraganda landsfundarins. Þingmaðurinn ræðir hér um átökin og væringarnar í flokknum og svarar því meðal annars hvort tími þeirra sé liðinn með nýjum formanni. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, February 28, 2025
Útlit er fyrir æsispennandi kosningar um nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stór hluti þeirra um það bil tvö þúsund landsfundarfulltrúa sem fá að kjósa formann, enn óákveðnir. Þeir munu því gera upp hug sinn á sjálfum fundinum. Á morgun, laugardag, flytja frambjóðendur sínar ræður sem líklega ráða úrslitum í sjálfri kosningunni á sunnudag. Þóra Tómasdóttir ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur.
Thu, February 27, 2025
Er Reykjavík að verða ljótari borg? Það telja þeir Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði. Freyr Snorrason borgarfræðingur býr við Hlíðarenda og er algjörlega ósammála þeim. Dóra Björt Guðjónsdóttir hjá umhverfis-og skipulagsráði Reykjavíkur vill herða reglur um gæði nýbygginga. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Wed, February 26, 2025
Meðal Íslendinga sem búa erlendis tíðkast að flytja íslenska pítusósu með sér á milli landa. Ástæðan er sú að pítusósan íslenska, sem matreiðslumaðurinn Eiríkur Finnsson bjó til fyrir rúmum fjörtíu árum, er ekki til í öðrum löndum. Rætt er við þrjá Íslendinga í þremur heimsálfum sem allir hafa flutt pítusósu með sér til útlandsins. Þeir ræða um dálæti sitt á þessari sósuna og reyna að koma því í orð hver galdurinn er við hana. Eiríkur Finnsson ræðir einnig um þá erfiðleika sem hann stóð frammi fyrir þegar hann hóf iðnaðarframleiðslu á pítusósu á níunda áratugnum. Þar kemur steypuhrærivél meðal annars við sögu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, February 25, 2025
Íslendingar elska Teslu en hafa skiptar skoðanir á Elon Musk forstjóra fyrirtækisins. Í þessum þætti ræðum við um stöðu bílaframleiðandans og hvort pólitík forstjórans hafi áhrif á sölutölur. Við skoðum líka nýja gerð af Teslu og tölum við áhugafólk um bílinn. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Fri, February 21, 2025
Traust til stjórnmála hefur farið minnkandi í lýðræðisríkjum um allan heim. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindagreinar sem fræðimenn við Southhampton-háskólann birtu í vikunni. Aðalhöfundurinn er Viktor Orri Valgarðsson doktor í stjórnmálafræði. Á sama tíma birti Gallup árlega mælingu á trausti til stofnana hér á landi. Þar má sjá vísbendingar um hið sama. Svarendur bera lang minnst traust til borgarstjórnar Reykjavíkur og hefur traustið aldrei mælst minna. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Thu, February 20, 2025
Heimildarmynd um hvernig danska ríkið og þarlendir fjárfestar högnuðust ævintýralega á námu á Grænlandi á 19. og 20. öld hefur verið mikið í umræðunni í löndunum tveimur eftir að hún var frumsýnd í danska ríkisútvarpinu í byrjun mánaðarins. Myndin heitir Hið hvíta gull Grænlands. Myndinni var kippt úr sýningu í danska ríkisútvarpinu í gær í kjölfar mikillar umræðu þar í landi sem náði inn til ríkisstjórnar Danmerkur. Ástæðan er sú að í myndinni eru settar fram umdeildar og umdeilanlegar staðhæfingar um tekjur og hagnað Dana af þessari námu. Umræðan um myndina heldur áfram á fullu þar sem margir á Grænlandi telja að þessar skekkjur í myndinni breyti ekki helsta inntaki myndarinnar um arðrán Dana í landinu. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, February 19, 2025
Við heyrum sögu tveggja kvenna sem hafa með aðstoð tækninnar náð að skapa sér góðar tekjur fyrir listsköpun með hekli og prjóni. Þær eiga það sameiginlegt að hafa vakið áhuga fólks á gömlum hefðum og hreinlega komið þeim aftur í tísku. Þær selja stafrænar uppskriftir í netverslun og á veitum á borð við Ravelry. Viðmælendur: Heléne Magnússon og Tinna Þórudóttir Þorvaldar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, February 18, 2025
Viðtal við 25 ára gamla konu frá Venesúela, Andreinu Edwards, sem sýnt var í kvöldfréttum RÚV á föstudaginn hefur vakið mikla athygli. Hún gagnrýndi fyrirtækið Ræstitækni, þar sem hún vann við þrif, harðlega. Viðtalið var hluti af þeirri miklu umræðu sem verið um launakjör ræstingafólks, sem yfirleitt er af erlendu bergi brotið, hér á landi. Andreina er til viðtals í þættinum. Rætt er við aðra samstarfskonu Andreinu, Leydi Teran, sem segir að Íslendingar þurfi að líta á hælisleitendur og aðrar innflytendur eins og manneskjur. En hvað gerist svo? Rætt er við Daníel Isebarn Ágústsson, lögmann stéttarfélagsins Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, um það.
Fri, February 14, 2025
Tónlistarfólk í fremstu röð segir reiknisdæmið við tónleikaferðalög ekki ganga upp fyrir millistéttina lengur. Einungis stórstjörnur geti túrað um heiminn. Kallað er eftir stuðningi við tónleikastaði sem gæti skapað stöðugleika í greininni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ásu Dýradóttur, Kaktus Einarsson og Sindra Má Sigfússon.
Thu, February 13, 2025
Engin slysaslepping var tilkynnt til Matvælastofnunar í íslensku sjókvíaeldi í fyrra. Þetta er mikil breyting frá árinu 2023 þegar stór slysaslepping hjá Arctic Fish leiddi til fjöldamótmæla á Íslandi. Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldisdeildar Matvælastofnunar, segir að mikið hafi verið gert til að bæta regluverk hjá laxeldisfyrirtækjum. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, February 12, 2025
Hælisleitandinn Hector Montilla var nauðungarfluttur frá Íslandi í fylgd lögreglumanna til heimalands síns Venesúela þann 3. febrúar. Hann hafði búið á Íslandi frá því í desember 2022 og fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd. Hector segir að lögreglan á Íslandi hafi beitt hann óþörfu harðræði og ítrekað sett hann í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hlemm á Hverfisgötu áður en honum var fylgt úr landi. Hann segist hafa verið meðhöndlaður eins og glæpamaður á Íslandi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, February 11, 2025
Sjávarútvegsverkefni Aurora-velgjörðarsjóðs í Sierra Leone í Afríku strandaði á spillingu segir framkvæmdastjóri sjóðsins. Ráða- og áhrifamenn í landinu vildu fá greitt undir borðið svo verkefni sjóðsins gætu orðið að veruleika. Framkvæmdastjórinn segir að Aurora hafi ekki viljað taka þátt í spillingunni í landinu. Rætt er við Regínu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Aurora. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, February 07, 2025
Á þriðjudaginn átti sér stað skotárás í skóla í sænsku borginni Örebro þegar 35 ára gamall myrti 10 einstaklinga og særði aðra 10. Hann skaut svo sjálfan sig. Sænska þjóðin er í sárum segir Anders Svenson, blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Spraktidningen sem bjó hér á Íslandi í tæpt ár á sínum tíma. Blaðamaður Aftonbladet, Staffan Lindberg, segir ýmsum spurningum ósvarað í málinu. Tvær af þeim stærstu eru af hverju árásarmaðurinn gerði þetta og eins hvort lögreglan hafi staðið sig í stykkinu við að reyna að stöðva hann. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, February 06, 2025
Þegar Roberto Luigi Pagani flutti til Íslands og hóf störf á leikskóla, talaði hann forníslensku eins og í gömlu handritunum. Á innan við áratug lærði hann málið uppá tíu og skrifaði um það doktorsritgerð. Hann er sérlegur áhugamaður um þróun íslenskunnar og hefur kortlagt breytingar tungumálsins mörg hundruð ár aftur í tímann. Roberto má kalla sérstakan kynningarfulltrúa Íslands á Ítalíu. Hann kemur reglulega fram í ítölskum fjölmiðlum og segir frá einstakri menningu Íslendinga. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.
Wed, February 05, 2025
Sjaldgæft er að nýjar ríkisstjórnir bregðist strax við nýsamþykktum lögum með því að setja eigin ný lög til höfuðs þeim. Þetta er það sem nýja ríkisstjórnin hyggst gera varðandi búvörulögin sem samþykkt voru í fyrra. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eva H. Önnudóttir segist ekki muna eftir sambærilegu fordæmi úr stjórnmálasögu liðinna ára þar sem nýsamþykktum lögum er breytt með setningu annarra. Lagaprófessorinn Hafsteinn Dan Kristjánsson segist ekki muna eftir mörgum öðrum fordæmum en að þau séu þá til. Hann segir að dómsmálið sem hefur orðið til vegna búvörulaganna sé einstakt í íslenskri réttarsögu. Ritstjóri Bændablaðsins, Guðrún Hulda Pálsdóttir, segir að nýja ríkisstjórnin verði að eyða óvissunni í málinu fyrir bændur og koma með lausnir sem auki hagræðingu í kjötiðnaði hér á landi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, February 04, 2025
Sigríður Ingvarsdóttir lét skyndilega af störfum rétt fyrir jólin. Hún hafði verið í starfinu í tvö hálft ár og var ráðin af meirihlutanum þar til 2026. A-listi jafnaðarfólks og Sjálfstæðisflokkurinn mynda þennan meirihluta. Starfslok bæjarstjórans hafa ekki verið útskýrð og vilja forsetans ekki veita viðtal um þau. Starfslok bæjarstjórans hafa vakið undrun og spurningar í Fjallabyggð. Viðmælendur Þetta helst í sveitarfélaginu segja allir að starfslok bæjarstjórans hafi komið íbúum í opna skjöldu. Þá starfsmenn sveitarfélagsins sem unnu undir og með Sigríði ekki heldur fengið svör um ástæður starfslokanna. Í kjölfarið á starfslokum Sigríðar birtist gagnrýnin skýrsla um stjórnsýsluna í sveitarfélaginu. Þar kemur meðal annars kemur fram að ekki sé til starfslýsing fyrir bæjarstjóra. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, January 31, 2025
Fyrir fimmtán árum var Ítalinn Mirko Garofalo heima hjá sér á Sikiley að vafra um internetið. Hann kom auga á ljósmyndir af íslenskri náttúru og féll í stafi yfir fegurðinni. Hann ákvað samstundis að hann skyldi læra íslensku. Á dögunum skilaði hann inn doktorsrannsókn sinni á íslenskri málfræði. Þóra Tómasdóttir talaði við hann.
Thu, January 30, 2025
Fréttin um að Vinnumálastofnun megi ekki hýsa flóttamenn í JL-húsinu í Vesturbænum vakti mikla athygli í síðustu viku. Rætt er við tvær konur frá Venesúela sem eru búsettar í húsinu. Þær eru flóttamenn og bíða eftir niðurstöðu frá yfirvöldum um hvort þær megi setjast hér að. Þær lýsa lífi sínu í JL-húsinu og segjast ekki skilja af hverju nágrannar þeirra vilji ekki að þær fái að búa áfram þar. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, January 29, 2025
Fjölmörg dæmi hafa komið upp í löndunum í kringum okkur þar sem samfélagsmiðlar leika lykilhlutverk í óeðlilegum afskiptum af lýðræðislegum kosningum. Það ógnar þjóðaröryggi líka hér á Íslandi að hægt sé að beita klækjabrögðum á samfélagsmiðlum til að koma fólki til valda. Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar segir Ísland með alltof veika löggjöf til að girða fyrir hætturnar. Þóra Tómasdóttir talaði við hann.
Fri, January 24, 2025
Óvissa ríkir nú um hvort 60 flóttamenn frá Venesúela fái að búa áfram í JL-húsinu. Þetta er staðan eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um að heimila Vinnumálastofnun að hýsa allt að tæplega 330 flóttamenn þar. Húsfélag í fjölbýlishúsi á Grandavegi 42 kærði ákvörðunina að heimila búsetu flóttamannanna þar. Umrætt húsfélagið kærði ákvörðunina vegna þess að hún hafði ekki farið í grenndarkynningu áður en Vinnumálastofnun fékk leyfi til að hýsa þar flóttamenn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vinnumálastofnun lendir í erfiðleikum út af frá Venesúela í JL-húsinu. Hér er þessi saga sögð nokkur ár aftur í tímann. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, January 23, 2025
E. coli hópsýkingin sem upp kom á leikskóla í Reykjavík í fyrra hefur vakið fólk til umhugsunar um hættur í eldhúsum. Í þessum þætti ræðum við um hættur í eldhúsum á heimilum landsmanna því þar getur verklagið líka klikkað og það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Við ræðum við kennara í matvælaöryggi og heimilisfræði, þau Margréti Sigfúsdóttur og Baldur Sæmundsson. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Wed, January 22, 2025
Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri er annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins miðað við úthlutaðan kvóta á þessu fiskveiðiári. Einungis Brim hf. Í Reykjavík er stærra miðað við kvótaeign. Í þættinum er sagt frá eignarhaldi eigenda og stofnanda Samherja á öðrum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi og rætt um samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. Í Þetta helst á síðustu viku hefur verið fjallað um eignarhald eigenda Ísfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga á fyrirtækjum í öðrum rekstri en útgerð. Allar þessar þrjár útgerðir eru á lista Fiskistofu yfir fimm stærstu útgerðir landsins. Hinar tvær eru Brim og Síldarvinnslan, sem Samherji á rúmlega 30 prósenta hlut í. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, January 21, 2025
Í þessum þætti er rætt um fólk sem áhættusérfræðingar lögreglu og fangelsisyfirvalda meta sem hættulegustu einstaklinga þessa lands. Einstaklinga sem viðmælendum okkar ber saman um að falli oftast milli stafs og bryggju í kerfinu. Það eru ekki til nein úrræði fyrir þá. Þegar þeir losna úr afplánun fara þeir beint aftur í afbrot. Þóra Tómasdóttir ræddi við Halldór Val Pálsson forstöðumann fangelsa, Sædísi Jönu Jónsdóttur áhættusérfræðing lögreglu og Matthías Matthíasson í geðteymi fangelsanna.
Mon, January 20, 2025
Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðarákróki er orðið að stórfyrirtæki á landsvísu sem fjárfestir í fyrirtækjum á mörgum ólíkum sviðum. Flóra fjárfestinga kaupfélagsins nær allt frá útgerð og landbúnaði, til framleiðslu á ídýfum og majónessósum, og yfir í afþreyingariðnaðinn. Sem dæmi um fyrirtæki sem kaupfélagið á má nefna Hamborgarafabrikkuna, Metró, Vogabæ, E. Finnson, Mjólku, American Style, Aktu Taktu, Shake and Pizza, Black Box, Keiluhöllina, Fóðurblönduna, hoppugarðinn Skopp í Kópavogi og síðast en ekki síst þriðjungshlut í stórútgerðinni Vinnslustöðinni í Kópavogi. Mjólkurkýr Kaupfélags Skagfirðinga er hins vegar útgerðin FISK Seafood. Þátturinn er sá annar af þremur þar sem fallað um er umsvif stórútgerða og eigenda þeirra í öðrum atvinnurekstri á Íslandi. Í fyrsta þættinum var fjallað um fyrirtækjaveldi Guðbjargar Matthíasdóttur í Eyjum og í þeim síðasta verður fjallað um Samherja.
Fri, January 17, 2025
Deilur um hvort heppilegt sé að fyrirtækið Kaldvík fái að hefja laxeldi í Seyðisfirði hafa tvístrað tæplega 700 manna samfélagi bæjarins. Andstæðingar eldisins segja síðlaust að fyrirtækið lokki brotna byggð með störfum. Fylgjendur eldisins segja starfsemina kærkomna. Þóra Tómasdóttir ræðir við Katrínu Oddsdóttur, Jónínu Brynjólfsdóttur og Guðnýju Láru Guðrúnardóttur.
Thu, January 16, 2025
Tvær fyrirtækjablokkir á Íslandi sem eru byggðar á rekstri tveggja stórútgerða eru eigendur tveggja stærstu majonesfyrirtækja landsins. Þetta eru Gunnars Majones og Vogabær, sem bæði framleiðir E. Finnsson-sósurnar og Vogaídýfurnar. Útgerðirnar eru FISK Seafood, sem Kaupfélag Skagfirðinga á, og Ísfélag Vestmannaeyja, sem Guðbjörg Matthíasdóttir hefur átt í gegnum tíðina. Þessi staða er birtingarmynd þeirrar þróunar að nokkrar stórar fyrirtækjasamstæður sem byggja á fjármunum stórútgerða eru orðin umsvifamikil á öðrum sviðum atvinnulífsins. Samhliða þessu hefur átt sér stað samþjöppun í eignarhaldi á kvóta hjá fimm stærstu útgerðum landsins. Hvað segir þessi staða um umsvif íslenskra útgerðarfélaga og eigenda þeirra í íslensku viðskiptalífi? Í þessum þætti er fjallað um viðskiptaveldi Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og rætt við Gunnar Pál Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, January 15, 2025
Margir eiga sér þann draum að verða besta útgáfan af sjálfum sér og stunda stífa sjálfsrækt til að ná því markmiði. Áhrifavaldurinn Gummi Kíró miðlar sinni sjálfsrækt daglega á samfélagsmiðlum. Þrír sálfræðingar hafa efasemdir um gagnsemi þess að eltast við drauminn um að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Ýmsar rannsóknir bendi til að mikil sjálfsrækt geti verið streituvaldandi. Viðmælendur: Hafrún Kristjánsdóttir, Helga Arnardóttir, Viktor Örn Margeirsson og Guðmundur Birkir Pálmason. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, January 14, 2025
Í ár eru 50 ár liðin frá dauða einræðisherrans Francisco Francos og hefur ríkisstjórn Sósíalistaflokks Spánar skipulagt mikla dagskrá allt árið til að minnast þessa. Hægri flokkurinn, PP, hefur hins vegar gefið það út að hann muni ekki taka þátt í þessum minningaratburðum og segja forsvarsmenn flokksins að forsætisráðherrann Pedro Sanchez sé með dagskránni að reyna að drepa á dreif umræðu um eigin spillingarmál. Umræðan um spænsku borgarastyrjöldina og arfleifð Francisco Francos er enn þá mjög heit á Spáni. Þau Hólmfríður Matthíasdóttir og Kristinn R. Ólafsson, sem bæði hafa búið á Spáni í áratugi, ræða þetta mál. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, January 13, 2025
Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í kynferðisbrotamáli á Íslandi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Í málinu var brotið ítrekað gegn andlega fötluðu fólki en það hefur vakið hörð viðbrögð að aðeins einn maður hafi verið sóttur til saka. Fjórir aðrir karlmenn komu við sögu í málinu. Þóra Tómasdóttir ræðir við Ævar Pálma Pálmason yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Fri, January 10, 2025
Íslenska pítusósan sem E. Finnsson hefur selt í nærri fjóra áratugi er ekki til í neinu öðru landi í heiminum. Íslendingar flytja hana með sér á milli landa eða reyna að endurgera hana í eldhúsunum sínum. Hver er saga þessarar sósu og hver er maðurinn á bak við E. Finnsson? Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Thu, January 09, 2025
Kettlingurinn Dimma var fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem skætt afbrigði fuglaflensunnar dró til dauða. Þóra Jónasdóttir, yfirdýralæknir MAST, hefur áhyggjur af því að veiran beiðist út meðal fleiri spendýra. Við heimsækjum Önnu Karen Sigurðadóttur dýralækni á Keldum og spyrjum hvort fuglaflensan geti orðið faraldur. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Wed, January 08, 2025
Fjallað um kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á 1500 tonna kvóta útgerðarfyrirtækisins Þórsbergs á Tálknafirði fyrir 7,5 milljarða króna. Þórsberg er stærsta útgerðin á Tálknafirði og önnur stærsta útgerðin í Vesturbyggð, aðeins Oddi hf. á Patreksfirði er stærri. Hvaða áhrif má áætla að þessi viðskipti með aflaheimildir Þórsbergs muni hafa fyrir sveitarfélagið? Rætt er við Gerði Björk Sveinsdóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð, Halldór Árnason, sjómann á Patreksfirði, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Guðmund Kristjánsson útgerðarmann. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, January 07, 2025
Bókin It ends with us eða Þessu lýkur hér fjallar um hvernig rjúfa megi vítahring heimilisofbeldis. Bókin varð Tiktok-hittari og síðar kvikmynd. Við upptökur myndarinnar spunnust deilur milli aðalleikaranna Blake Lively og Justin Baldoni sem svipa til söguþráðarins. Útgefandi bókarinnar hér á landi, Birgitta Elín Hassel og Tiktok-fréttakona Rúv, Ingunn Lára Kristjánsdóttir, sögðu Þóru Tómasdóttur frá málinu.
Mon, January 06, 2025
Metta Sport er íslenskt fatamerki sem selur æfingaföt. Fyrirtækið hefur vaxið ævintýralega á liðnum árum og jukust tekjur þess um 256 prósent á milli áranna 2022 og 2023. Markhópurinn er aðallega börn og ungt frá 10 til 30 ára. Árið 2022 seldi fyrirtækið vörur fyrir tæplega 107 milljónir króna en 2023 námu tekjurnar 357 milljónum og hagnaðurinn nærri 100 milljónum. Hver er ástæðan fyrir þessum miklum uppgangi Metta Sport? Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, January 03, 2025
Þættirnir Say Nothing á streymisveitunni Disney hafa flett ofan af gömlum sárum írsku þjóðarinnar og hrundið af stað umræðu um óuppgerða glæpi frá óreirðartímum síðustu aldar. Þeir segja frá aðild tveggja systra í voðaverkum írska lýðveldishersins, ÍRA. Sólveig Jónsdóttir rithöfundur segir frá rannsóknarvinnunni að baki þáttunum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Thu, January 02, 2025
Íþróttafélögin FH og Haukar í Hafnarfirði hafa mikil ítök og áhrif á bæjarmálapólitíkina í Hafnarfirði. Nýi bæjarstjórinn segir að vægi þessara íþróttafélaga í samfélaginu í Hafnarfirði sé meira en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum sem hann þekkir til í. Fyrrverandi bæjarfulltrúi segir allt of lengi hafi hagsmunir þessara tveggja félaga litað kosningar og ákvarðanatöku í Hafnarfirði of mikið. Fjallað er um þetta í tengslum við nýlega umræðu um byggingu knatthússins Skessunnar í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær er nú á lokametrunum að ganga frá kaupum á knatthúsinu af FH. Umdeilt var á sínum tíma hvort FH ætti sjálft að byggja knatthúsið eða hvort bærinn ætti einfaldlega að sjá um það sjálfur. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, December 20, 2024
Rík hefð er fyrir því að bera fram rjúpur á aðfangadagskvöld. Uppskriftir af máltíðinni hafa gengið kynslóða á milli í langan tíma. Á undanförnum áratug hefur svokallaði nýji mátinn orðið sívinsælli eldunaraðferð. Reipitogið milli nýja og gamla tímans, um hvort sé betra að sjóða rjúpur eða snöggsteikja þær, það er umræðan í þessum þætti. Við heyrum af deilum feðganna Torfa Hjálmarssonar og Freys Torfasonar um nákvæmlega það. Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson segir okkur frá eldunaraðferðunum tveimur. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Thu, December 19, 2024
Fyrirtæki fyrverandi formanns FH, Best hús, fékk tæpar 400 milljónir króna frá félaginu vegna byggingar knatthúss í Hafnarfirði. Hann heitir Jón Rúnar Halldórsson og var formaður FH frá 2005 til 2019. Bróðir Jóns, Viðar Halldórsson, er formaður FH og stýrði byggingaframkvæmdum og bókhaldinu þegar knatthúsið var byggt. Hann fékk greiddar tæpar 73 milljónir króna fyrir þetta. Hafnarfjarðarbær íhugar nú að kaupa knatthúsið og fékk Deloitte til að vinna greiningu á viðskiptunum með knatthúsið. Þar koma þessar upplýsingar fram. Fjallað er um þetta mál og fyrirtæki Jóns Rúnars og rætt við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, December 18, 2024
Í þessum þætti fjöllum við um lítið lag sem vekur sterk hughrif. Lagið Ó helga nótt er stundum kallað krúnudjásn jólalagabankans. Jólalegasta jólalag allra tíma. En kynslóðunum ber ekki saman um hvaða útgáfa af laginu er sú allra fegursta. Við leitum álits hjá Sigga Gunnars, Sigríði Thorlacius, Björgvini Halldórssyni og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Tue, December 17, 2024
Bandarísk þingnefnd skrifaði nýlega bréf til tveggja ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps þar sem hún lýsir áhyggjum af mögulegum njósnum Kína á Íslandi. Njósnirnar eiga mögulega að geta farið fram í gegnum norðurljósamiðstöð Kína á Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar er nokkuð dularfull og virðast íslensk stjórnvöld vita lítið um hana. Eftirlit Íslands með rannsóknarmiðstöðinni er sömuleiðis ekkert. Rætt er við Bjarna Má Magnússon, deildarforseta lögfræðideildar Háskólans á Bifröst, um rannsóknarmiðstöðina. Hann telur að bréfið og grein sem skrifuð var um rannsóknarmiðstöðina, þar sem Ísland er sagt vera Trójuhestur Kína á Íslandi, sýni að Donald Trump ætli sér að taka upp harðari stefnu gegn Kína. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, December 16, 2024
Í þessum þætti ræðum við um hvort það sé góð þróun að stórfyrirtæki hyggjist ráðast í byggingu og rekstur leikskóla. Viðmælendur eru Jóhann G. Jóhannsson hjá Alvotech, Svava Björg Mörk lektor í leikskóalfræðum og hjónin Sandra Pétursdóttir og Arnór Jónsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Fri, December 13, 2024
Ráðgátan um uppstoppaða pólska villisvínið Villa vakti athygli þegar Þetta helst fjallaði um hana í síðasta mánuði. Danskur TikTok-áhrifavaldur tók málið meðal annars upp þar í landi. Málið fjallar um það að uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1996. Árið 2015 var villisvíninu skilað til fjöslkyldunnar. Í þessum þætti af Þetta helst er fjallað um ferðalag villisvínsins á þessum árum og sagt frá því hvar það var og hver skilaði því. Rætt er við Hafnfirðinginn Jón Össur Hansen. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, December 13, 2024
Ráðgátan um uppstoppaða pólska villisvínið Villa vakti athygli þegar Þetta helst fjallaði um hana í síðasta mánuði. Danskur TikTok-áhrifavaldur tók málið meðal annars upp þar í landi. Málið fjallar um það að uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1996. Árið 2015 var villisvíninu skilað til fjöslkyldunnar. Í þessum þætti af Þetta helst er fjallað um ferðalag villisvínsins á þessum árum og sagt frá því hvar það var og hver skilaði því. Rætt er við Hafnfirðinginn Jón Össur Hansen. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, December 12, 2024
Minjastofnun og Kirkjugarðar Reykjavíkur vilja fá Hólavallakirkjugarð í miðbæ Reykjavíkur friðlýstan af umhverfisráðherra. Við litum inn í garðinn og hittum þar Heimi Björn Janusarson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Wed, December 11, 2024
Í Þjóðleikhúsinu um jólin verður sett upp leikrit sem byggir á verki spænska skáldsins Federico García Lorca, Yerma. Kjarninn í verkinu snýst um þrá aðalsöguhetjunnar eftir því að eignast barn. Ástrálski leikhúsmaðurinn Simon Stone skrifar sjálfstætt verk sem byggir á þessu leikriti Lorca. Rætt er við Margréti Jónsdóttur Njarðvík sem kenndi spænskar bókmenntir um árabil og þýddi leikrit Lorca á sínum tíma og þýðanda leikrits Simon Stone, Júlíu Margréti Einarsdóttur. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tue, December 10, 2024
Kinan Kadoni og Fayrouz Nouh flúðu stíðið í Sýrlandi og settust að á Íslandi. Eftir að Assad missti völdin í landinu leitar hugur þeirra aftur heim. Þau vonast til að friður komist á og vilja taka þátt í að endurreisa Sýrland. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau og Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamann Rúv og sérfræðing í málefnum Mið-Austurlanda.
Fri, December 06, 2024
Guðmundur Oddgeirsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi, segir að tengsl Elliða Vignissonar bæjarstjóra og Grétars Inga Erlendssonar bæjarfulltrúa við námufjárfesta í bænum séu óþægileg. Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg vill byggja mölunarverksmiðju í bænum og stendur íbúakosning nú yfir um verkefnið. Íslenskir námufjárfestar í Ölfusi, meðal annars Einars Sigurðsson útgerðarmaður, eru viðskiptafélagar þýska fyrirtækisins. Bæði Elliði og Grétar Ingi tengjast þessum fjárfestum og vinna líka fyrir sveitarfélagið Ölfus. Prófessor í opinberri stjórnsýslu, Eva Marín Hlynsdóttir, segir að það felist pólitísk afstaða í því hjá meirihluta í sveitarfelagi að boða til íbúakosningar um framkvæmd eins og þessa verksmiðju. Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Thu, December 05, 2024
Er svínarækt á Íslandi verksmiðjubúskapur þar sem dýravelferð lútir í lægra haldi fyrir hagkvæmnisjónarmiðum eða nútímaleg búgrein undir ströngu eftirliti? Þóra Tómasdóttir ræðir við svínabóndann Ingva Stefánsson, Þóru Jónasdóttur yfirdýralækni MAST og Rósu Líf Darradóttur hjá samtökum um dýravelferð á Íslandi.
Wed, December 04, 2024
Enginn á að vera hryggur um jólin, segir í auglýsingaherferð Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Fulltrúar samtakanna segja velferð svína lúti í lægra haldi fyrir hagkvæmnissjónarmiðum ræktenda. Við ræðum við Rósu Líf Darradóttur hjá samtökunum, Þóru Jóhönnu Jónasdóttur yfirdýralækni Mast og svínaræktandann Ingva Stefánsson. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Tue, December 03, 2024
Ótrúlegur árangur Flokks fólksins í kosningunum um helgina flokkast til mikilla tíðinda. Hvern hefði grunað að flokkur sem var stofnaður fyrir einungis átta árum myndi skáka sjálfum Sjálfstæðisflokknum í einu traustasta vígi flokksins í Suðurkjördæmi og fá 20 prósent atkvæðanna? Flokkurinn bætir við sig fjórum þingmönnum, er kominn með 10 þingmenn. Hann er kominn í stjórnarmyndunarviðræður með Samfylkingu og Viðreisn eftir atburði morgunsins. En hvernig stjórnmálaflokkur er þetta og hvaðan kemur hann? Rætt er við einn af stofnendum Flokks fólksins, séra Halldór Gunnarsson í Holti, um uppruna flokksins og Ingu Sæland, og stjórnmálafræðinginn Evu H. Önnudóttur sem setur hann í fræðilegt samhengi. Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Mon, December 02, 2024
Ingibjörg Þórðardóttir fylgist með stjórnmálunum úr annarri átt en við hér heima. Hún hefur gegnt ýmsum ritstjórastörfum fyrir CNN og breska ríkisútvarpið BBC. Hún rýndi stjórnmálastöðuna með Þóru Tómasdóttur ræddi við hana um glænýja stöðu í íslenskum stjórnmálum eftiralþingiskosningar. Ingibjörg kallar eftir meira aðhaldi fjölmiðla með loforðum stjórnmálamanna.
Fri, November 29, 2024
Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg hélt íbúafundi Í Þorlákshöfn á miðvikudaginn þar sem fjallað var um umdeilda mölunarverksmiðju sem fyrirtækið vill byggja í útjaðri bæjarins. Fjölmenni var á fundinum og eru skoðanir á verksmiðjunni skiptar. Íbúakosning stendur nú yfir um verksmiðjuna. Í henni stendur til að mala móberg sem tekið verður úr námum í Ölfusi og afar sjávarbotni við Landeyjar. Móbergið verður svo notað til að búa til sement sem notað er í steypu. Þetta helst fór á fundinn, hlustaði á hann og tók íbúana í sveitarfélaginu tali eftir hann og spurði þá út í skoðanir þeirra á verksmiðjunni.
Thu, November 28, 2024
Áhyggjur ungs fólks á menntaskólaaldri af húsnæðismálum er nýlegur veruleiki hér á landi. Hvenær og hvernig mun það geta eignast eigið húsnæði? Þessar áhyggjur á komu vel í ljós á framboðsfundi í Menntaskólanum í Mosfellsbæ þar sem frambjóðendur allra flokka nema tveggja sátu fyrir svörum og spjölluðu við nemendurna. Húsnæðismálin voru fyrsta málið á dagskrá en svo var líka slegið á léttari strengi um ananas á pítsur og notkun rafmagnshlaupahjóla undir áhrifum áfengis. Góð stemning var á fundinum og voru nemendur skólans afar ánægðir með hann og lýstu honum sem hjálplegum í aðdraganda kosninganna á laugardaginn. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, November 27, 2024
Bókasafnsfræðingurinn Rósa Björg Jónsdóttir hefur sankað að sér barnabókum á öllum heimsins tungumálum og lánað börnum sem vilja lesa á sínu móðurmáli. Miðað við hve eftirsóttar bækurnar hennar eru, mætti ætla að börn hafi meiri áhuga á lestri en stundum er haldið fram. Þóra Tómasdóttir heimsótti Rósu á bókasafninu.
Tue, November 26, 2024
Niðurstöður úr rannsóknum tveggja stjórnmálafræðinga benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins sé vanmetið í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga. Að sama skapi má ætla að fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar sé ofmetið. Rannsóknirnar byggja á síðustu þremur Alþingiskosningum. Árið 2016, 2017 og 2021. Rætt er við Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði, um þessar rannsóknir. Hann er höfundur kafla í glænýrri bók um stjórnmálafræði ásamt Evu H. Önnudóttur prófessor þar sem fjallað er um að fylgiskannanir. Bókin heitir Lognmolla í ólgusjó: Alþingiskosningarnar 2021 og kjósendur í áranna rás. Kaflinn sem þau Agnar Freyr og Eva skrifa í þessari bók heitir Fylgiskannanir: Ónákvæmar, ómarktækar, leiðandi og villandi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Mon, November 25, 2024
Í dag hefjast bindandi íbúakosningar um umdeilda mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg í sveitarfélaginu Ölfusi. Meirihlutinn í sveitarfélaginu hélt sinn fyrsta íbúafund um verksmiðjuna í salnum Versölum í Þorlákshöfn á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar var tekist á um verksmiðjuna, svo vægt sé til orða tekið. Birtar eru upptökur af fundinum og rætt við bæjarfulltrúa og íbúa um verksmiðjuna. Í þættinum heyrist í þeim Ingibjörgu Ingvadóttur, Gunnsteini Ómarssyni, Elínu Fanndal, Hrönn Guðmundsdóttur, Þorleifi Eiríkssyni, Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ólafi Hannessyni og Elliða Vignissyni um málið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Fri, November 22, 2024
Rithöfundasambandið hvetur félagsmenn til að sniðganga Storytel vegna hlægilegra greiðslna frá streymisveitunni. Við ræðum um Storytel og sambærilegar streymisveitur við Margréti Tryggvadóttur formann Rithöfudnasambands Íslands og Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund og fyrrum aðstoðarforstjóra Time Warner. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Thu, November 21, 2024
Uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1997. Villisvínið hafði þá verið í eigu fjölskyldunnar sem átti það í tæpan áratug og hafði fengið nafnið Villi. 18 árum síðar var villisvíninu skilað til eigenda sinna sem þá bjuggu í Kópavogi. Með því fylgdi dagbók sem það hafði ritað um árabil og fótósjoppaðar myndir af ferðum þess um heiminn. Hákon Björn Högnason, sonur hjónanna sem keyptu villisvínið á markaði í Póllandi árið 1988, segir okkur sögu Villa. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Thu, November 21, 2024
Uppstoppuðu pólsku villisvíni á stærð við manneskju var stolið úr bílskúr á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði árið 1997. Villisvínið hafði þá verið í eigu fjölskyldunnar sem átti það í tæpan áratug og hafði fengið nafnið Villi. 18 árum síðar var villisvíninu skilað til eigenda sinna sem þá bjuggu í Kópavogi. Með því fylgdi dagbók sem það hafði ritað um árabil og fótósjoppaðar myndir af ferðum þess um heiminn. Hákon Björn Högnason, sonur hjónanna sem keyptu villisvínið á markaði í Póllandi árið 1988, segir okkur sögu Villa. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Wed, November 20, 2024
Rithöfundasamband Íslands hefur hvatt félagsmenn sína til að setja bækur sínar ekki inn á streymisveitinuna Storytel. Ástæðan er að sambandinu þykja greiðslur Storytel til rétthafa, hlægilegar lágar. Við ræðum um kergjuna sem grasserar meðal rithöfunda og útgefanda í garð Storytel við þau Egil Örn Jóhannsson fyrrum útgefanda, Árna Matthíasson blaðamann og Lísu Björk Óskarsdóttur landsstjóra Storytel á Íslandi.
Tue, November 19, 2024
Rannsókn Samherjamálsins í Namibíu er á lokametrunum hjá embætti héraðssaksóknara. Í kjölfarið mun málið verða sent til saksóknara hjá embættinu sem mun ákveða hvort ákært verður í því eða ekki. Fimm ár eru liðin frá því málið kom upp í fjölmiðlum. Þessara tímamóta var minnst í Namibíu í síðustu viku. Þá gáfu samtökin IPPR út skýrslu um áhrfi Samherjamálsins á sjómenn og fiskverkafólk sem vann hjá fyrirtækinu. Rætt er við starfsmann samtakanna, Graham Hopwood og Ólaf Hauksson hjá embætti héraðssaksóknara um stöðuna á rannsóknum Namibíumálsins þar í landi og hér.
Mon, November 18, 2024
Réttindagæslumenn fatlaðs fólks óttast að rof verði á þjónustu við fatlaða þegar frestun hefur orðið á að Mannréttindastofnun Íslands taki til starfa. Réttindagæslan segir þung mál á þeirra borði sem m.a. varði ofbeldi gegn fötluðum, sem ekki megi við töfum. Rætt er við Jón Þorstein Sigurðsson hjá réttindagæslunni og Margréti Steinarsdóttur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Fri, November 15, 2024
Frambjóðendur stjórnmálaflokka verja nú dágóðum tíma í að hitta og tala við kjósendur. Kosið verður til Alþingis eftir rúmar tvær vikur. Á fimmtudaginn bauð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti frambjóðendum úr ölllum flokkum í heimsókn til að hitta nemendur skólans og ræða við þá um stjórnmálin. Þetta helst fór á samkomuna og fékk að vera með í samtölum nemendanna við frambjóðendur og spyrja nokkurra spurninga. Eftir þá heimsókn má eiginlega fullyrða að það eru húsnæðismálin og líka geðheilbrigðismálin sem eru efst í huga þeirra.
Thu, November 14, 2024
Fyrirtækið Black Cube hefur ratað í fréttir um allan heim fyrir óvægnar aðgerðir sínar í þágu viðskiptavina sinna. Meðal þeirra var kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Í þessum þætti fjöllum við um aðferðir Black Cube og fólkið sem hefur orðið fyrir þeim. Umsjón Þóra Tómasdóttir.
Wed, November 13, 2024
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að einkavæða svokallaðar efnaskiptaaðgerðir, skurðaðgerðir eins og magaermi til að vinna gegn offitu. Þetta er í fyrsta skipti sem til stendur að gera þessar aðgerðir með kostnaðarþátttöku íslenska ríkisins. Frá þessari stefnubreytingu var greint aftast í fréttatilkynningu um samninga um ,,lýðheilsutengdar aðgerðir” í byrjun nóvember. Um er að ræða enn eitt aðgerðaformið sem er einkarekstrarvætt hér á landi á liðnum árum. Talsvert hefur gengið á hjá Sjúkratryggingum Íslands síðustu misserin. Komið hafa upp eftirlitsmál sem tengjast þessum efnaskiptaaðgerðum sem snúast um meintar ofrukkanir á þjónustunni hjá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni. Viðskiptavinir Klíníkurinnar hafa kvartað yfir þjónustu í efnaskiptaaðgerðum sem þeir hafa gengist undir þar. Ingi Freyr Vilhjálmsson fjallar um þetta mál út frá svörum Sjúkratryggingum Íslands við spurningum um það auk þess sem rætt er við prófessorinn Rúnar Vilhjálmsson og Geirþrúði Gunnhildardóttur sem gekkst undir magaermisaðgerð á Klíníkinni.
Tue, November 12, 2024
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir fer fyrir Tré lífsins sem gjarnan vill reisa nýja bálstofu með mengunarvörnum í Garðabæ. Bálstofan í Fossvogi mengar svo mikið að nágrannar eru orðnir langþreyttir. Sigríður Bylgja segir hins vegar að fyrirstaðan fyrir framkvæmdunum sé svaraleysi frá dómsmálaráðherra. Við heimsækjum Sigríði Bylgju og spyrjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra út í málið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Mon, November 11, 2024
Tveir starfsmenn Háskóla Íslands segja laga- og regluverk sem gildir um túlkaþjónustu hér á landi vera í miklum ólestri. Kaup opinberra aðila á túlkaþjónustu hafa stóruakist með auknum fjölda innflytjenda hér á landi en regluverkið hefur ekki haldið í við þessar breytingar. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við þau Gauta Kristmannsson og Birnu Imsland um málið. Gauti segir umhverfi þessara fyrirtækja vera eins og ,,villta vestrið" og Birna kallar eftir ,,pólitískum vilja" til breytinga. Í þættinum er sagt frá rekstri eins túlkafyrirtækis, Alþjóðaseturs ehf., sem hefur skilað hagnaði upp á 340 milljónir króna á liðnum árum og greitt út sambærilega upphæð í arð til hluthafa.
Fri, November 08, 2024
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á fleygiferð nú þegar 22 dagar eru til Alþingiskosninga. Hvað ræður úrslitum þegar fólk gerir upp hug sinn og ákveður hvaða flokk það ætlar að kjósa? Við spurðum kjósendur á hverju þeir byggja sínar ákvarðanir.
Thu, November 07, 2024
Lagareldisfrumvarpið varð að lögum áður en ríkisstjórn Sjálfstæðis-, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sprakk nú í haust. Þetta frumvarp var einn af af nokkrum stórum ásteytingarsteinum í stjórninni. Af hverju náðist ekki samkomulag um frumvarpið á milli stjórnarflokkanna og hvað verður um þetta mál? Rætt er við Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins og formann atvinnuveganefndar, og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata og fyrrverandi formanna atvinnuveganefndar, sem segja frá því sem gekk á bak við tjöldin. Tveir oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, Jens Garðar Helgason og Willum Þór Þórsson sögðu í vikunni að þeir vilji að frumvarpið verði að lögum eftir kosningar.
Wed, November 06, 2024
Bálstofan í Fossvogi er elsta bálstofa á Norðurlöndum. Þegar lík eru brennd í bálstofunni kemur frá henni reykur sem stundum leggst yfir náliggjandi leik- og grunnskóla. Í skólunum eru meðal annars börn með viðkvæm lungu sem ekki geta leikið sér úti þegar er logn og reykurinn er mikill. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, hefur reynt að vinda ofan af vandamálinu. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann, og Arnar Þór Gunnarsson starfsmann bálstofunnar. Einnig er rætt við Margréti Gígju Þórðardóttur leikskólastjóra Sólborgar og Arnheiði Helgadóttur skólastjóra Klettaskóla.
Tue, November 05, 2024
Þátturinn í dag er tekinn upp í bænum Þorlákshöfn í sveitarfélaginu Ölfusi á Suðurlandi á fallegum mánudegi í byrjun nóvember. Í lok síðustu viku greindi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, frá því að nú í nóvember verði bindandi kosning meðal íbúa um mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg. Verkefnið hefur verið umdeilt í Ölfusi um langt skeið og eru skoðanir skiptar. Þetta helst tók nokkra íbúa tali og spurði þá um skoðanir þeirra á verksmiðjunni.
Fri, November 01, 2024
Starfsemi Bandalags íslenskra skáta hefur verið talsvert til umræðu í vikunni eftir að Kveikur fjallaði um fjárreiður félagsins. Í þættinum var sagt frá ferðalagi rúmlega 100 barna á skátamót í Suður-Kóreu í fyrra. Börnin fjármögnuðu ferðina sjálf með fjáröflunum, fermingarpeningum og öðru slíku. Sex milljón króna afgangur var af ferðasjóðnum og runnu þessir peningar í starfsmannakostnað, sögðu fararstjórar í Kveik. Samkvæmt umfjölluninni var umsýslukostnaðurinn í heildina rúmlega 8 milljónir. Fleiri mál sem tengjast fjárreiðum og starfsmannahaldi íslensku skátahreyfingarinnar hafa komið upp úr kafinu við skoðun á starfseminni. Tvær systur og mágur núverandi skátahöfðingjans Hörpu Óskar Valgeirsdóttur hafa í gegnum árin verið ráðin til starfa hjá Bandalagi íslenskra skáta. Þetta kemur fram í fundargerðum Bandalags íslenskra skáta. Tekið skal fram að systur Hörpu voru ráðnar til félagsins áður en hún var kjörin skátahöfðingi 2022 en hún var hins vegar stjórnarmaður þá. Rætt er við eitt af foreldrunum úr barnahópnum sem fór í skátaferðina til Suður-Kóreu, Evu Írisi Eyjólfsdóttur, og einnig Hörpu Ósk Valgeirsdóttur.
Thu, October 31, 2024
Í þessum þætti ræðum við um mann sem rekur veitingastaði í Keflavík og í Vatnajökulsþjóðgarði en sætir lögreglurannsókn á ýmis konar brotum. Hann hefur ítrekað fengið verkalýðshreyfinguna og lögreglu á dyr hjá sér og er sakaður um að misnota aðstæður erlends starfsfólks. Meðal annars hælisleitanda sem bjó á hóteli viðskiptafélaga hans. Þóra Tómasdóttir ræddi við Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur formann Afls og Guðbjörgu Kristmundsdóttur formann í verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.
Wed, October 30, 2024
Ellefu starfsmannaleigur í Noregi hafa stefnt norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna þess að þrjú sveitarfélög þar í landi bönnuðu starfsemi þeirra. Málið er fordæmisgefandi fyrir önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), meðal annars Ísland. Þessi málaferli eru í þættinum sett í samhengi við mikla umræðu sem var um starfsmannaleigur hér í landi í lok september og byrjun október. Sú umræða kom í kjölfar þess að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um aðbúnað manna frá Austur-Evrópu, aðallega Letta, sem vinna hjá slíkum fyrirtækjum hér á landi. Rætt er við Halldór Oddsson, sviðsstjóra lögfræði- og vinnumarkaðssviðs hjá Alþýðusambandi um þetta fordæmi frá Noregi. Hann telur líklegt að norska ríkið verði gert afturreka með bannið. En hvað er þá hægt að gera á Íslandi til að bregðast við slæmri meðferð sumra starfsmannaleiga á erlendu vinnuafli? Halldór ræðir þetta líka. Í þættinum í dag verður fjallað um starfsmannaleigur á Íslandi og hvort hægt sé að banna þær með lagsetningu.
Tue, October 29, 2024
Í þættinum í dag verður fjallað um fyrirhugaða vatnsaflsvirkjun Orkusölunnar efst í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Frétt um virkjunina birtist á forsíðu Morgunablaðsins þann 8. október. Um var að ræða fyrstu tíðindin sem bændur og landeigendur í Vatnsdal höfðu heyrt um virkjunina. Fréttin snerist um það að Orkusalan hefði keypt jörðina Forsælu sem er ofarlega í Vatnsdal og íhugaði að byggja þar virkjun. Hrossabóndi í Gilsstöðum í Vatnsdal, Kristján Þorbjörnsson, segir að það sé útilokað að Orkusalan geti byggt virkjunina án þess að fá landeigendur í lið með sér. Kristján er jafnframt formaður veiðifélags Vatnsdalsár en áin hefur um árabil verið þekkt laxveiðiá. Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, segir að það sé mikil þörf fyrir aukna raforkuframleiðslu hér á landi. Hann segir að fyrirtækið finni fyrir þeirri ábyrgð. Orkusalan starfar eingöngu á smásölumarkaði og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja.
Mon, October 28, 2024
Hilmar Veigar Pétursson stofnandi tölvuleikjarins Eve Online ræðir um hvað það er í tölvuleikjum sem stuðlar að vináttu milli spilara. Hvernig vinátta myndast við slikar aðstæður og hvers vegna foreldrar fara stundum á mis við félagsleg tengsl barna í töluvleikjum. Við fjöllum einnig um kvikmyndina Ibelin sem nú er aðgengileg á Netflix og fjallar um vinasambönd í World of Warcraft. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Fri, October 25, 2024
Ragnar Jónsson er blóðferlasérfræðingur í tæknideild lögreglunnar. Hann hefur verið lögreglumaður í 33 ár og elskar starfið sitt. En þetta ár hefur verið það erfiðasta á hans ferli og nú er svo komið að hann er farinn að hugsa sér til hreyfings. Átta manndrápsmál á árinu hafa tekið sinn toll. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.
Thu, October 24, 2024
Í þessum þætti er rætt um mann sem varð heimsþekktur fyrir að stela óútgefnum handritum rithöfunda. Mann sem flestir töldu að hefði verið stoppaður af, eftir að alríkislögreglan í Bandaríkjunum handtók hann fyrir nokkrum árum. En nei. Sunna Dís Másdóttir fékk að kynnast þjófnum á dögunum, rétt fyrir útgáfu nýrrar skáldsögu hennar. Friðgeir Einarsson, kollegi hennar, hefur kafað ofan í málið. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.
Wed, October 23, 2024
Fyrir ellefu árum tóku tvær norskar unglingssystur ákvörðun um að halda til Sýrlands og giftast vígamönnum ÍSIS. Þær þurfa að svara fyrir ákvörðunina í réttarsal í Noregi næstu sex vikurnar. Voru þær virkir þátttakendur í hryðjuverkasamtökunum eða fangar án nokkurrar undankomuleiðar? Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður Rúv og Christine Svendsen fréttamaður NRK segja frá. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Tue, October 22, 2024
Hvers vegna er stigmögnun í vanda og ofbeldisbrotum ungmenna? Hvernig á að grípa í handbremsuna til að stöðva þessa þróun? Viðmælendur okkar fylgjast með vandanum úr ólíkum áttum og greina bæði versnandi ástand. Þóra Tómasdóttir ræddi við Halldór Þormar Halldórsson og Önnu Kristínu Newton.
Mon, October 21, 2024
Engin lög eða reglur gilda um það að hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum sé birt opinberlega. Sveitarfélögum er því í sjálfsvald sett hvort þau krefja kjörna fulltrúa um slíka hagsmunaskráningu eða ekki. Í þættinum var fyrir skömmu fjallað um það formaður bæjarráðs í sveitarfélaginu Ölfusi, Grétar Ingi Erlendsson, hefði vikið af fundi bæjarrstjórnar þar sem teknar voru ákvarðanir sem snertu fyrirtæki sem hann og konan hans eru stórir hluthafar í. Í ljós kom að fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórninni vissu ekki að hann væri hluthafi í þessu fyrirtæki sem ætlar að byggja 80 til 95 íbúðir í sveitarfélaginu. Í kjölfarið á þessu máli sendi Þetta helst spurningar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa til margra sveitarstjórna á suðvesturhorninu. Í ljósi kom að sum sveitarfélög eru ekki með neinar reglur um hagsmunaskráningu á meðan önnur halda skrá yfir þessa hagsmuni en birta hana ekki opinberlega. Sum sveitarfélög, til dæmis Reykjavíkurborg og Hveragerði, halda þessa hagsmunaskrá og birta hana opinberlega. Í þættinum í dag er þetta mál rætt við Björn Inga Óskarsson, lögfræðing í innviðaráðuneytinu, og Evu Marín Hlynsdóttur, sérfræðing í opinberri stjórnsýslu. Rósa Guðbjartsóttir, bæjarstjóri í Hafnarfjarðarbæ, segir einnig frá því af hverju sveitarfélagið birtir þessa hagsmunaskráningu.
Fri, October 18, 2024
Þegar fólk hættir að vinna eða upplifir hlutverkamissi í lífinu eru auknar líkur á að áfengisneysla aukist. Í þessum þætti ræðum við um hvernig aukin áfengisneysla eldri borgara birtist í heilbrigðiskerfinu. Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, hefur kynnst vandanum í sínu starfi. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Thu, October 17, 2024
Með slitum Bjarna Benediktssonar á ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna og Framsóknarflokksins lýkur sögulegu tímabili í íslenskri stjórnmálasögu. Einungis einu sinni áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn unnið með þeim flokki sem er lengt til vinstri á Alþingi. Þetta var árunum 1944 til 1947 þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Sósalístaflokkurinn ,,eyddu flokkarígnum og sameinuðu krafta sína”, eins og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það. Hann varð forsætisráðherra í Nýsköpunarstjórninni sem Alþýðuflokkurinn var einnig hluti af ásamt Sósíalistaflokknum. Líkindi þessara tveggja ríkisstjórna eru nokkur þar sem mikið traust ríkti á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokksins í þeim báðum. Ólafur Thors og formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, náðu vel saman og mikið traust ríkti á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Rætt er við Guðmund Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, um það sem er líkt með Nýsköpunarstjórninni og ríkisstjórninni sem nú er frá og Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hefur unnið með bæði Bjarna og Katrínu.
Wed, October 16, 2024
Í þessum þætti fjöllum við um hvers vegna þekktur geðlæknir var sviptur starfsleyfi sínu í fyrra. Læknirinn segist hafa verið blekktur til að skrifa uppá sterk lyf fyrir látna konu. Stofunótur og gögn frá lækninum hafa vakið upp grunsemdir rannsakenda.
Tue, October 15, 2024
Einn afdrifaríkasti atburðurinn í aðdraganda stjórnarslitanna var landsfundur VG fyrir rúmri viku. Á fundinum var samþykkt tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu næsta vor. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vissi því að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir og ákvað að slíta samstarfinu sjálfur eftir þetta. VG hafði þrjá kosti í stöðunni og valdi þennan. Í þættinum í dag er rætt við tvo meðlimi í fulltrúaráði VG um þessa atburðarás, stjórnarsamstarfið og framtíð flokksins. Þetta eru þær Álfheiður Ingadóttir, fyrrveandi þingmaður og ráðherra, og Steinunn Rögnvaldsdóttir, sem var formaður ungliðahreyfingar flokksins á sínum. Steinunn hætti í flokknum vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma en skráði sig aftur í hann fyrir skömmu. Hún lýsir því af hverju hún gerði þetta.
Mon, October 14, 2024
Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar var stödd í Kringlunni þegar Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í beinni útsendingu í gær. Við þær aðstæður hóf hún að hringja fyrstu símtölin um hvernig best sé að undirbúa kosningar. Í þessum þætti heyrum við af fyrstu verkum landskjörstjórnar, að hverju þarf að huga og hvað sé mesti höfuðverkurinn. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar.
Thu, October 10, 2024
Lettarnir Sandris Slogis og Egils Baldonis unnu hjá starfsmannaleigunni Norbygg hér á landi. Báðir lentu í erfiðleikum sem tengjast þessari vinnu þeirra fyrir Norbygg. Þessi starfsmannaleiga er skráð í Hveragerði á Suðurlandi og er í eigu lettneskrar konu sem heitir Ilona Osmana. Málefni starfsmannaleigna hafa mikið verið í umræðunni síðustu vikurnar eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um þær í lok september. Í þættinum voru meðal annars birt viðtöl við Sandris og Egils um reynslu þeirra af að vinna á starfsmannaleigu á Íslandi. Þessi starfsmannaleiga er Norbygg. Í samtali við Þetta helst segir Ilona Osmana að flestir starfsmenn Norbygg séu ánægðir í vinnunni. Hún segir að fyrirtækið hafi fengið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki, sé með jafnlaunavottun og átta ára rekstrarsögu. Illona segir að staða fyrirtækisins væri ekki svona góð ef það myndi koma illa fram við starfsfólk. Rætt er við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, og Illona Osmana í þættinum.
Wed, October 09, 2024
Miðflokkurinn mælist nú með næstum því jafn mikið fylgi og allir ríkisstjórnarflokkarnir til samans. Það er óhætt að segja að það sé létt yfir fólkinu í flokknum í þessum svakalega meðbyr. Þetta helst fylgdi þingmanninum Bergþóri Ólasyni eftir brot úr degi og fékk nasaþef af stemningunni í flokknum fyrir mikilvægan fund hans um helgina.
Tue, October 08, 2024
Þegar Rúmeninn Constantin Barbieru Manolache hætti að vinna hjá starfsmannaleigunni Seiglu í mars í fyrra fékk hann ekki greidd laun fyrir síðasta mánuðinn. Constantin hafði fengið fimm menn frá bænum sem hann kemur frá í Rúmeníu hingað til lands í vinnu. Þeir voru í sömu stöðu og Constantin og áttu inni laun hjá Seiglu sem þeir fengu ekki greidd. Constantin fann til ábyrgðar gagnvart þeim vegna þess að hann hafði fengið þá hingað til lands. Constantin segir frá reynslu sinni af Seiglu í þættinum í dag. Hann stendur nú í dómsmáli gegn fyrirtækinu og reynir að fá vangreidd laun frá því. Mál hans er fordæmisgefandi fyrir tugi annarra starfsmanna Seiglu segir lögmaður hans, Leifur Gunnarsson. Lögmaður Seiglu, Skúli Sveinsson, segir við Þetta helst að dómsmálið snúist um það álitamál hvort starfsmaðurinn hafi verið ráðinn í 70 prósent eða 100 prósent starf. Hann segir að Constantin hafi fyrir mistök verið ráðinn í 100 prósent starf samkvæmt ráðningarsamningi en að ætlunin hafi verið að hann fengi 70 prósent starf. Málefni starfsmannaleiga hafa verið mikið til umræðu í kjölfarið á umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í lok september. Starfsmannaleigan Seigla hefur ratað inn í þá umræðu vegna þessa að fjölmörg kjarabrotamál sem tengjast fyrirtækinu hafa ratað inn á borð til aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands, meðal annars Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Eins og er þá er Seigla eina starfsmannaleigan sem starfsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa rætt um opinberlega með nafni eftir Kveiksþáttinn.
Mon, October 07, 2024
Þegar lögregla var kölluð að heimili í Reykjavík í fyrra vor, vegna gruns um heimilisofbeldi, komst hún óvænt á spor svikahrapps sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Svindl hans virðist teygja anga sína um heilbrigðis- og velferðarkerfi landsins og langt út fyrir landsteinana. Svindlið hleypur á i tugum milljóna króna, það hefur kostað geðlækni læknisleyfið og útheimt óheyrilega rannsóknarvinnu. Í þessum þætti fáum við að heyra af því hvernig ára löng svikamylla hefur raknað upp. Þóra Tómasdóttir ræðir við Frey Gígja Gunnarsson fréttamann á RÚV, Ásmund Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu og þær Sigrúnu Árnadóttur og Falasteen Abu Libdeh hjá Félagsbústöðum.
Fri, October 04, 2024
34 kjarabrotamál eru opin hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf gegn starfsmannaleigunni Seiglu. Verkalýðshreyfingin hefur þurft að hafa ítrekuð afskipti af starfsmannaleigunni fyrir hönd félagsmanna sinna. Þessi afskipti hófust um vorið 2023 þegar starfsmaður Seiglu varð fyrir líkamsárás og Verkalýðsfélagið Hlíf þurfti að aðstoða hann. Síðan þá hafa tugir nýrra mála komið upp. Eigandi Seiglu og lögmaður starfsmannaleigunnar hafna ásökunum um kjarabrot gegn starfsmönnum. Í þættinum er rætt við Gundega Jaunlinina hjá Hlíf og Sögu Kjartansdóttur hjá ASÍ um málið. Lögmaður Seiglu, Skúli Sveinsson, svarar fyrir hönd starfsmannaleigunnar.
Thu, October 03, 2024
JL-húsið er eins konar minnisvarði um sögu Vesturbæjar. Það var tákn um velsæld og blómleg viðskipti en síðustu ár hefur ólukka verið yfir þessu reisulega húsi. Nú verður húsið að úrræði Vinnumálastofunar fyrir hátt í 400 flóttamenn. Þóra Tómasdóttir rifjar upp sögu hússins og ræddi við tvo fyrrum eigendur þess, Skúla í Subway og Áslaugu Thorlacius skólastjóra Myndlistarskólans.
Wed, October 02, 2024
Formaður bæjarráðs Ölfuss, Grétar Ingi Erlendssson, á hlut í eignarhaldsfélagi sem ætlar að byggja tæplega 100 íbúðir í Ölfusi. Íbúðirnar eiga að rísa á svæði sem kallast Bakkamelur. Þetta svæði liggur við veginn á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Grétar Ingi er einn af eigendum félagsins Bakkamelur ehf. sem mun standa að byggingu íbúðanna. Viðskipti og framkvæmdir þessa félags eru nú til meðferðar hjá sveitarstjórn Ölfuss en gera þarf ráð fyrir íbúðunum í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í sumar var gerð breyting á aðalskipulagi Ölfuss í bæjarstjórn þar sem gert er ráð fyrir því að fjöldi íbúða á svæðinu verði nærlega fjórfaldaður. Fjöldi íbúða á að fara úr 25 upp í allt að 95. Grétar Ingi sat þennan fund en vék af honum vegna tengsla vinnuveitanda hans, Einars Sigurðssonar, við málið, að sögn fulltrúa í minnihlutanum Í Ölfusi. Grétar Ingi segir að hann hafi ekki talið þörf á því að tilgreina sérstaklega að hann væri hluthafi í félaginu. Hann hafi talið nóg að segja að hann tengdist félaginu. Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi vissu ekki að Grétar Ingi væri hluthafi í félaginu þegar þeir greiddu atkvæði með breytingunni á aðalskipulaginu. Rætt er við Grétar Inga, Gunnstein Ómarsson, Elliða Vignisson, Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur og Eirík Vigni Pálsson um þetta mál.
Tue, October 01, 2024
Kvikmyndagerðarfólk segir fögur fyrirheit menningarmálaráðherra um meiri pening í kvikmyndasjóð hafi verið svikin. Þau telja að núverandi styrkjafyrirkomulag þjóni þörfum erlendra kvikmyndarisa en geri útaf við innlenda kvikmyndagerð og útiloki frumsköpun á íslensku efni. Þau hafa áhyggjur af True Detectice-áhrifunum. Við ræðum málið við Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra og kvikmyndaframleiðendurna Hilmar Sigurðsson og Göggu Jónsdóttur.
Mon, September 30, 2024
Bifreiðaumboðið Brimborg fékk rúmlega 100 milljónir króna af þeim 510 sem íslenska ríkið veitti nýlega fyrirtækjum í ríkisstyrki til rafbílakaupa. Þá fær Brimborg líka stóran hluta af styrkjunum með óbeinum hætti þar sem stór hluti af fyrirtækjunum sem fá styrkina ætla að kaupa rafbíla af þessu umboði. Um er að ræða ríkisstyrki vegna kaupa á rafmagns vörubílum í atvinnuskyni. Samtals eru veittir styrkir vegna kaupa á 87 bifreiðum. Tilgangurinn er að ýta undir umhverfisvernd og orkuskipti með því að stuðla að aukinni notkun rafbíla í atvinnuskyni. Rætt er við Björn Kristjánsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um málið en hann er gagnrýninn á fyrirkomulag styrkjanna og telur of fá fyrirtæki hafa setið að þeim. Einn af styrkþegunum, Björn Eydal Davíðsson, lýsir því sömuleiðis hvernig hann fékk rafbílastyrkinn. Egill Jóhannsson hjá Brimborg svarar því af hverju styrkirnir eru mikilvægir.
Fri, September 27, 2024
Puff Daddy, eða Sean Combs eins og hann heitir, er ákærður fyrir að hafa í áraraðir stundað skipulagða glæpastarfsemi, mansal og kynlífsþrælkun. Saksóknari í New York segir hann hafa notað viðskiptaveldi sitt, Combs Enterprise, til að fremja brotin og hylma yfir þau. Árni Matthíasson tónlistarspekúlant hefur fylgst náið með málinu og telur litlar líkur á að Puff Daddy verði frjáls á ný. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.
Thu, September 26, 2024
Hvers vegna stigmagnast átökin milli Hezbollah og Ísraela nú? Við heyrum af því sem mótar líf fólks í Líbanon, hvaða áhrif sprengjuregn Ísraela hefur á þjóðina og hvernig málin blasa við frétta- og mannúðarstarfsfólki. Þóra Tómasdóttir ræddi við Láru Jónasdóttur frá Læknum án landamæra, Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamann Rúv og Antoun Issa fyrrum fréttamann The Guardian.
Wed, September 25, 2024
Í dag fjöllum við um misbresti í rekstri og regluverki í íslenskri ferðaþjónustu og áhrif þessa á starfsfólk í greininni. Fjallað hefur verið um þetta efni út frá mismunandi vinklum í síðustu tveimur þáttum. Ferðaþjónustufyrirtækið Reykjavík Outventure varð gjaldþrota fyrr á árinu. Gjaldþrot félagsins er upp á um 90 milljónir króna, segir skiptastjórinn Helga Vala Helgadóttir. Eftir situr starfsfólk, aðallega verktakar, sem eiga háar kröfur á hendur félaginu. Eigandi ferðaþjónustunnar er með sams konar fyrirtæki í rekstri í öðru félagi sem heitir líku nafni og hið gjaldþrota félag. Rætt er við tvo stéttarfélagsmenn úr ferðaþjónustunni, Jón Pál Baldvinsson og Halldór Kolbeins, sem tala um svörtu sauðina í greininni og svo meirihlutann sem stendur sig vel.
Tue, September 24, 2024
Ekkert lát er á fréttum af brotum á erlendu starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði. Launaþjófnaður, hótanir og skipulögð brotastarfsemi þrífst í byggingageiranum, ferðaþjónustu og veitingageira. Þóra Tómasdóttir ræðir við Finnbjörn Hermannsson forseta ASÍ um síbrotamenn og leiðir að bættum vinnumarkaði.
Mon, September 23, 2024
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um einstakt mál sem komið er fyrir félagsdóm. Málið snýst um hótun eiganda ferðaþjónustufyrirtækis í garð spænsks starfsmanns þess. Í spjalli á samfélagsmiðlinum Slack var starfsmanninum hótað brottrekstri ef hann gengi í stéttarfélag. Slíkar hótanir kallast union busting á ensku eða niðurbrot á stéttarfélagi á íslensku. Hið meinta brot í málinu snýr að því að óheimilt er að banna starfsmanni fyrirtækis að ganga í stéttarfélag. Þetta mál er birtingarmynd stórfelldra réttindabrota sem eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu. Rætt er við framkvæmdastjóra Verkalýðsfélags Suðurlands sem höfðar málið, Guðrúnu Elínu Pálsdóttur, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem einnig hefur haft afskipti af sama ferðaþjónustufyrirtæki vegna meintra réttindabrota. Þá er einnig rætt við Sumarliða Ísleifsson, sem skráði sögu ASÍ, um söguleg dæmi um sams konar réttindabrot. Bandaríski hamborgarastaðurinn McDonalds tengist sögunni sem Sumarliði segir.
Fri, September 20, 2024
Í vikunni var héraðslæknir í litlu byggðinni Frosta, norður af Þrándheimi í Noregi, ákærður fyrir nauðganir gegn 88 konum. Konurnar voru sjúklingar mannsins og við þær aðstæður tók hann yfir sex þúsund klukkustundir af myndefni af konunum. Við ræðum málið við Henning Levold fréttamann NRK og heyrum lýsingar af samfélaginu frá Rósbjörgu Rósenberg sem bjó í Frosta fyrir skömmu.
Thu, September 19, 2024
Á þessum árshelmingi og fyrri hluta 2025 munu tæplega 350 milljarðar af húsnæðislánum losna undan vaxtabindingu. Þetta er um fjórðungur af öllum þeim sem eru með húsnæðislán á Íslandi. Um er að ræða fólk sem festi hjá sér vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum þegar stýrivextir voru miklu lægri en þeir eru núna. Fjallað er um stöðu þessa stóra hóps í þættinum í dag. Hvað ætlar hann að gera þegar vextirnir hjá honum losna? Við ræðum málið við Steinunni Bragadóttur, hagfræðing hjá ASÍ, Gunnar Bjarna Viðarsson hjá Arion banka og Ölmu Mjöll Ólafsdóttur sem upplifði panikk þegar hún áttaði sig á því að húsnæðislánið hennar var að fara úr 4,4 og upp í 10,75 prósent vexti.
Wed, September 18, 2024
Hæglega má fullyrða að á Íslandi sé ópíóíðafaraldur. Viðmælendur okkar í dag benda á að lítið sé talað um er ofbeldið sem verður daglegt brauð í lífi þeirra sem glíma við slíka fíkn. Við heimsækjum konu sem þekkir það af eigin raun. Hún segir neysluna harðari en áður, hnífaburður sé algengari og sífellt yngra fólk ánetjist efnunum á örskotsstundu. Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur í nýju neyslurými, tekur undir það.
Tue, September 17, 2024
Stéttarfélagið Efling stóð fyrir mótmælum fyrir framan veitingastaðinn Ítalíu í lok síðustu viku. Tilgangurinn var að mótmæla launaþjófnaði gegn starfsfólki sem stéttarfélagið segir að fari fram þar. Samkvæmt heimildum þá hefur Efling opnað rúmlega 20 mál fyrir hönd félagsmanna sinna gegn Ítalíu og öðrum veitingahúsi sem er í eigu sama fyrirtækis, Antico. Í Þetta helst í dag ræðir Ingi Freyr Vilhjálmsson við Slóvakann Erik Kristovco sem starfaði á veitingahúsinu Antico. Hann segist ekki hafa fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð sinn þar auk þess sem hann hafi fengið 500 þúsund skattaskuld í bakið vegna ofnýtts persónuafsláttar. Einnig er rætt við Halldór Oddsson, sviðsstjóra vinnuréttarmála hjá ASÍ, um málið og réttindabrot í íslenskri ferðaþjónustu og hvað sé til ráða.
Mon, September 16, 2024
Í þessum þætti höldum við áfram að ræða um hið risastóra fjall af fötum og textíl sem safnast upp á Íslandi. Því neysla Íslendinga á fatnaði er svo gígantísk að við skerum okkur úr hópi annarra þjóða. Sorpa fær nú það verkefni að taka við fataúrgangi höfuðborgarbúa. Við ræðum við Gunnar Dofra Ólafsson samskiptastjóra Sorpu og Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur sem hefur skoðað skaðsemi hraðtískunnar. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Fri, September 13, 2024
Við heimsækjum fataflokkun Rauða krossins og skoðum magnið sem þjóðin hendir af textíl. Við ræðum við Guðbjörgu Rut Pálmadóttur sem hefur staðið við færibandið og flokkað föt í tólf ár. Þorbjörg Sandra Bakke, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir brýnna að skrúfa fyrir kranann en að ræða um hvernig best sé að endurnýta fatafjallið sem safnast upp hér á landi. Þóra Tómasdóttir ræddi við þær.
Thu, September 12, 2024
Mikill skortur er á leiguíbúðum víða á landsbyggðinni. 31 sveitarfélag stofnaði óhagnaðardrifið íbúðafélag, Brák, til að tryggja framboð á leiguíbúðum fyrir tekju- og eignalitla. Brák hefur hins vegar ekki náð að klára þær íbúðir sem félagið lofaði að byggja. Staðan hefur haft àhrif á marga. Einn þeirra er Hilmar Þór Baldursson á Egilsstöðum Ingi F. Vilhjálmsson ræðir við hann og Einar Georgsson, framkvæmdastjóra Brákar, um íbúðafélagið. Einnig er rætt við Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra Múlaþings.
Tue, September 10, 2024
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um hættur sem steðja að íslenskum landbúnaði. Meðal annars í hrossa- og sauðfjárrækt, laxeldi í sjókvíum og eldi á hafbeitarlaxi. Fjallað er um nýja Landsáætlun erfðanefndar landsbúnaðarins. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við formann nefndarinar, Árna Bragason, sem lýsir áætluninni og áhyggjum sínum af því græðgi við ræktun og eldi á dýrum á Íslandi geti orðið umhyggju fyrir náttúrunni yfirsterkari.
Mon, September 09, 2024
Fjöldamótmæli voru í borginni Sao Paulo í Brasilíu um helgina. Í mótmælunum voru stuðningsmenn fyrrverandi forsetans Jair Bolsonaro meðal annars að láta í sér heyra vegna lokunar á samskiptaforritinu X, áður Twittter. Mótmælin eru enn ein birtingarmynd þeirrar miklu skautunar sem hefur átt sér stað í brasilískum stjórnmálum á liðnum árum. Á sitt hvorum pólnum eru núverandi forseti Lula og Bolsonaro. Rætt er við Hólmfríði Garðarsdóttur og Luciano Dutra um stöðuna sem kom er upp í stjórnmálum landsins.
Fri, September 06, 2024
79 banaslys hafa orðið vegna dráttavéla eða tengdra tækja í landbúnaði á Íslandi. Banaslys vegna dráttarvéla voru þrisvar sinnum algengari meðal barna en fullorðinna. Slysin urðu flest í kringum 1960-70 fyrir tíma áfallahjálpar. Því má ætla að fæstir hafi unnið úr þeim áföllum sem fylgdu dráttarvélaslysunum. Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði barna, sagði frá rannsóknum sínum á dráttarvélaslysum á Íslandi. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Thu, September 05, 2024
Í þessum þætti ræðum við um Gíneu Bissá, lítið land í vestur-Afríku sem er á topp tíu lista yfir lönd sem fæstir ferðamenn heimsækja. Hjónin Geir Gunnlaugsson læknir og Jónína Einarsdóttir mannfræðingur hafa verið með annan fótinn í Gíneu Bissá í rúm 40 ár. Þar hafa þau eignast góða vini, alið upp börn sín og stundað rannsóknir á ýmsum mannlegum málefnum. Við heyrum líka af kynnum þeirra af hljómsveitinni Super Mama Djombo. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Wed, September 04, 2024
Í þessum þætti förum við eftir nýlögðum klettastíg sem reistur hefur verið um Fálkaklett í Esjunni. Stígurinn er í anda hinna ítölsku via ferrata leiða sem fyrst voru lagðar um klettabelti alpanna fyrir nokkur hundruð árum siðan og voru m.a. mikilvægar flóttaleiðir á stríðstímum. Það sem byrjaði sem galin og óraunhæf hugmynd vatt fljótt uppá sig. Ekki síst eftir að Haraldur Örn hafði samband við Fjallafélagann og þúsund þjalasmiðinn Stein Hrút Eiríksson. Þóra Tómasdóttir slóst með þeim í för.
Tue, September 03, 2024
Samtal hjónanna Lotta Maríu Ellingsen og Hans Tómasar Björnssonar við eldhúsborðið heima hjá þeim leiddu þau af stað í þróun á snjallforriti sem vonandi getur greint erfðasjúkadóma úr fingraförum fólks. Þau eru bæði prófessorar við Háskóla Íslands, hún er sérfræðingur í læknisfræðilegum myndgreiningum og hann í barnalækningum og erfðafræði. Nú hafa rannsóknir þeirra og samstarf við aðra vísindamenn getið af sér lofandi niðurstöður, ritrýnda vísindagrein og einkaleyfi á tækninni.
Mon, September 02, 2024
Rúm tíu ár eru liðin frá því að fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum, Andemariam Beyene, lést. Hann var búsettur á Íslandi þegar hann var sendur til Svíþjóðar til að fá læknismferð vegna krabbameins í hálsi. Eftir að aðgerðin var gerð kom í ljós að hún hafði aldrei verið reynd á dýrum áður en hún var prófuð á mönnum. Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var dæmdur í fangelsi vegna plastbarkamálsins í fyrra. Ekkja Andemariams, Mehrawit, hefur reynt að fá skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna málsins. Embætti ríkislögmanns hafnaði skaðabótakröfu hennar nú í sumar. Lögmaður hennar ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Við heyrum frá Mehrawit og ræðum við lögmann hennar og sænskan rannsóknarblaðamann um málið.
Fri, August 30, 2024
Sviplegt dauðsfall ungs manns sem lést af völdum voðaskots þegar hann var við gæsaveiðar við Hálslón, lagðist þungt á íbúa í heimabæ hans, Neskaupstað. Sama dag og haldin var minningarstund um hann var greint frá því að eldri hjón hafi fundist látin á heimili sínu í bænum. Lögregla handtók heimamann sem grunaður er um að vera valdur að dauða þeirra. Við heyrum hvernig fólki er rétt hjálparhönd í slíkum aðstæðum. Þóra Tómasdóttir ræddi við Benjamín Hrafn Böðvarsson prest í Norðfjarðarsókn og Sigurlín Kjartansdóttir yfirsálfræðing á Heilbrigðisstofnun Áusturlands.
Thu, August 29, 2024
Venesúelabúinn José Daniel beið í tæp tvö ár eftir svari við því hvort hann fengi leyfi til að setjast að á Íslandi. Hann vann fyrir sér á meðan með því að tína dósir í Reykjavík. Í sumar fékk hann svo loks mannúðarleyfi í eitt ár og fær að setjast hér að - að minnsta kosti um tíma. Hann segir sögu sína. José talar um ófremdarástandið í Venesúela, hvernig fjögurra dóttir hans er eftir hjá ömmu sinni í heimalandinu, hversu mjög hann elskar öryggið á Íslandi, gleðina sem hann upplifir við að vera kominn með vinnu, að hann vilji búa á Íslandi til frambúðar og helst láta jarða sig hér. Umsjón hafa Þóra Tómasdóttir og Ingi Freyr Vilhjálmsson.
Wed, August 28, 2024
Um 50 börn á Íslandi sem glíma við offitu eru á þyngdarstjórnunarlyfjum á borð við Ozempic og Wegovy. Tryggvi Helgason barnalæknir annast meðferð hluta þessara barna. Að hans mati er hún allt að því byltingakennd aðferð í meðhöndlun á alvarlegri offitu. Hann telur að Embætti landlæknis hafi dregið lappirnar í viðbragði við mikilli aukningu offitu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis er ósammála og segir mikilvægt að nálgast viðfangsefnið af nærgætni við þau sem glíma við offitu. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.
Tue, August 27, 2024
Að reka veitingastað í Reykjavík í dag er eins og að spila erfiðan tölvuleik segir Hrefna Sætran á Fiskmarkaðnum. Gunnar Karl Gíslason, sem rekur Dill, segir að markaðurinn á Íslandi sé erfiðari en á hinum Norðurlöndunum. Jón Mýrdal á Kastrup kallar eftir því að skyndibitastaðir og vegasjoppur girði sig í brók og lækki verð. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson og Þóra Tómasdóttir.
Mon, August 26, 2024
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um rekstrarumhverfi veitingahúsa í Reykjavík. Gjaldþrot í bransanum hafa aukist á síðustu tveimur árum og veitingastaðir koma og fara ört. Rætt er við Jón Mýrdal veitingamann á Kastrup og Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson og Þóra Tómasdóttir.
Fri, August 23, 2024
Í þessum þætti ætlum við að ræða um drykkjuskap og fyllerí. Því drykkjuvenjur Mímis Kristjánssonar, hins hálf íslenska þingmanns norska sósíalistaflokksins Rautt, hefur heldur betur orðið að umtalsefni í norskum fjölmiðlum að undanförnu. Þóra Tómasdóttir ræddi við Atla Stein Guðmundsson sem er blaðamaður Morgunblaðsins í Noregi.
Thu, August 22, 2024
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að stýrivextir verði óbreyttir í 9,25 prósentum. Vextirnir hafa verið óbreyttir í heilt ár. Verðbólga hefur hjaðnað talsvert frá því hún náði hámarki í 10,2 prósentum í febrúar í fyrra og stendur nú í 6,3 prósentum. Tveir hagfræðingar ræða um þessa ákvörðun Seðlabanka Íslands. Þeir benda meðal annars á að svo margir hafi fært sig yfir í verðtryggð lán og stýrivextirnir bíti ekki á þennan hóp. Stýrivextir hér á landi eru þeir fimmtu hæstu í Evrópu. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við Ólaf Margeirsson og Róbert Farestveit um stýrivaxtaákvörðunina.
Wed, August 21, 2024
Fótboltaferill Bjarka Más Ólafssonar tók skjótan endi þegar hann greindist átján ára gamall með alvarleg hjartavandamál. Þá sneri hann sér að þjálfun og síðar umboðsmennsku fyrir aðra leikmenn. Nú starfar hann hjá belgísku umboðsskrifstofuni Stirr Associates og aðstoðar íslenska og erlenda fótboltamenn við að elta drauma sína á hæsta stig íþróttarinnar. Þóra Tómasdóttir ræddi við Bjarka Má Ólafsson og Heimi Hallgrímsson þjálfara.
Tue, August 20, 2024
Landeldisfyrirtækið First Water stendur fyrir dýrustu einkaframkvæmd Íslandssögunnar í Ölfusi. Fyrirtækið gerir athugasemdir við risavaxna mölunarverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg. Þess vegna er málið í algjörri biðstöðu og óljóst hvort mölunarverksmiðjan verði byggð. Ingi Freyr Vilhjálmsson talaði við Þorstein Víglundsson talsmann Heidelberg og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa í Ölfusi.
Mon, August 19, 2024
Ríkisendurskoðun hefur á ný hafið úttekt á Sjúkratryggingum Íslands. Á sama tíma hefur eftirlitsdeild Sjúkratrygginga verið lögð niður. Fjölmörgum spurningum um starfsemina er ósvarað og forstjórinn vill ekki veita viðtal. Styrr hefur staðið um stofnunina í áraraðir. Fyrrum forstjóri sagði upp störfum með eftirminnilegum hætti í fyrra. Ingi Freyr skýrir stöðuna.
Fri, August 16, 2024
Enn er frjór jarðvegur fyrir mótmæli og óeirðir á Norður-Írlandi þar sem þjóðin er enn í sárum eftir áratuga löng og blóðug átök. Það birtist okkur á liðnum vikum í harkalegum mótmælum sem brutust út vegna upplýsingaóreiðu á netinu. Sólveig Jónsdóttir rithöfundur lýsir ástandinu sem ungir Norður-Írar hafa alist upp í. Birta Björnsdóttir fréttamaður RÚV segir frá því sem kveikti í mótmælunum á Bretlandseyjum. Þóra Tómasdóttir talaði við þær.
Thu, August 15, 2024
Matvælastofnun Noregs hefur sektað norska laxeldisfyrirtækið Leroy fyrir gróft brot á lögum um velferð dýra. Hvað gerir íslenska Matvælastofnunin til að koma í veg fyrir að sambærileg slys eigi sér stað í sjókvíaeldi á Íslandi? Norsk laxeldisfyrirtæki eiga meirihluta í íslensku sjókvíaeldi. Þetta helst ræðir við forstjóra MAST, Hrönn Jörundsdóttur, og dýralækninn Egil Steingrímsson sem mun taka við eftirliti MAST með laxeldi í næsta mánuði. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson og Þóra Tómasdóttir
Wed, August 14, 2024
Harkaleg mótmæli brutust út í Venesúela eftir forsetakosningarnar þar í lok júlí. Sitjandi forseti, Nicolás Maduro, lýsti yfir sigri en stjórnarandstaðan segir mótframbjóðandann, Edmundo Gonzalez, réttmætan sigurvegara. Ingi Freyr Vilhjálmsson er nýr umsjónarmaður Þetta helst og þekkir landið vel. Hann skýrir frá ástandinu eftir kosningar og ræðir við Venesúelabúa á Íslandi.
Tue, August 13, 2024
Það sem fyrir mánuði síðan leit út fyrir að vera öruggt tap Joe Biden, og öruggur sigur Trumps í kapphlaupinu um forsetastólinn í Bandaríkjunum, hefur snúist í óvænta átt. Varaforsetaefni Harris, Tim Walz, virðist ganga fantavel að skapa stemningu fyrir framboði þeirra á meðan varaforsetaefni Trump, J.D. Vance, virðist ganga ögn verr að ná til almennings. Þóra Tómasdóttir ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.
Mon, August 12, 2024
Hvernig tekst ríkisstjórnarflokkunum að halda saman þegar einn þeirra virðist vera að þurrkast út af þingi? Hvernig á að höggva á hnútana í þeim stóru málum sem þeir eru algjörlega óssamála um. Hverjir þurfa skipta um forystu og hvaða leiðir verða farnar til að manna efstu sæti framboðslista? Þóra Tómasdóttir ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttamann RÚV, og félagana Þórhall Gunnarsson og Andrés Jónsson sem fara af stað með nýtt hlaðvarp um stjórnmál í þessari viku.
Fri, June 28, 2024
Brotamenn á Íslandi virðast hafa greiðan aðgang að sérfræðingum sem aðstoða þá við peningaþvætti. Þetta kemur fram í síðasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis. Og þetta þekkir Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara. Hann vinnur við það alla daga að rekja upp svikamyllur eins og fjallað er um í dönsku heimildarþáttunum Svarti svanurinn. Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.
Thu, June 27, 2024
Félagið Náttúrugrið er með til skoðunar að senda erindi vegna framkvæmda til stækkunar íshella á Breiðamerkurjökli í Vatnajökulsþjóðgarði, sem greint var frá í þættinum í gær og hefur falið lögfræðingi að skoða málið. Til álita er bæði að kanna meint brot á náttúruverndarlögum og lögum um þjóðgarðinn. Þá lætur félagið einnig skoða hvort óhóflegar framkvæmdir við íshella gætu krafist þess að sótt sé um framkvæmdaleyfi, en slíkt myndi heyra undir skipulagsyfirvöld og þar með sveitarstjórn á svæðinu. Í þættinum Þetta helst í gær var greint frá því að styr stæði um framkvæmdir sumra ferðaþjónustufyrirtækja innan Vatnajökulsþjóðgarðs við íshella í Breiðamerkurjökli sem eru gerðar í því skyni að auka aðgengi að þeim. Í vetur hafa 195 þúsund manns heimsótt íshelli á jöklinum, og tímabilið sem farið er í íshellana hefur verið að lengjast. Eftirspurnin er mikil og í gær var rætt við Írisi Ragnarsdóttur Pedersen jöklaleiðsögumann sem gagnrýndi það sem hún kallar manngerða hella innan þjóðgarðs. Verið sé að ganga um of á náttúrúna í nafni fjöldaferðamennsku og hagnaðar. Þá var talað við Steinunni Hödd Harðardóttur þjóðgarðsvörð í Vatnajökulsþjóðgarði, sem sagði að ábendingar hefðu borist um framkvæmdir og notkun véla sem ekki væru leyfi fyrir, en að ekki hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða. Eftir því sem við komumst næst eru notuð logsuðutæki, keðjusagir, brothamrar og önnur verkfæri sem sum eru drifin áfram af dísilrafstöðvum sem látnar eru ganga innan þjóðgarðsins, jafnvel á sama tíma og fólk er þar að njóta náttúrunnar. Haukur Ingi Einarsson jöklaleiðsögumaður sem skipuleggur ferðir á Breiðamerkurjökul segist vilja horfa á málin í stærra samhengi. Hann er til viðtals í þættinum. Einnig er rætt við Stephan Mantler jöklaleiðsögumann. Í þættinum í gær var vikið að því að á Breiðamerkurjökli er ákveðin skipting í austur og vestur. Á vestursvæðinu starfa aðallega þrjú fyrirtæki, þau stærstu. Á austursvæðinu eru mörg af smærri fyrirtækjunum, en alls eru 29 fyrirtæki með leyfi til jöklaferða innan þjóðgarðsins. Stærri fyrirtækin hafa varið fjármunum og mannskap í að auka aðgengi og það eru þær framkvæmdir, sem Haukur Ingi kallar ofsafengna aðgengisvinnu, sem í raun skapa þessa skiptingu. Eyrún Magnúsdóttir hefur umsjón með þættinum.
Wed, June 26, 2024
Íshellaferðir á Breiðamerkurjökli, og raunar víðar, njóta mikilla vinsælda. Myndbönd innan úr fagurbláum íshellum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum og eftirspurn eftir ferðunum er mikil. Samkvæmt talningu Vatnajökulsþjóðgarðs hafa 195 þúsund manns farið í íshellaferð í vetur. Ekki er hægt að fara í íshella árið um kring, og ekki er alltaf hægt að segja til um hvenær þeir eru tilbúnir og hvenær þarf að loka þeim. Reyndir jöklaleiðsögumenn sem Þetta helst hefur rætt við segja að ekki sé ráðlegt að lofa ferðum í íshella, nema mögulega á tímabilinu frá desember og fram í mars. Nú er þó svo komið að sum fyrirtæki, einkum stærri fyrirtæki í þessum bransa, auglýsa og selja ferðir á Breiðamerkurjökli langt fram í tímann og teygja tímabilið yfir í að ná frá október og fram í júní. Séu náttúrulegir íshellar ekki klárir á þessum tíma þá sé farið í framkvæmdir til að stækka hellana, búa til aðgengi eða jafnvel búa til hella, en fyrir því eru engin leyfi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta vekur upp spurningar um hversu mikið inngrip er eðlilegt? Má bræða jökul og höggva í hann í nafni aðgengis og þess að lengja íshellatímabilið? Íris Ragnarsdóttir Pedersen er til viðtals í þættinum. Hún situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, Association of Icelandic Mountain Guides, skammstafað AIMG. Hún er sjálf menntuð í jöklaleiðsögn og býr á Svínafelli í Öræfum. Hún telur að of langt hafi verið gengið til að halda íshellunum opnum lengur og telur þjóðgarðinn verða að grípa inní. Segir hún að margir jöklaleiðsögumenn séu hugsi yfir þróuninni í íshellaferðum á Breiðamerkurjökli. Til þess að fá leyfi til að selja íshellaferðir eða jöklaferðir innan þjóðgarðsins þarf sérstakt leyfi. Fyrirtæki þurfa vera með ákveðnar tryggingar, njóta samþykkis Ferðamálastofu, hafa sett sér umhverfisstefnu og vera með öryggisáætlun. Alls eru 29 fyrirtæki með leyfi til að bjóða íshellaferðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs, þar af 25 sem eru virk. Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og rætt er við hana í þættinum. Á Breiðamerkursandi er atvinnutengd starfsemi umfangsmeiri en víðast hvar annars staðar innan þjóðgarðsins. Hún segist telja að íshellatímabilið á Breiðamerkurjökli sem nú er að klárast hafi gengið nokkuð vel. Hún segir að þjóðgarðurinn hafi fengið ábendingar um að skipuleggjendur ferða hafi gengið lengra en áður í framkvæmdum á jöklinum en engar umsóknir hafa fengið um leyfi til framkvæmda. Ólíkt virðist komið fyrir svæðum á austanverðum og vestanverðum Breiðamerkurjökli. Austan megin hefur að sögn ekki verið gengið meira á náttúruna en tíðkast hefur á fyrri árum, en það eru aðallega smærri fyrirtæki að störfum, mikið til rekin af heimamönnum. Stærstu fyrirtækin starfa vestan megin og þau eru með fjölmennari ferðir, sum fara með allt að 700 manns á dag í íshellaferð, og það er á því svæði sem jöklaleiðsögumenn telja að of langt hafi verið gengið. Umsjón með þættinum hefur Eyrún Magnúsdóttir
Tue, June 25, 2024
Margt ungt fólk leitar af landsbyggðinni inn í höfuðborgina til að mennta sig og komast í störf sem því þykir áhugaverð. Í þessum þætti er rætt við ungt fólk sem velur að flytja úr höfuðborginni og út á land. Þau kunna að meta lífsgæðin í smábæum þar sem er minna stress og minni tími fer í leiðinlegar bílferðir á milli daglegra viðkomustaða. Hólmfríður Rut Einarsdóttir flutti með sína fjölskyldu á Egilsstaði en Auðunn Haraldsson stefnir á flutninga með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Mon, June 24, 2024
Nvidia er nú orðið verðmætasta fyrirtæki heims. Gervigreindarbyltingin er á fullri ferð, en fréttir síðustu daga benda til þess að leið gervigreindar sé ekki endilega bein leið. Það eru vissulega stórir sigrar, eins og ævintýralegt hlutabréfaverð Nvidia, fyrirtækis sem framleiðir íhluti fyrir þróun gervigreindar, en það eru líka sorgir. Skyndibitarisinn McDonalds bakkaði á dögunum út úr samstarfi við IBM, frumkvöðul á sviði gervigreindar, um þróun á tölvusvörun með gervigreind fyrir sjálfsafgreiðslu. Þróunin hafði ekki skilað nægilega miklum árangri. Nvidia er alþjóðlegt tæknifyrirtæki með aðsetur í Kalíforníu í Bandaríkjunum sem framleiðir sérstakar flögur sem notaðar eru í tölvur sem keyra áfram gervigreind. Í þættinum verður til nýyrðið spunaflögur yfir það sem Nvidia framleiðir, en vörur fyrirtækisins má segja að keyri áfram gervigreindarbyltinguna. Bandaríkjamenn róa nú að því öllum árum að fá framleiðslu á þessum mikilvægu flögum til sín í stað þess að framleiðslan fari fram í Taívan. Eyrún Magnúsdóttir fjallar um stöðu í gervigreindarbyltingunni, sorgir og sigra og ræðir við Brynjólf Borgar Jónsson framkvæmdastjóra Datalab.
Fri, June 21, 2024
Fyrir tveimur árum var El Salvador hættulegasta land í heimi með hæstu morðtíðni veraldar. Síðan hefur morðtíðnin hríðfallið en í staðinn er El Salvador það land í heiminum með hlutfallslega flesta þegna sína í fangelsi. Íslendingurinn Jón Þór Ólafsson var myrtur á hrottafenginn hátt af gengjameðlimum þar í landi árið 2006. Samstarfsmenn hans segja okkur frá andrúmsloftinu í landinu ógninni af gengjunum. Hólmfríður Garðarsdóttir sérfræðingur í rómönsku Ameríku segir frá því upp úr hverju gengjamenningin sprettur.
Thu, June 20, 2024
Claudia Sheinbaum varð í byrjun júní fyrsta konan sem er kjörin forseti Mexíkó. Aldrei áður hefur forseti þar í landi náð kjöri með jafnmörgum atkvæðum. Yfir 35 milljónir atkvæða með nafni Sheinbaum, komu upp úr kjörkössunum og hún hlaut yfir sextíu prósent atkvæða. Næsti frambjóðandi, stjórnmálakonan Xochitl Galvez, var ekki einu sinni hálfdrættingur á við Sheinbaum, hlaut innan við 30 prósent atkvæða. Sheinbaum er með doktorsgráðu og hefur sérhæft sig í loftslagsmálum. Hún er virt vísindakona, er af gyðingaættum og hóf feril sinn í stjórnmálum sem yfirmaður umhverfismála, eða nokkur konar umhverfisráðherra Mexíkóborgar, þar sem hún átti síðar eftir að verða borgarstjóri. Hún er náinn samstarfsmaður fráfarandi forseta, Manuels Lopez Obradors, og hefur sagst ætla að halda áfram á braut aukinnar velferðar og jöfnuðar í landinu. Og hún segist ætla að vinna gegn ofbeldi gegn konum, sem er útbreitt í landinu, og fækka glæpum, meðal annars með því að tryggja að þeim sem brjóta af sér, verði refsað. Verkefnin eru því ærin. Claudia Sheinbaum tekur við embætti forseta Mexíkó 1. október . Þá verður að koma í ljós hvernig til tekst við að berjast gegn spillingu, ofbeldi og glæpum, setja umhverfið á oddinn, minnka fátækt, halda úti sanngjörnu skattkerfi og bæta kjör mexíkósku þjóðarinnar. Forseti Mexíkó má aðeins sitja eitt sex ára kjörtímabil og Sheinbaum hefur því tíma til ársins 2030 til að koma sínum baráttumálum til leiðar. Eyrún Magnúsdóttir fjallar um kjör Sheinbaum, stöðu hennar og verkefnin framundan í þættinum. Til viðtals er Tania Zarak Quintana, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunar hjá True North og stjórnandi hlaðvarpsins Cable a Tierra, þar sem fjallað er um málefni Mexíkó meðal annars, en hún er vongóð um að nýr forseti sé tákn um jákvæðar breytingar í heimalandinu. Þá er rætt við Gunnvöru Rósu Eyvindardóttur alþjóðastjórnmálafræðing og kennara en hún segir kjörið marka ákveðin tímamót og líklegt að Sheinbaum verði fyrirmynd annarra kvenna í Mexíkó líkt og Vigdís Finnbogadóttir varð hér á landi þegar hún var kjörin forseti fyrst kvenna. Marta Quintana de Zarak er ljósmyndari og býr í Mexíkó. Hún telur Sheinbaum færa fólkinu í Mexíkó von og segist telja að henni muni takast að draga úr spillingu í landinu.
Wed, June 19, 2024
Alvarlegt rútuslys við Öxnadalsheiði á föstudag, varð til þess að miklum umferðarþunga var beint frá þjóðvegi eitt og um Tröllaskagann. Á þeim kafla eru tvenn einbreið jarðgöng og vegkaflar sem stundum eru sagðir þeir hættulegustu á landinu. Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar og Guðjón M. Ólafsson formaður bæjarráðs Fjallabyggðar hafa áhyggjur af öryggi vegfarenda. Þóra Tómasdóttir talaði við þá.
Tue, June 18, 2024
EFTA-dómstóllinn gaf álit á dögunum um að skilmálar lána sem bera breytilega vexti séu ekki nægilega skýrir. Álitið snýr annars vegar að máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka og hins vegar máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka og Landsbankanum. Í öllum tilvikum snúast málin um það hvort skilmálar lána, bæði neytendalána og fasteignalána, séu nægilega skýrir. Neytandinn hringir ekki bankann og segist vilja lækka vextina, en bankinn getur ákveðið að hækka þá. Og þá skiptir öllu máli að það sé ljóst við hvaða aðstæður má breyta - og að neytandi geti sannreynt að breytingarnar eigi sér stoð í upphaflegum skilmálum lánsins. Vextir af fasteignalánum eru líklega sú breyta í heimilisbókhaldinu sem hefur hvað mest áhrif á rekstur heimilisins. Að taka lán með breytilegum vöxtum þýðir meiri sveiflur, minna öryggi. Ef vextir breytast, þá þýðir það oftast hækkun, þá aukast útgjöld heimilisins og minna verður eftir fyrir allt hitt. Neytandi á að geta séð fyrir við hvaða aðstæður vextir breytast, enda er eðli lána með breytilegum vöxtum slíkt að lánveitandinn er einráður um breytingarnar. Álit EFTA-dómstólsins fjallar að miklu leyti um orðnotkun. Þess vegna skiptir máli hvernig skilmálar eru orðaðir. EFTA dómstóllinn er mjög skýr í sinni niðurstöðu. Neytandi þarf að fá allar upplýsingar fyrirfram. Banki má, samkvæmt dómstólnum, ekki leyfa sér orðalag eins og “meðal annars” eða “og/eða” eða setja “og svo framvegis” í lok upptalningar. Þetta telur dómstóllinn einfaldlega ekki nógu skýrt. Upptalning á því við hvaða tilefni, hvenær og af hvaða ástæðum nákvæmlega banki muni breyta vöxtum á láni með breytilegum vöxtum á að vera tæmandi, ekki opin. Skilmálar eins og þeir sem deilt er um í málunum verða að teljast óréttmætir ef þeir valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila samkvæmt samningnum, neytanda til tjóns, segir í álitinu. Íslenskir dómstólar eiga eftir að dæma í málunum, en dæmi þeir í samræmi við álit EFTA-dómstólsins má gera ráð fyrir að bankarnir þurfi að endurgreiða neytendum tugi milljarða króna. Eyrún Magnúsdóttir ræðir við Matthildi Sveinsdóttur yfirlögfræðing Neytendastofu í þættinum. Þá er vitnað í viðtöl við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Ingva Hrafn Óskarsson lögmann sem birt voru í Mannlega þættinum á Rás 1 í síðustu viku.
Fri, June 14, 2024
Íslenskir lögreglumenn eru orðnir heimsþekktir meðal þeirra sem eru haldnir barnagirnd eða sækjast í gróft kynferðislegt barnaníðsefni á netinu. Lögreglumennirnir hafa komið fyrir myndböndum af sér á myrkrum kimum internetsins þar sem barnaníðingar halda sig og deila grófu efni sín á milli. Ævar Pálmi Pálmason segir frá þessum aðgerðurm lögreglunnar. Sumar sem horft hafa á myndböndin hafa þegið hjálp frá taktuskrefid.is Þar starfar Anna Kristín Newton sálfræðingur. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.
Thu, June 13, 2024
Umræðurnar með skrítna nafnið - Eldhúsdagsumræður - fóru fram á Alþingi í gær. Tveir þingmenn frá hverjum flokki stíga í pontu, engin andsvör, engar spurningar, bara einn af öðrum með ræðu um stefnu ríkisstjórnar, fjármál og störf Alþingis, svona hálfgerða spariræðu. Það þarf stundum að taka til í eldhúsinu og koma hlutunum á hreint. Eldhúsdagsumræðurnar í gær fóru fram undir taktföstum köllum mótmælenda á Austurvelli. Sextán þingmenn tóku til máls í fyrri og seinni umferð. Í þættinum förum við yfir fyrri umferðina, lengri ræðurnar. Í eldhúsdagsumræðum eru það ekkert endilega formenn flokka eða ráðherrar sem tala heldur gjarnan óbreyttir þingmenn. En í þetta sinn tóku þó bæði ráðherrar og formenn flokka til máls. Eyrún Magnúsdóttir stýrir þætti og tók saman brot úr ræðum þingmanna. Ræðumenn flokkanna voru Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland, Guðrún Hafsteinsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Wed, June 12, 2024
Hvaða áskoranir mæta þeim sem reyna að brjótast undan nauðungarstjórnun? Hvernig geta þolendur hafið nýtt líf þegar ofbeldi fylgir þeim hvert fótmál í gegnum snjallsíma? María Rún Bjarnadóttir yfirmaður netöryggis hjá ríkislögreglustjóra hefur rannsakað hverjir beita stafrænu ofbeldi og hvers vegna. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfs segir ofbeldið nú fylgja konum inn í athvarfið og það geti reynst ógjörningur að brjótast undan því. Marta Kristín Hreiðarsdóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þolendur nauðungarstjórnunar missa öll völd yfir lífi sínu. Þóra Tómasdóttir talaði við þær.
Tue, June 11, 2024
Þrátt fyrir að framhaldsskólar séu almennt smekkfullir af hraustu ungu fólki yfir skólaárið þá eru litlar líkur á að koma auga á framhaldsskólanema á hjóli. Aðeins um þrjú til fimm prósent framhaldsskólanema hjóla í skólann og hlutfallið er svipað krökkum í efstu bekkjum grunnskóla, unglingadeild, þrátt fyrir að í fyrsta til sjöunda bekk sé hjólið allsráðandi farartæki. Þórarinn Alvar Þórarinsson er íþróttafræðingur og sérfræðingur hjá ÍSÍ. Hann hefur skoðað tölfræði um hjólreiðar og rætt er um hjólreiðar framhaldsskólanema og ungs fólks í þættinum. Grunnskólabörn gera mikið af því að hjóla í skólann en eftir að komið er í gagnfræðaskóla er eins og hjólið endi inni í hjólageymslum. Í framhaldsskóla og háskóla er ólíklegt að hjólið drífi út úr geymslunni. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa það að markmiði að auka veg hjólreiða á næstu árum, meðal annars til að minnka álag á vegakerfið. Borgin hefur það að markmiði í hjólreiðaáætlun að fá tíu prósent framhaldsskólanema til að hjóla í skólann. Framhaldsskólanemar eru stór hópur, um eða yfir 23 þúsund manns, og álíka fjöldi stundar háskólanám hér á landi. Báðir þessir hópar fara í töluverðum mæli á bíl eða fá far með bíl á leið til og frá skóla, þótt margir noti auðvitað strætó. Mögulegt væri að taka upp hvatakerfi í framhaldsskólum sem yrði til þess að framhaldsskólanemar fengju einingar fyrir að hjóla í skólann. Eyrún Magnúsdóttir fjalla um hjólreiðar sem samgöngumáta í þættinum
Mon, June 10, 2024
Skoðun lögreglunnar á aðdraganda manndrápa í nánum samböndum, sýnir átta stig af nauðungarstjórnun. Lögreglan vil því að fólk þekki helstu einkenni stjórnunarinnar svo unnt sé að rjúfa vítahringinn áður en eitthvað hræðilegt gerist. Lögreglukonurnar Þóra Jónasdóttir og Marta Kristín Hreiðarsdóttir ræða um einkenni nauðungarstjórnunar. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir skerpa þurfi á notkun nálgunarbanns og tryggja öryggi þeirra sem vilja brjótast undan nauðungarstjórnun. Þóra Tómasdóttir ræddi við þær.
Thu, June 06, 2024
Verkalýðshreyfingin víða um Evrópu heyjar harða baráttu við heimsendingarfyrirtækið Wolt og sakar það um að dansa í kringum leikreglur vinnumarkaðarins. Hreyfingin sakar Wolt um að stunda gerviverktöku, fyrra sig ábyrgð á sendlunum og skræla af þeim réttindi launþega. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja verkalýðsfélögin þurfi að laga sig að nútímanum. Þóra Tómasdóttir ræðir við fulltrúa ASÍ, upplýsingafulltrúa Wolt og sendil hjá Wolt á Selfossi.
Wed, June 05, 2024
Sífellt fleira fólk velur að hjóla allt árið. Anna Hulda Ólafsdóttir skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni er ein þeirra sem hjólar nær allra sinna ferða. Hún segir innviðauppbyggingu á borð við hjólastíga skipta máli en að réttur búnaður og gott hjól skipti ekki síður máli. Þá sé mikilvægt að vinnustaðir geri fólki það auðveldara að fara til vinnu á hjóli, til dæmis með góðum hjólageymslum. Fyrsti eiginlegi hjólastígurinn var lagður á smá spotta á Laugaveginum fyrir rétt tæpum tveimur áratugum. Síðan þá hafa sérgreindir hjólastígar teygt sig nokkra tugi kílómetra um höfuðborgarsvæðið og einnig um landsbyggðina. Pawel Bartoszek er formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Hjá borginni er markmiðið að tíu prósent allra ferða verði farnar á hjóli árið 2025. Pawel segir að árið 2030 sé stefnt að því að fullburða net hjólastíga verði orðið að veruleika í höfuðborginni.
Tue, June 04, 2024
Í þessum þætti er rætt um ástandið sem skapast á heimilum nýbura með ungbarnakveisu og hvað sé best að gera fyrir börnin á meðan kveisunni stendur. Það eru skiptar skoðanir á því meðal lækna hvernig best sé að tækla kveisuna. Viðar Örn Eðvarsson barnalæknir syndir svolítið á móti straumnum í þeim efnum. Hann telur undanþágulyfið dísíklóverin öfluga leið til að lina þjáningar erfiðustu tilfellanna en fáir læknar vilja ávísa því.
Mon, June 03, 2024
Kosningabaráttan um Bessastaði var háð í fjölmiðlum, úti á meðal fólks og á samfélagsmiðlum. Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands var áberandi á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum auk þess sem framboðið rak sérstaka kosningamiðstöð fyrir ungt fólk. Auður Ína Björnsdóttir, nemi í sálfræði og dóttir Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Björns Skúlasonar, tók virkan þátt í kosningabaráttunni auk bróður síns Tómasar Bjarts, en systkinin stunda háskólanám í New York. Eyrún Magnúsdóttir hitti Auði Ínu á heimili fjölskyldunnar á Klapparstíg, skömmu eftir hið klassíska ávarp nýs forseta af svölunum heima. Hún segir áherslu hafa verið lagða á það að skapa stemningu fyrir kosningunum hjá ungu fólki.
Fri, May 31, 2024
Donald Trump fyrrum forseti Bandaríkjanna var fundinn sekur um skjalafals í svokölluðu mútugreiðslumáli til Stormy Daniels. Í hverju felast brot hans, um hvað snýst málið og hvaða pólitísku áhrif hefur dómurinn á möguleika hans til að verða næsti forseti Bandaríkjanna? Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands hefur legið yfir málinu.
Thu, May 30, 2024
Um eða yfir hundrað manns koma að Kosningavöku RÚV sem hefst klukkan tíu á laugardagskvöld eftir að kjörstöðum í forsetakosningum lokar. Stífar æfingar fyrir stóra kvöldið hafa staðið yfir alla vikuna. Undirbúningur fyir kosningaumfjöllun RÚV hófst strax í janúar, en síðastliðinn mánuð hefur allt verið sett á fullt í að tryggja að kosningavakan gefi sem besta mynd af niðurstöðum kosninga og áhorfendur fái greinargóðar upplýsingar um leið og þær berast. Kosningavakan stendur yfir þar til ljóst er hver verður forseti, hvort sem niðurstaða fæst um miðja nótt eða að morgni. Þetta helst leit inn á æfingu og Eyrún Magnúsdóttir ræddi við ýmsa reynslubolta kosningasjónvarpsins.
Wed, May 29, 2024
Við bregðum okkur inn fyrir girðinguna sem umlykur eina stærstu, dýrustu og flóknustu byggingaframkvæmd Íslandssögunnar. Það er að sjálfsögðu bygging nýs Landspítala við Hringbraut. Við ætlum að kanna hvernig framkvæmdin gengur, hvaða hús við sjáum vera að rísa á lóðinni og hvað sé langt í að þau verði tekin í notkun. Þóra Tómasdóttir ræðir við Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóra Nýs Landspítala.
Tue, May 28, 2024
Netverslun með áfengi hefur færst í vöxt. Hún byggir á einni af meginstoðum EES-samningsins - frjálsum vöruflutningi milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins. Í skjóli samningsins geta verslanir í löndum utan Íslands, en innan svæðisins, selt áfengi í netverslun þrátt fyrir einkaleyfi ríkisins á smásölu í gegnum ÁTVR. Vegna einkaleyfisins mega netverslanirnar ekki vera skráðar hér á landi. Íslenskar verslanir eins og Hagkaup eða Heimkaup geta því aðeins selt áfengi með því að stofna erlenda netverslun, en það er á aðeins gráu svæði hvort það telst erlend verslun ef lagerinn er í mekka íslenskrar verslunarmenningar - Skeifunni. Forsvarsmenn Hagkaups, Heimkaups, Costco, Sante, Nýju vínbúðarinnar og fleiri sem selja áfengi gegnum netið, telja engan vafa á að salan sé lögleg, segja jafnvel bara tímaspursmál hvenær innlend netverslun verður heimil. En ráðherrar eru ekki sammála um hvort athæfið er löglegt eða ólöglegt. Þeir eru heldur ekki sammála um hvaða breytingar þurfi að gera á lögum. Endurskoðun löggjafar um áfengi hefur staðið til í nokkur ár, en lítið hefur gengið í að koma slíkum breytingum í gegnum þingið. Eyrún Magnúsdóttir fjallar um grátt svæði í netverslun með áfengi og ræðir við Dóru Sif Tynes lögmann og sérfræðing í Evrópurétti.
Mon, May 27, 2024
Þegar ráðist var í umbætur á aðgengi að kirkjunni á Bessastöðum, reyndust mannabein í jörðu hvar sem stungið var niður skóflu. Hundruð beinagrinda hvíla í jörðinni við bæinn. Ekki aðeins undir þeim fáu legsteinum sem sjá má í kirkjugarðinum. Sumar þeirra hafa gægst upp á yfirborðið að undanförnu. Leikarinn og arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson segir frá þessari stórmerkilegu kirkju og Hermann Jakob Hjartarsson segir frá beinagrindunum sem hann gróf upp. Þóra Tómasdóttir talaði við þá.
Fri, May 24, 2024
Upplýsingatæknigeirinn er að langmestu leyti mannaður af karlmönnum. Ef kynjahlutföllinn ekki breytast í þessum ört vaxandi geira verða tæknilausnir framtíðarinnar þróaðar af einsleitum hópi. Anna Sigríður Islind, dósent í tölvunarfræði við HR, og Þóra Rut Jónsdóttir, stjórnarkona í Vertonet, vilja vekja athygli kvenna á því að há laun séu í boði í geiranum.
Thu, May 23, 2024
Lengi hefur verið ljóst að staða afreksíþróttafólks hér á landi er erfið. Þau sem keppa á efsta stigi fá vissulega styrki en þeir eru lágir og íþróttafólk þarf gjarnan að treysta á að mamma eða pabbi geti hlaupið undir bagga. Anton Sveinn McKee segir mömmu sína hafa í gegnum árin verið sinn helsta stuðningsmann, en að það sé ekki eðlileg staða að þurfa að reiða sig á stuðning ættingja til að geta verið í fremstu röð. Hann segist þakklátur fyrir styrki og stuðning sem hann hefur fengið, meðal annars frá ÍSÍ, en að styrkjakerfið þurfi að bæta ef íslenskir afreksíþróttamenn eigi að geta keppt við þá bestu í heimi. Afreksíþróttafólk lýkur sínum ferli án þess að eiga nokkur vinnumarkaðstengd réttindi, enda er stuðningur mest í formi styrkja en ekki launa. Anton, líkt og fleira afreksfólk, á engin lífeyrisréttindi og hann er heldur ekki gjaldgengur í íslensku heilbrigðiskerfi, heldur þarf að greiða fullt verð hér á landi ef hann veikist eða meiðist þar sem hann hefur æft í Bandaríkjunum undanfarin ár. Eyrún Magúsdóttir fjallar um nýbirta skýrslu um breytingar á umgjörð afreksíþrótta hér á landi og aukinn stuðning og ræðir við Anton Svein McKee um hans sýn á þessi mál.
Wed, May 22, 2024
Umfang íþróttaveðmála eru að aukast hér á landi. Íslenskt veðmálafyrirtæki heldur því fram að veðmál geri íþróttir meira spennandi og leikinn skemmtilegri. Kristinn Hjartarsson er einn þeirra sem hefur kynnst myrkum hliðum veðmálanna. Um tíma stjórnaðist allt hans líf af veðmálum og tók sinn toll af heilsunni og fjölskyldulífinu. Pétur Magnússon ræddi við hann um fíknina sem hann þróaði með sér, stóru vinningana og tilfinninguna sem heltók hann þegar hann tapaði.
Tue, May 21, 2024
Sundabraut er löngu þekkt orð í almennri umræðu hér á landi. Svo margumrædd að við tökum stundum ekki eftir því þegar hún er enn einu sinni komin á dagskrá, eftir nokkurra áratuga flæking í ýmsum kerfum. Samfélagslegur ávinningur, arðsöm framkvæmd, minni heildarakstur, minni mengun, tímasparnaður, styttri vegalengdir og færri slys. Allt þetta hefur verið nefnt sem kostir brautar um Sundin. Sundabraut hefur auðvitað verið umdeild, enda risavaxin framkvæmd. Deilt hefur verið um leiðir og útfærslur. Og þrátt fyrir áratugalöng samtöl er enn verið að velta upp möguleikum á Sundabrú, Sundagöngum, Sundabraut. En nú virðist þó vera samstaða um að halda áfram. Í þættinum ræðir Eyrún Magnúsdóttir við Helgu Jónu Jónasdóttur verkefnisstjóra Sundabrautar hjá Vegagerðinni sem segir að allir þurfi að leggjast á eitt í undirbúningi ef markmið um að hefja framkvæmdir árið 2026 eigi að nást.
Fri, May 17, 2024
Konur sem aðhyllast fæðingar án aðkomu fagfólks vilja að kerfið virði val þeirra og ákvarðanir. Landlæknir og yfirljósmóðir á Landspítalanum taka undir að konur eigi að hafa val en ítreka áhættur sem því fylgja að fæða án fagmenntaðra. Það séu margir áhættuþættir sem konur ekki geti greint sjálfar og að skima þurfi fyrir til að tryggja öryggi. Rætt er um tortryggni á báða bóga og hvort eitthvað sé hægt að gera til að vinna á henni.vViðmælendur eru Ronja Mogensen, Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir og Alma Möller. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Thu, May 16, 2024
Fyrir hvert Ólympíugull í frjálsum íþróttum í París í sumar ætlar alþjóða frjálsíþróttasambandið að greiða sem nemur sjö milljónum króna í verðlaunafé. Þetta verður í fyrsta sinn sem íþróttafólk fær greitt fyrir verðlaun á Ólympíuleikum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Alþjóða Ólympíusambandinu og ðrum alþjóðlegum íþróttasamböndum. Aðeins verður greitt fyrir gullverðlaun, og aðeins í frjálsum íþróttum. Alþjóða frjálsíþróttasambandið er eina íþróttasambandið sem hefur tekið ákvörðun um að veita verðlaunafé á leikunum. Hvorki Alþjóða Ólympíusambandið né önnur alþjóðleg íþróttasambönd sem taka þátt í leikunum voru með í ráðum. Sebastian Coe, formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins, hefur þurft að verja þessa ákvörðun. Hann segir að peningaverðlaunin séu til að sýna afreksfólkinu að þeirra framlag til leikanna skipti máli, að þeirra hlutverk í að tryggja velgengni Ólympíuleikanna sé mikils metið. Það sé jú íþróttafólkið sem trekki að, geri leikana að því sem þeir eru, og því skyldi það ekki fá hlutdeild í tekjunum sem Ólympíuleikarnir skapa. Verðlaunafé tíðkast á mörgum íþróttamótum, en í 128 ára sögu nútíma Ólympíuleika hafa aldrei áður verið veitt peningaverðlaun. Rætt er við Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann.
Wed, May 15, 2024
Kerfið verður að hlusta á og aðlaga sig að þörfum kvenna sem velja að fæða börn sín utan heilbrigðiskerfisins og án aðkomu fagfólks. Það þýðir ekki bölsóttast út í ákvarðanir þeirra. Þetta segir Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands. Þóra Tómasdóttir heldur áfram umfjöllun um svokallaðar óstuddar fæðingar sem eru að ryðja sér til rúms á Íslandi.
Tue, May 14, 2024
Stúdentar hafa sýnt Palestínufólki samstöðu víða um heim með mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gaza. Alda samstöðumótmæla stúdenta sem hófst við Columbia háskóla í New York um miðjan apríl hefur nú breiðst út um háskóla víða í Evrópu. Tjaldbúðir má sjá á háskólalóðum í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi og fleiri löndum. Að mestu leyti fara þessi mótmæli friðsamlega fram, en athygli hefur vakið að lögregla hefur brugðist við af mikilli hörku, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í þættinum er rætt við Veigar Ölni Gunnarsson meistaranema í Hollandi og Silju Báru Ómarsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.
Mon, May 13, 2024
Sex börn fæddust utan heilbriðgðiskerfisins og án aðkomu fagfólks á Íslandi í fyrra. Við heimsækjum Brynhildi Karlsdóttur sem fæddi dóttur sína í anda hugmyndafræði um óstuddar fæðingar eða free birthing. Við ræðum líka við blaðamanninn Klöru Ósk Kristinsdóttur sem hefur fjallað um málið í Morgunblaðinu frá sjónarhóli fagfólks. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Fri, May 10, 2024
Íþróttastarf Ungmennafélags Grindavíkur heldur áfram þótt það verði með breyttu sniði. Félagið hefur háð baráttu fyrir tilvist sinni í vetur en á nú í viðræðum við ríkið, sveitarfélög og önnur íþróttafélög um að tryggja áframhaldandi starfsem í einhverri mynd. Meistaraflokkar félagsins í körfubolta og fótbolta eru á fullri ferð og Þetta helst leit við á leik karlaliðsins í körfubolta í Smáranum í vikunni. Verkefni framkvæmdstjóra félagsins í vetur hafa verið ólík því sem gengur og gerist hjá íþróttafélögum. Enginn heimavöllur, ekkert íþróttahús, en stuðningurinn úr stúkunni er engu líkur og Grindvíkingar sækja leiki ekki síður til að hittast og koma saman. Ef stúkan er gul, þá er það heimavöllur, segir stuðningsmaður Grindavíkur. Íþróttastarfið er hjartað í bænum og því þarf að halda gangandi. Rætt er við framkvæmdastjóra UMFG Þorleif Ólafsson, Huldu Björk Ólafsdóttur íþróttakonu ársins í Grindavík og stuðningsmenn félagsins.
Wed, May 08, 2024
Fjáröflunin Met gala vekur jafnt athygli sem einstakur tískuviðburður en þykir líka hrópandi fáranleiki í miðjum stríðsátökum. Hundruðir mótmælenda og stuðningsmanna Palestínu marseruðu saman að safninu til að mótmæla samkomunni í ár en mættu brynvörðum lögreglumönnum New York ríkis. Við ræðum um hvers vegna Met gala er svona fyrirferðarmikill viðburður, heyrum af langri sögu hans, tilgangi og öllu umstanginu. Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Stefán Svan Aðalheiðarson ræða málið við Þóru Tómasdóttur.
Mon, May 06, 2024
Ósvífnir símasvindlarar hafa komið sér upp árangursríkum aðferðum við að tæma bankareikninga hjá grunlausum eldri borgurum. Þóra Tómasdóttir tók saman umfjöllun Sænska ríkissjónvarpsins um málið.
Thu, May 02, 2024
Er sanngjarnt að hreyfihamlaðir greiði fyrir að leggja í einkarekin bílastæði? Lögmaður Arnar Heimir Lárusson telur einkarekin bílastæðafyrirtæki brjóti á hreyfihömluðum með því að krefja þá um greiðslu fyrir að leggja. Lögin tryggi rétt þeirra til gjaldfrjálsra bílastæða. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur fengið sektir fyrir að leggja í slík stæði. Ægir Finnsson framkvæmdastjóri Parka, skýrir málið frá sjónarhóli einkarekinna bílastæðafyrirtækja. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.
Mon, April 29, 2024
Fatlaðir einstaklingar vekja athygli á að þeir komist ekki að heitum pottum við sundlaugar landsins. Steinþór Einarsson sem fer fyrir sundlaugum Reykjavíkur, segir að aðgengismál við laugar séu í sífelldu betrunarferli. Hann telur ólíka hagsmunahópa hafa haft jákvæð áhrif á aðstöðuna á undanförnum árum og boðar meðal annars rennibraut fyrir fatlaða í Laugardalslaug. Bergur Þorri Benjamínsson formaður málefnahóps um aðgengi hjá réttindasamtökunum ÖBÍ er sannfærður um að hægt sé að gera betur í aðgengismálum og að heitu pottarnir sé næsta varða sem þurfi að ná. Þóra Tómasdóttir ræddi við þá.
Fri, April 26, 2024
Töluverður fjöldi fólks kemur hingað á hverju ári til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða: skoða hvali og kindur, borða hvali og kindur, baða sig í heitu vatni, horfa á norðurljós og eldgos, taka selfie við Hallgrímskirkju, fara varlega í Reynisfjöru og valhoppa á milli mathalla. En inn á milli venjulegu ferðamannanna leynast auðkýfingar sem vilja eitthvað örlítið extra. Ísland er vinsæll áfangastaður ríka og misfræga fólksins í heiminum sem hefur vanist því að fá aðeins það besta, dýrasta og flottasta þegar það er að ferðast. En hvar sefur þetta fólk þegar það kemur til Íslands? Hvar eru velmegunargististaðirnir og hvað þarf til að fá þessar miseftirsóttu fimm stjörnur? Hvað er í kortunum í lúxushótelbransanum? Sunna Valgerðardóttir skoðaði stjörnuhótel landsins í þætti dagsins, sem var upphaflega á dagskrá í janúar 2023.
Wed, April 24, 2024
Hjólastólanotendur segjast nánast hvergi komast ofan í heita potta við sundlaugar landsins. Þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir doktorsnemi og Margrét Lilja Arnheiðardóttir formaður Sjálfsbjargar segja að þar sem aðgengi sé fyrir hreyfihamlaða, sé það aðeins ofan í ískaldar laugar. Tröppur og handrið ofan í heita potta geti ekki talist ásættanlegt aðgengi fyrir hjólastólanotendur. Þóra Tómasdóttir ræddi við þær.
Tue, April 23, 2024
Tvær manneskjur létu lífið um helgina þar sem mjög mikill grunur leikur á að glæpur hafi verið framinn. Annað morðið var framið í sumarbústað á Suðurlandi, hitt í Naustahverfi á Akureyri. Fimm manns voru settir í fangelsi, fjórir vegna annars glæpsins og einn vegna hins. Morð eru ekki algeng á Íslandi, þó að þau séu vissulega að færast í aukana. Á þessu ári sem ekki er hálfnað hafa að öllum líkindum verið framin þrjú manndráp. Næstum því eitt á mánuði. Sunna Valgerðardóttir skoðar þessi voðaverk og er hlustendum bent á áframhaldandi umfjöllun í Speglinum.
Mon, April 22, 2024
Ingunn Jónsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir var meðal stofnenda einu frjósemisstöðvarinnar sem starfrækt er hér á landi. Hún fór þaðan ósátt fyrir nokkrum árum og boðar nú opnun nýrrar frjósemisstöðvar. Þá verður samkeppni um slíka þjónustu í fyrsta sinn á Íslandi. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana um tæknifrjóvganir, siðferðisleg álitamál og skort á regluverki um starfsemi frjósemisstöðva.
Fri, April 19, 2024
Okkur líkar vel við skoðanakannanir. Þær segja okkur hver við erum, hvað okkur finnst, hvað við viljum og hvað við viljum ekki. Og nú koma þær á færibandi. Við erum að fara að kjósa okkur nýjan forseta og fylgi stjórnmálaflokkanna er sannarlega teygjanlegt hugtak. En hvert er hlutverk þessarra kannanna í raun og veru? Hafa þær áhrif? Eru þær marktækar? Við þessum spurningum eru ekki til einföld svör, eins og Agnar Freyr Helgason stjórnmálafræðingur ræðir við Sunnu Valgerðardóttur í þætti dagsins.
Wed, April 17, 2024
Aukin harka, hnífaburður ungmenna, hnífaárásir færast í aukana, vopnuð útköll sérsveitar aldrei verið fleiri. Þetta er kunnuglegt stef. Sjö prósent unglinga á höfuðborgarsvæðinu sögðust í fyrra ganga með hníf á sér. Þó ekki til að nota þá, heldur til að verja sig. Þetta er svolítið hátt hlutfall. Í þessum síðari þætti af tveimur ræðir Sunna Valgerðardóttir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og dósent við HÍ, um þróunina hér. Sömuleiðis heyrist í Ragnari Jónssyni, lögreglumanni og blóðferlafræðingi, þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni.
Tue, April 16, 2024
Tvær grófar hnífaárásir hafa verið framdar í Sidney í Ástralíu á undanförnum þremur dögum. Sú fyrri var um miðjan dag á laugardag, þegar fertugur Ástrali gekk inn í eina stærstu verslunarmiðstöð borgarinnar, vopnaður hnífi, og stakk sex til bana. Í gær var svo gerð önnur árás, sem hefur verið flokkuð sem hryðjuverk. Sextán ára unglingur gekk inn í kirkju í úthverfi Sidney og stakk fjóra og öllu var streymt á samfélagsmiðlum. Miklar óeirðir brutust út. Af hverju er verið að nota hnífa, en ekki byssur, eins og við því miður könnumst kannski betur við þegar kemur að svona ódæðisverkum? Sunna Valgerðardóttir fjallar um árásirnar í Sidney í fyrri þætti af tveimur um hnífaárásir og ræðir við Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing.
Mon, April 15, 2024
Sífellt fleiri fá uppáskrifuð ADHD-lyf og skammtastærðirnar eru stærri en nokkru sinni hafa verið rannsakaðar. Heimilislæknar vilja ekki lengur bera ábyrgð á háum skammtastærðum sem geðlæknar skrifa uppá. Hjartalæknirinn Helga Margrét Skúladóttir hefur einnig áhyggjur af stórum skömmtun lyfjanna og hefur séð alvarlegar afleiðingar þeirra á hjartadeild Landspítalans. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og Önnu Bryndísi Blöndal fagstjóra á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Fri, April 12, 2024
Hópur eldri kvenna frá Sviss vann tímamótasigur fyrir mannréttindadómstóli Evrópu í vikunni. Konunum tókst að færa sönnur fyrir því að heilsu þeirra sé ógnað með rolugangi svissneskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við heyum sögu einnar þeirra og ræðum þýðingu dómsins við Hilmar Gunnlaugsson hæstarréttarlögmann og Aðalheiði Jóhannsdóttur prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Thu, April 11, 2024
Ríkisstjórn Íslands virðist vera sprellifandi plagg. Á síðustu tuttugu árum hafa verið tíu ríkisstjórnir við völd. Þær ættu í eðlilegu árferði að hafa verið fimm. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðherra, ríkisstjórnir, undirskriftir, bréfaskriftir, lagabreytingar og fólkið sem þetta allt snýst um.
Tue, April 09, 2024
Það leikur allt á reiðiskjálfi í stjórnmálunum, ekki í fyrsta sinn svo sem, en langt síðan síðast. Það eru akkúrat átta ár síðan Sigurður Ingi Jóhannsson tók við forsætisráðherrakeflinu af forvera sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eftir Panamaskjölin. Og það eru líka átta ár síðan Kristján Kristjánsson settist í stjórnendastólinn í pólitíska umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Sunna Valgerðardóttir og Kristján reyna að setja sig í spor viðmælenda sinna og spá í spilin, en kapallinn var enn á hvolfi þegar þau ræddu saman.
Mon, April 08, 2024
Forystufólk stjórnarflokkanna ræðir enn um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður á RÚV og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur greina stöðuna. Birgir Þór Harðarson vefstjóri RÚV segir frá því hve mikil forvitni fólks er á framvindu mála. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Fri, April 05, 2024
Þetta er ár mikilla breytinga. Við fáum nýjan forseta, nýjan borgarstjóra, nýjan biskup og að öllum líkindum nýjan forsætisráðherra. Það getur verið vandasamt að taka ákvarðanir sem kollvarpa veruleikanum. Fólk þarf að velta hlutum fyrir sér. Íhuga. Daðra við hugmyndina. Taka svo ákvörðun af eða á. En er það fordæmalaust, að forsætisráðherra íhugi alvarlega að reyna við Bessastaði? Alls ekki. Sunna Valgerðardóttir skoðar hvernig málum var háttað árið 1996, þegar forsætisráðherra Íslands var næstum því farinn í forsetaframboð og samstarfsmaður hans á þingi lét verða af því. Þeir voru þó ekkert einu mennirnir sem höfðu fengið menn að máli við sig. Því fer fjarri.
Thu, April 04, 2024
Hvers vegna ákváðu tryggir kjósendur VG að yfirgefa flokkinn sinn? Daníel E. Arnarsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir segja frá sínum ástæðum, hvernig þeim hugnast uppstokkun í flokknum og Katrín Jakobsdóttir sem forseti Íslands. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Wed, April 03, 2024
Ísland verður seint talið skógi vaxið, en flestum líður okkur vel innan um tré. Við sækjum í skóglendi, jafnvel þó að við þurfum að keyra töluverðan spotta til þess. Fyrir nokkru var virði Heiðmerkur rannsakað út frá því sem kallast ferðakostnaðaraðferðin og í ljós kom að kostnaðurinn sem fólk leggur út fyrir ferðum sínum þangað, jafngildir virði Heiðmerkur, og vel það. Daði Már Kristófersson hagfræðingur ræðir við Sunnu Valgerðardóttur um virði, og mikilvægi, skóga á Íslandi.
Tue, April 02, 2024
Bandaríski tónlistarmaðurinn Puff Daddy birtist nú í nýju ljósi í heimspressunni. Nýlega endurkoma hans inn í tónlistarheiminn hefur hrundið af stað fjölda ásakana og kæra á hendur honum fyrir alvarlega glæpi. Málin urðu kveikja að umfangsmikilli rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á einkalífi Puff Daddy. Hann er sakaður um mansal, nauðganir, frelsisviptingar og kynferðisbrot auk brota á fíkniefnalögum og vopnalögum. Árni Matthíasson tónlistarspekúlant og Robbi Cronic segja Þóru Tómasdóttur frá lífi Puff Daddy.
Wed, March 27, 2024
Það hefur margt gerst í þessari stuttu viku. Það var framið rán, skip sigldi á brú og svo var framið annað rán. Ránin voru framin á Íslandi, brúin sem hrundi var í Baltimore í Bandaríkjunum. Þar sem þessi Helst þáttur er sá síðasti fyrir páskafrí, við mætum ekki aftur til leiks fyrr en í næstu viku, þá verður hann lagður undir þessi þrjú atvik. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.
Tue, March 26, 2024
Við heyrum af aðferðum sem hafa raunverulega skilað árangri í kosningum. Leiðum til að fiska atkvæði fólks og ná kjöri þó ekki sé úr miklu fjármagni að moða. Tryggvi Freyr Elínarson segir frá tæknilegum brögðum sem skiluðu Miðflokknum glæstri niðurstöðu í alþingiskosningum 2017. Einar Karl Haraldsson segir frá gagnreyndum aðferðum í kosningaastarfi og því sem átti þátt í sigri Ólafs Ragnars Grímssonar þegar hann fyrst var kjörinn forseti Íslands árið 1996.
Mon, March 25, 2024
Það er farið að síga á seinni hluta mars og rúmar tvær vikur liðnar síðan stjórn Landsbankans boðaði til aðalfundar. Hann átti að fara fram í síðustu viku, en það var ekki gert. Það kom smá babb í bankabátinn eftir að hann keypti tryggingafélag. Sunna Valgerðardóttir fjallar um kaup Landsbankans á TM og hvers vegna allt fór upp í loft.
Fri, March 22, 2024
Ef þú hefur orðið fyrir slysi sem heldur þér frá daglegum störfum, veldur þér sársauka í lengri tíma og krefst þess að þú leitir þér læknismeðferðar, þá getur verið að þú eigir rétt á bótum. Þó þú sért með sæmilegar tryggingar er tryggingafélagið þitt ekkert endilega alltaf hjálplegt þegar þú þarft mest á því að halda. Guðbjörg Benjamínsdóttir hæstaréttarlögmaður veitir góð ráð og leiðir okkur á mannamáli í gegnum frumskóg slysatrygginga. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Fri, March 22, 2024
Ef þú hefur orðið fyrir slysi sem heldur þér frá daglegum störfum, veldur þér sársauka í lengri tíma og krefst þess að þú leitir þér læknismeðferðar, þá getur verið að þú eigir rétt á bótum. Þó þú sért með sæmilegar tryggingar er tryggingafélagið þitt ekkert endilega alltaf hjálplegt þegar þú þarft mest á því að halda. Guðbjörg Benjamínsdóttir hæstaréttarlögmaður veitir góð ráð og leiðir okkur á mannamáli í gegnum frumskóg slysatrygginga. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Thu, March 21, 2024
Nú eru 44 Íslendingar að safna undirskriftum á island.is til að geta boðið sig fram til forseta landsins í komandi kosningum. Sum virðast reyndar hafa ratað þangað fyrir misskilning, einhver skráðu sig á fylleríi og muna ekki eftir því, en sum eru þar af heilum hug. Tvö stór nöfn tilkynntu komu sína í baráttuna í vikunni og enn fleiri líklegir liggja undir hinum margumrædda og mikið notaða feldi. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Árna Sæberg, blaðamann á Vísi og umsjónarmann Forsetavaktarinnar, um offramboðið á frambjóðendunum.
Wed, March 20, 2024
Enn og aftur er KSÍ og kærur vegna kynferðisbrota landsliðsmanna í fréttum. Í þessum þætti ræðum við um val á Alberti Guðmundssyni í landsliðshóp á sama tíma og mál gegn honum er á borði hins opinbera. Þóra Tómasdóttir ræðir við Þorvald Örlygsson formann KSÍ, Evu B. Helgadóttur lögmann stúlkunnar sem kærði Albert og Freyr Gígja Gunnarsson fréttamann Rúv um sambærileg mál.
Tue, March 19, 2024
Hún heitir hinum ýmsu nöfnum: Salsola tragus, þornurt, rússneskur kaktus, rússaþistill, vindnorn. Flest þekkjum við hana þó líklega á sínu enska formlega heiti, Tumbleweed. Veltigresi kannski. Þessi yfir meðallagi harðgera jurt er nú orðin svo ágeng í Bandaríkjunum að það er búið að lýsa yfir faraldri vindnorna í nokkrum ríkjum. Þær rúllast upp í hóla allt að þriggja metra háa, stífla vatnskerfi, slíta raflagnir og fylla húsgarða. Sunna Valgerðardóttir fer í þætti dagsins yfir sögu þessarar merkilegu plöntu, sem hefur oftast, en ekki alltaf, verið fólki til ama, nema þegar hún leikur reglulega aukahlutverk í kvikmyndum. Þornurtin er einfaldlega skilgreind sem plága.
Mon, March 18, 2024
Fríar skólamáltíðir hafa verið pólitískt bitbein í áraraðir en urðu til þess að koma á friði í Karphúsinu á dögunum. Þóra Tómasdóttir ræddi fríar skólamáltíðir við sveitarstjórnarfólk og heyrði hvernig fyrirkomulagið hefur reynst í Þingeyjarsveit og Svalbarðsstrandahreppi.
Fri, March 15, 2024
Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá fordæmalausum frelsissviptingum ungra stúlkna sem fram fóru af hálfu hins opinbera hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Lögreglan stundaði umfangsmiklar njósnir á stúlkum sem grunaðar voru um að hafa áhuga á hermönnum úr setuliðinu. Bára sá sig knúna til að skrifa bók um þessa atburði eftir að hafa komist í skjöl sem haldið var frá almenningi í áraraðir. Þóra Tómasdóttir ræðir við Báru.
Fri, March 15, 2024
Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá fordæmalausum frelsissviptingum ungra stúlkna sem fram fóru af hálfu hins opinbera hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Lögreglan stundaði umfangsmiklar njósnir á stúlkum sem grunaðar voru um að hafa áhuga á hermönnum úr setuliðinu. Bára sá sig knúna til að skrifa bók um þessa atburði eftir að hafa komist í skjöl sem haldið var frá almenningi í áraraðir. Þóra Tómasdóttir ræðir við Báru.
Thu, March 14, 2024
Þáttur dagsins fjallar um það sem við vitum flest, en förum samt fæst eftir. Hvað er gott fyrir okkur, hvað eigum við að gera til að líða sem best. Hann fjallar líka aðeins um það sem við ættum að forðast, en gerum fæst. Það er nefninlega svo gott að gera okkur ekki gott, segir læknirinn. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Michael Clausen, barna- og ofnæmislækni, sem segir Hippókrates hafa hitt naglann á höfuðið fyrir 2.500 árum: Við eigum að borða grænmeti og fisk, drekka vatn, hreyfa okkur, tengjast náttúrunni, sofa nóg og njóta lífsins lystisemda.
Wed, March 13, 2024
Tveir bandarískir bræður á fertugsaldri voru handteknir í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, á mánudag og leiddir fyrir dómara í gær. Bresk yfirvöld höfðu þá gefið út handtökuskipun sem rúmenska lögreglan fylgdi eftir. Bræðurnir heita Andrew og Tristan Tate og það er sá fyrri sem hefur hvað helst unnið sér ýmislegt misfallegt til frægðar. Hann verður framseldur til Bretlands þegar málaferlum hans lýkur í Rúmeníu. Sakarefnin: Kynferðisbrot og mansal. Sunna Valgerðardóttir skoðar feril Andrew Tate.
Tue, March 12, 2024
Díana Ósk Óskarsdóttir er prestur á Landspítala, faglegur handleiðari og fer fyrir stuðningsteymi starfsfólks spítalans. Það er hennar helsta baráttumál að fagfólk sem vinnur við að hjálpa öðrum, fái sjálft faglega hjálp og handleiðslu til að styrkja sig í starfi. Ekki bara hefur hún upplifað mikilvægi þess í starfi sínu, heldur átti hún sjálf erfið unglingsár, var á götunni frá ellefu ára aldri og þurfti heldur betur að reiða sig á faglega aðstoð til að rata inn á gæfulegri braut í lífinu. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Mon, March 11, 2024
Fíknsjúkdómur er einn algengasti og alvarlegasti geðsjúkdómur samtímans. Með tilkomu ópíóíðanna er þetta sá sjúkdómur sem veldur dauða flestra á aldrinum 15 ára til fertugs. Samkvæmt nýlegum íslenskum eru um það bil 22 prósent líkur fyrir íslenska karla að verða fíklar einhvern tímann á ævinni og um tíu prósent líkur fyrir konur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er málshefjandi sérstakrar umræðu á Alþingi í dag um fíknsjúkdóminn og stöðu þeirra sem af honum þjást. Hún gagnrýnir forgangsröðun stjórnvalda þegar kemur að fjármagni og segir yfirvöld ekki taka sjúkdóminn nægilega alvarlega.
Fri, March 08, 2024
Anna Marsibil Clausen leitar svara við ráðgátunni um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar hér heima á Íslandi en ekki í Dublin þar sem hann hvarf fyrir fimm árum. Hún sagði Þóru Tómasdóttur frá því hvers vegna þræðirnir liggja til Íslands.
Thu, March 07, 2024
Fimm mánuðir eru liðnir frá því að stríðið á milli Hamas og Ísrael hófst. Meira en 25000 palestínsk börn og konur hafa verið myrt síðan 7. október, milljónir eru á flótta við ólýsanlega hræðilegar aðstæður og samninganefndirnar neita að hittast. Gíslar eru í haldi á báðum vígstöðvum. Takmarkið? Óljóst. Uppræting Hamassamtakanna, segir forsætisráðherra Ísraels. Og að koma í veg fyrir að Gaza geti ógnað öryggi landsins. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í miðausturlandafræðum, sem er svartsýnn á framhaldið. Gaza er nú þegar orðið að helvíti á jörð og það á eftir að versna enn frekar á næstu vikum og mánuðum, segir hann.
Wed, March 06, 2024
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er ráðgjafi í net- og upplýsingaöryggi og segir frá algengum vopnum sem hernaðarríki beita í stafrænum heimi. Hán hefur meðal annars nýtt þekkingu sína til að berjast gegn njósnum og ritskoðun á netinu. Þóra Tómasdóttir talaði við hán.
Tue, March 05, 2024
Saga Miðflokksins spannar ekki einu sinni sjö ár, þó að rætur hans liggi miklu dýpra. Flokkurinn hefur verið að bæta við sig svo miklu fylgi í könnunum undanfarið að hann er kominn í sömu tölu og hann fékk í fyrstu Alþingiskosningunum sínum. Hvað er Miðflokksfólkið að gera sem skýrir þessa breytingu? Sunna Valgerðardóttir ræðir við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um merkissögu þessa unga flokks og rýmið sem orðræðan hans hefur fengið nýverið í íslensku samfélagi.
Mon, March 04, 2024
Lilja Bjarnadóttir og Dagný Rut Haraldsdóttir reka Sáttamiðlaraskólann og leiða samtöl deilandi aðila svo þeir geti sjálfir fundið lausn á sínum ágreiningsmálum. Þær sögðu Þóru Tómasdóttur frá því hvernig sáttamiðlun er beitt, hvaða verkfæri þær styðjast við og hvernig í ósköpunum þær fá fólk til að takast í hendur sem annars væri á leið inn í dómsali.
Fri, March 01, 2024
Íslendingar hafa náð einstökum árangri í því ala upp nýja kynslóð nikótínneytenda þó fáum þyki það fagnaðarefni. Við heimsækjum eina af verslunum Svens og ræðum við ungt fólk sem neytir nikótíns. Við heyrum líka hvað Lára G. Sigurðardóttir, læknir og lýðheilsufræðingur, telur að ungt fólk verði að vita um áhrif nikotíns.
Fri, March 01, 2024
Íslendingar hafa náð einstökum árangri í því ala upp nýja kynslóð nikótínneytenda þó fáum þyki það fagnaðarefni. Við heimsækjum eina af verslunum Svens og ræðum við ungt fólk sem neytir nikótíns. Við heyrum líka hvað Lára G. Sigurðardóttir, læknir og lýðheilsufræðingur, telur að ungt fólk verði að vita um áhrif nikotíns.
Thu, February 29, 2024
Það eru fleiri þrælar í heiminum í dag en á öllu þrælatímabilinu hér á öldum áður. Talið er að um 50 til 60 milljónir séu í dag gerð út í þrældóm hverskonar um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. Það kom talskonu Stígamóta á óvart hversu umfangsmikil mansalsmálin voru í kerfi stofnunarinnar þegar hún tók við fyrir ári síðan, en allt kapp er lagt á að uppræta vændi og mansal hér, þó að það reynist oft þrautin þyngri. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Drífu Snædal, sem varð talskona Stígamóta fyrir ári síðan, í þætti dagsins.
Wed, February 28, 2024
Ragnar Jónsson hefur starfað í íslensku lögreglunni í meira en þrjá áratugi. Undanfarin 23 ár hefur hann þó sérhæft sig í tilteknum kima lögreglustarfsins: blóði. Hann er blóðferlafræðingur hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skoðar hvernig blóð hagar sér og skilur söguna sem það skilur eftir sig. Nýverið tók hann við stöðu forseta Evrópudeildar alþjóðasamtaka blóðferlafræðinga, sem telur um 600 sérfræðinga, og segir tengslin, samtalið og leitina að sannleikanum gera það að verkum að hann er enn með stjörnur í augunum þegar hann lýsir því sem hann vinnur við. Sunna Valgerðardóttir talar við Ragnar um blóð, glæpi og vísindi í þætti dagsins.
Tue, February 27, 2024
Ráðgátan um undrabarnið Adam hefur bókstaflega heltekið Norðmenn á undanförnum vikum. Hún hverfist um tékkneskan unglingsdreng sem hóf skólagöngu í Marienlyst gagnfræðiskólanum í vesturhluta Oslóar, árið 2007. Málið er með furðulegri sakamálum sem upp hefur komið í Noregi og það teygir anga sína út fyrir landamærin, til Norðurlanda og sunnar í Evrópu. Þóra Tómasdóttir ræddi við Trude Lorenzen höfund hlaðvarpsþáttanna Ráðgátan Adam.
Mon, February 26, 2024
Síðdegis á fimmtudag nýliðinnar viku kviknaði eldur í blokkaríbúð í borginni fögru, Valencia, höfuðborg samnefnds héraðs á Spáni. Byggingaverkfræðingur fullyrðir að þetta sé fyrsti bruni sinnar tegundar þar í landi. Klæðningin á húsinu, sem er tiltölulega nýtt, fuðraði upp eins og hún væri hönnuð til þess. Og það vekur upp óþægileg hugrenningatengsl við annars bruna. Það tók eldtungurnar í Valencia um það bil hálftíma að breiðast um alla blokkina frá einum biluðum, gömlum ísskáp í íbúð á fjórðu hæð blokkarinnar. Tíu létu lífið. Þetta er mannskæðasti eldsvoði í Valencia í 600 ár. Hvernig gat þetta gerst? Sunna Valgerðardóttir skoðar banvænar klæðningar evrópskra fjölbýlishúsa.
Fri, February 23, 2024
Þegar norsku hjónin Robert og Trude Steen misstu son sinn Mats úr vöðvarýrnunarsjúkdómi fyrir tíu árum héldu þau að sonur þeirra hefði kvatt einmanna og sveltur á félagsleg tengsl. Fátt benti til þess að sagan hans Mats ætti eftir að hreyfa við milljónum manna um allan heim. Hvað þá enda sem ævintýri á hvíta tjaldinu. Robert Steen sagði Þóru Tómasdóttur sögu sonar síns sem nú er orðin að kvikmyndinni Ibelin.
Thu, February 22, 2024
Áhrifavaldar þessa heims eru alls konar. Misgagnlegir og misskaðlegir. Svolítið eins og trúar- og lífsskoðunarhópar. Nú í vikunni mætti bandarísk sex barna móðir fyrir dómstól og játaði á sig næstum ólýsanlega glæpi gegn börnum sínum, sem hún hafði dásamað klukkustundum saman á netinu nokkrum árum fyrr. Hún var með milljónir áskrifenda og milljarða áhorf. En það er fleira sem þessi kona og skaðlegir sértrúarsöfnuðir eiga sameiginlegt. Hún var eiginlega í tveimur og drottnaði yfir þeim þriðja, fjölskyldunni sinni. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ofurmömmuna í Utah sem á nú yfir höfði sér nokkurra ára, eða áratuga, fangelsi.
Wed, February 21, 2024
Á undanförnum mánuðum hefur gustað um greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd. Hópur fólks hefur kallað eftir því að neytendur á Íslandi sniðgangi Rapyd og þrýsta á verslanir að slíta samstarfi við fyrirtækið. Þóra Tómasdóttir ræddi við Björn Brynúlf Björnsson sem hvetur til sniðgöngu Rapyd og Garðar Stefánsson forstjóra fyrirtækisins sem segir reiðinni beint í ranga átt.
Tue, February 20, 2024
Það er dýrt að búa á Íslandi og það er dýrt að ferðast um Ísland. Sérstaklega í loftinu. Það er dýrara að fljúga á milli Akureyrar og Reykjavíkur en til flestra stórborga í nær-Evrópu. Af hverju? Sunna Valgerðardóttir skoðar dýrt innanlandsflug í þætti dagsins og tekur nýlegt dæmi af fjölskyldu einhverfs drengs sem þarf nú að greiða fullorðinsfargjald fyrir hann til stuðningsfjölskyldunnar vegna þess að hann er orðinn 12 ára.
Mon, February 19, 2024
Samheldin fjölskylda stofnaði fyrirtækið Fischer til að geta ræktað listsköpun í sameiningu. Fyrirtækið hefur þróast úr því að vera lítil tilraunagerð í kjallara yfir í framleiðslufyrirtæki með vörur markaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ingibjörg, Lilja og Sigurrós Birgisdætur, Sindri Már Sigfússon og Kjartan Hólm ræddu við Þóru Tómasdóttur um ævintýri Fischer.
Mon, February 19, 2024
Samheldin fjölskylda stofnaði fyrirtækið Fischer til að geta ræktað listsköpun í sameiningu. Fyrirtækið hefur þróast úr því að vera lítil tilraunagerð í kjallara yfir í framleiðslufyrirtæki með vörur markaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ingibjörg, Lilja og Sigurrós Birgisdætur, Sindri Már Sigfússon og Kjartan Hólm ræddu við Þóru Tómasdóttur um ævintýri Fischer.
Fri, February 16, 2024
Rætt er við Árna Bragason, fyrrverandi Landgræðslustjóra, í þessum síðari þætti um landið okkar sem var að fjúka burt. Árni hefur sterkar skoðanir á þróuninni undanfarna áratugi og segir að það hefði mátt koma í veg fyrir mikinn skaða ef fólk hefði hlustað og breytt rétt. En þó segir hann stöðuna miklu betri í dag en þegar umræðan um gróðureyðingu stóð sem hæst. Ríó Tríó, Gunni Þórðar og Jónas Friðrik eiga heiðurinn að hljóðmyndinni.
Thu, February 15, 2024
Hvað kemur upp í hugann þegar við rifjum upp drungaleg myndskeið af fjúkandi svartri hálendisauðn, rofabörðum og brotnandi sandöldum við gróðurströnd? Það eru að verða 35 ár síðan landið okkar var við það að fjúka burt. Eftir áratugastríð Landgræðslunnar við að ná athygli ráðamanna og almennings, tókst það loksins. Og það var ýmsum að þakka, meðal annars þáverandi forseta og tilteknum tónlistarmönnum. Sunna Valgerðardóttir fjallar um umhverfisógnina sem var, rifjar upp umræðuna með fréttamanni og skoðar nútíðina með fyrrverandi landgræðslustjóra. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um landið sem fauk burt. Landið fýkur burt - Ríó tríó Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason Úr verki verður fátt, um verk mun síðar spurt. Alltaf á leiðinni til auðnanna á heiðinni á meðan landið fýkur burt. Við notum of mörg orð, um orð mun varla spurt. Augljóst mun yfirleitt að orðin ei stoða neitt á meðan landið fýkur í burt. Brotna sandöldur sífellt upp við gróðurströnd, brjóta víkur og voga inni í heiðarlönd, það stoðar lítið strá og lyng þó stór og mikil höldum þing með loforðum, því landið fýkur burt. Sú æska er erfir land um arfinn gæti spurt. Hvar ertu móðir mín? Hvar ertu þjóðin mín? á meðan landið fýkur burt. Kveða vindarnir vögguljóð og feigðarspá yfir hríslum sem engu taki lengur ná, því moldin öll, sem áður var þar allt í kring um ræturnar og líf þeim gaf, er löngu fokin burt. Svo ríkir auðnin ein með andlitið dautt og þurrt. Hún gengur um garð þinn senn.. Geturðu sofið enn á meðan landið fýkur burt?
Wed, February 14, 2024
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sumarnætur og sveitaferðir, maríuhænur og lúsmý. Vísindamenn við Háskóla Íslands eru byrjaðir að rannsaka þennan óvinsæla vágest, meðal annars til að reyna að sporna við útbreiðslu hans. Rannsóknin hófst síðasta sumar og heldur áfram í ár, en ávaxtaflugurnar sem hanga heima hjá okkur allan ársins hring voru líka rannsakaðar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um pínulitlar flugur í þætti dagsins.
Tue, February 13, 2024
Crossfit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir segir að konur á breytingaskeiði eigi að lyfta lóðum þrisvar í viku, taka hraða spretti einu sinni í viku og borða eitthvað prótein í hvert mál. Þannig sporni þær við vöðvarýrnun og styrki beinin. Þóra Tómasdóttir ræddi við Annie Mist um matarræði og æfingar á breytingaskeiði.
Tue, February 13, 2024
Crossfit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir segir að konur á breytingaskeiði eigi að lyfta lóðum þrisvar í viku, taka hraða spretti einu sinni í viku og borða eitthvað prótein í hvert mál. Þannig sporni þær við vöðvarýrnun og styrki beinin. Þóra Tómasdóttir ræddi við Annie Mist um matarræði og æfingar á breytingaskeiði.
Mon, February 12, 2024
Fyrir þremur árum var greint frá máli mikið fatlaðs manns sem hafði þá verið fastur inni á réttargeðdeildinni á Kleppi vegna úrræðaleysis kerfisins. Þetta var kallað mannréttindabrot og lögbrot. Maðurinn er þar enn í dag, án allrar þeirrar nauðsynlegu þjónustu sem honum ber. Yfirlæknir deildarinnar hefur barist lengi fyrir máli mannsins, en lítið þokast. En nú stendur til að byggja nýja réttargeðdeild, þó að það hafi ekki farið hátt. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu réttargeðdeildarinnar á Íslandi, sögu þessa ólánsama manns sem situr þar fastur og plönin sem standa til.
Fri, February 09, 2024
Söguleg réttarhöld hófust í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær aðeins örfáum klukkustundum eftir að eldgos hófst á Reykjanesi. Á meðan allra augu beindust að því var fámennur hópur fólks saman kominn í réttarsal við Lækjartorg til að heyra þá Sindra Snæ Birgisson og Ísidór Nathansson tjá sig um hryðjuverkamálið í fyrsta sinn fyrir dómi. Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður ræðir málið við Þóru Tómasdóttur.
Wed, February 07, 2024
Í þessum þætti er rætt um áskoranir sem fylgja því að lifa drauminn og gerast atvinnumanneskja í vinsælustu íþrótt í heimi. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Agnar Magnússon, umboðsmann nokkurra fremstu knattspyrnumanna þjóðarinnar, og Gunnar Birgisson íþróttafréttamann á Rúv. Rætt er um kröfur til atvinnumanna, sameiginlega eiginleika þeirra allra bestu og einmannaleikann sem stundum fylgir velgengni í fótbolta.
Tue, February 06, 2024
Mon, February 05, 2024
Ekkert þeirra fjögurra sem þjóðin vill helst sjá sem forseta Íslands næstu fjögur ár eftir komandi forsetakosningar, hefur gefið kost á sér í embættið. Flest vilja Guðna Th. áfram, næstflest vilja að forsætisráðherrann skipti um stól, svo kemur einn helsti rithöfundur þjóðarinnar og síðan frambjóðandinn sem veitti Guðna mesta mótspyrnu fyrir átta árum síðan. Þetta kemur allt fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Sunna Valgerðardóttir rýnir í tölurnar og skoðar líka þau sem hafa þó boðið sig fram, án þess að rata á blað.
Fri, February 02, 2024
Þróunin í fylgi flokkanna samkvæmt Þjóðarpúlsum Gallup er merkileg. Sá nýjasti kom í gær og samkvæmt honum er Samfylkingin er við það að ná sama fylgi og ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt, Miðflokkurinn hefur ekki mælst stærri í fjögur ár og Sjálfstæðisflokkurinn aldrei minni. Græna flóðbylgja Framsóknarflokksins virðist vera orðin að lygnum polli og Vinstrihreyfingin grænt framboð er við það að detta út af þingi. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um pólitíska óróapúlsinn frá Gallup og skoðar þróunina síðan í kosningunum 2021.
Thu, February 01, 2024
Dagbjört Rúnarsdóttir, fædd 1981, situr nú í fangelsi fyrir morð. Hún er ákærð fyrir að hafa myrt sambýlismann sinn á hrottafenginn hátt - hún virðist hafa pyntað hann til dauða. Hún neitar sök í málinu, þó að það liggi eiginlega alveg ljóst fyrir að hún sé sek, þar sem það eru til óvenjuskýr sönnunargögn í málinu. Upptökur. Morðið var framið í Bátavogi síðasta haust og þingfesting fyrir héraðsdómi var um miðbik síðasta mánaðar. Þetta er óvenju-hrottafengið morð, það fimmta á einu ári. Við sögu kom líka smáhundur í frysti, myndbandsupptökur og einar hrikalegustu lýsingar sem hafa komið fram í ákærum í seinni tíð.
Wed, January 31, 2024
Erfðamál og skipting eigna getur verið eldfimt umræðuefni en Elín Sigrún Jónsdóttir hreinlega brennur fyrir að aðstoða fólk við nákvæmlega það. Hún er lögfræðingur með langa og víðtæka reynslu. Hún hefur rekið útfarastofu, unnið hjá lífeyrissjóði, við eignamiðlun og ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Eftir að hafa safnað í reynslubankann í nokkra áratugi, stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki.Hún leiðbeinir fólki við ráðstöfun eigna, gerir erfðaskrár, kaupmála og leitar leiða þegar deilur eru innan fjölskyldna.
Tue, January 30, 2024
Ólafur Ingi Jónsson forvörður sá strax að verk sem eignað var Svavari Guðnasyni og selt á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í fyrra, væri falsað. Hann segir það gert frá grunni af fölsunum úr stóra fölsunarmálinu. Ólafur Ingi rekur sögu falsana á Svavari Guðnasyni og minnist verksins, Din islandske gris, sem felldi stóra fölsunarmálið fyrir Hæstarétti árið 2004.
Mon, January 29, 2024
Falsararnir úr stóra málverkafölsunarmálinu svokallaða eru enn að leika fólk grátt mörgum árum eftir að rannsóknum á brotum þeirra var hætt. Í lok síðasta árs seldist verk eftir Svavar Guðnason á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku. Verkið hafði handbragð falsara, samkvæmt Ólafi Inga Jónssyni, forverði á Listasafni Íslands. Kaupandinn var lögmaðurinn Knútur Bruun sem hefur verið baráttumaður fyrir réttindum myndhöfunda og beitt sér fyrir því að hægt verði að gera falsanir úr stóra fölsunarmálinu, upptækar með lögum.
Fri, January 26, 2024
Síðari þáttur Þetta helst um það sem Vestmannaeyingar og Grindvíkingar eiga sameiginlegt eftir hamfarirnar í bakgörðunum þeirra. Sömuleiðis það sem er ólíkt. Stuðst er við fréttir, viðtöl, heimildarmynd og ritgerð um afleiðingar gosanna tveggja.
Thu, January 25, 2024
Nú er liðin ein og hálf vika um það bil síðan jörð opnaðist á Reykjanesskaganum - í fjórða sinn á nokkrum árum. Gossprungan teygði sig inn fyrir varnargarðana sem áttu að vernda Grindavík, önnur opnaðist síðan innan þeirra og kvikan hlífði engu sem í vegi hennar varð. Þrjú einbýlishús, vegir og lagnir urðu gosinu að bráð. Og jörðin undir Grindavíkurbæ gliðnaði enn frekar. Sprungunum fjölgaði, undirlagið varð enn ótryggara. Nú þegar hafa þær tekið eitt mannslíf þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í jörðina og hefur ekki fundist. Allt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir að sú hryllingssaga endurtaki sig. Meðal annars að flytja alla 3400 Grindvíkingana burt af svæðinu og banna þeim að fara heim til sín. Það er ekki talið öruggt og því nauðsynleg aðgerð, eins sársaukafull og hún er. Við skiljum það. Við höfum lent í þessu áður, við verandi Íslendingar. Í vikunni voru liðin 51 ár frá eldgosinu í Heimaey - sem hafði í för með sér umfangsmestu fólksflutninga Íslandssögunnar og stærstu og flóknustu almannavarnaragðerð sem yfirvöld höfðu staðið frammi fyrir á þeim tíma. Og það er því ekki að ástæðulausu sem við vitnum ítrekað til þeirra hamfara í tengslum við það sem Grindvíkingar standa nú frammi fyrir. BA verkefni Guðbjargar Helgadóttur í nútímafræði við Háskólann á Akureyri fjallaði einmitt um eldgosið í Heimaey: Fjölskyldur á flótta, áhrif eldgossins á Heimaey 1973 á íbúa hennar. Þetta er fyrri þáttur af tveimur þar sem Sunna Valgerðardóttir ber saman atburðina tvo og aðgerðirnar í kjölfarið.
Thu, January 25, 2024
Wed, January 24, 2024
Allt bendir til þess að Donald Trump verði fulltrúi Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við erum nefnilega alls ekki eina landið í heiminum sem heldur slíkar í ár, þau eru reyndar mun fleiri. Trump er spáð sigri í forvali flokksins í New Hampshire, en það er Nikki Haley sem keppir við hann þar og fyrr í vikunni heltist Ron DeSantis úr lestinni. Hann sá ekki fyrir sér að geta sigrað Trump. Greinendur vestanhafs segja að það megi nánast fullyrða að kapphlaupinu sé lokið. Talsfólk Joe Biden, keppinautar hans, segja það sama. En Nikki Haley er ósammála. Sunna Valgerðardóttir lítur vestur um haf í þætti dagsins.
Tue, January 23, 2024
Í Þetta helst í dag heyrum við upptökur af því sem fram fór fyrir utan og innan veggi Alþingishússins á aðeins tæpri klukkustund. Á meðan pólitíkin snerist í óvæntar áttir á einu augabragði. Veikindi matvælaráðherra gjörbreyttu stöðunni á stjórnarheimilinu.
Mon, January 22, 2024
Það gustar í pólitíkinni á þessum mánudegi, þó að veðrið sé stillt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar byrjuðu daginn á fundi og hittu svo stjórnarandstöðuna á fundi eftir fund, til að ræða Grindavík. En svo er alls konar annað í gangi líka. Sunna Valgerðardóttir skýrir eitthvað af því í þætti dagsins, þar sem staðan á pólitíkinni verður tekin, eins síbreytileg og hún er, sem virðist hverfast töluvert um skoðanir tiltekinna ráðherra á hinum ýmsu málum, eins og til dæmis hvölum og hælisleitendum. En alltaf er Grindavík þó stóra málið.
Fri, January 19, 2024
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala segir frá því þegar hann bað ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í málinu og hvers vegna hann telur rétt að hún fái bætur. Hann setur spurningamerki við þátt Sjúkratrygginga í málinu og telur rétt að fleiri stofnanir gangist við ábyrgð. Skort á viðbrögðum við málinu megi að hluta skýra með því að sjúklingurinn var Eritreumaður án baklands á Íslandi og ekki með þann stuðning sem vænta mætti ef um Íslending væri að ræða.
Thu, January 18, 2024
Á dögunum féll frá einn stórtækasti listaverkasafnari Íslands, Pétur Arason. Hann safnaði af áfergju verkum eftir framúrstefnulega listamenn og átti yfir þúsund verk þegar hann kvaddi þennan heim. Markús Þór Andrésson deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur og Birta Guðjónsdóttir sýningastjóri, segja frá áráttu Péturs og einstöku safni.
Wed, January 17, 2024
Það ríkir ófremdarástand víða í heiminum, mismikið og af mismunandi ástæðum. Í landi við nokkru miðbaug hefur verið lýst yfir 60 daga neyðarástandi eftir að einn maður slapp úr fangelsi. Það er allt á suðupunkti, morðtíðni í þessu tiltölulega friðsæla landi hefur margfaldast síðustu ár. Ekvador er langt í burtu og þetta er samfélag sem á líklega ekki margt sameiginlegt með okkur Íslendingum. En það er alltaf eitthvað. Það eru 30 virk eldfjöll í Ekvador og höfuðborgin, Kido, er umkringd níu þeirra. En þessi þáttur fjallar ekki um eyðileggingu af völdum náttúrunnar, heldur mannskepnunnar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur, sem bjó um tíma í Ekvador og hefur menntað sig í stjórnmálum rómönsku Ameríku, um brostna innviði, pólitíska spillingu, stéttaskiptingu, peninga, banana og kókaín.
Tue, January 16, 2024
Grindvíkingar lýsa því margir að dagar þeirra líði að mestu í bíl um þessar mundir. Hjá stórum fjölskyldum er skutlið milli vinnu, skóla, frístunda og gististaða orðið ansi tímafrekt. Í þessum þætti fer Þóra Tómasdóttir á rúntinn með Rannveigu Jónínu Guðmundsdóttur sem þekkir þetta af eigin raun. Hún lýsir lífinu á hrakhólum, langþreytu og öryggisleysi eftir náttúruhamfarir undanfarinna vikna.
Mon, January 15, 2024
Það er drungi yfir landinu. Snemma í gærmorgunn, sunnudaginn 14. janúar, opnaðist jörðin aftur á Reykjanesskaganum. En þetta var öðruvísi en síðustu eldgos. Þarna sýndi náttúran á sér aðra hlið, eða kannski bara alveg sömu hlið, bara á verri stað. Í þætti dagsins hvílir Sunna Valgerðardóttir áhyggjuraddir ráðamanna, dramatískar lýsingar fjölmiðlanna, skipanir yfirvalda og vangaveltur vísindamanna. Þessi fyrsti þáttur eftir eldgosið er tileinkaður Grindvíkingum, bænum þeirra og því einstaka æðruleysi sem þau búa yfir.
Fri, January 12, 2024
Leit að manni sem hvarf ofan í sprungu í Grindavík fyrir tveimur sólarhringum síðan á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Jafnvel reynslumikið og sérþjálfað björgunarfólk hefur aldrei fengist við viðlíka verkefni áður. Í þessum þætti er farið yfir atburðarásina og það sem gerir leitina svona erfiða.
Thu, January 11, 2024
Við höldum áfram spjalli okkar við Ragnheiði Kristjánsdóttur sagnfræðiprófessor um embætti forseta Íslands og einbeitum okkur nú að kosningunum sem framundan eru. Stjórnarskráin var skjalfest fyrir 80 árum og þá var það skráð að frambjóðendur til forseta Íslands þyrftu að safna saman nöfnum 1500 meðmælenda til að vera löggildir. Sú tala hefur ekkert breyst síðan þá, þrátt fyrir að fjórfalt fleiri séu á kjörskrá. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa úreltu tölu eru sitjandi forseti og forsætisráðherra, prófessorar og stjórnmálafólk.
Wed, January 10, 2024
Hlutverk forseta Íslands er að miklu leiti það sama og hlutverk ríkjandi konunga eða drottninga í öðrum þingræðisríkjum. Íslenska leiðin var farin hér við stofnun lýðveldisins 1944, þegar hlutverk forsetans var skilgreint í stjórnarskránni og hefur það, eins og annað í því ágæta riti, ekki breyst síðan. En túlkun stjórnarskrárinnar er oft alls konar og hefur því hlutverk Bessastaðabóndans- eða freyjunnar, breyst mikið með tímanum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ragnheiði Kristjánsdóttur sagnfræðiprófessor í þessum fyrri þætti af tveimur um embætti forseta Íslands.
Tue, January 09, 2024
Í þessum þætti er fjallað um afleiðingar og uppgjör plastbarkamálsins. Viðmælandi okkar er Björn Zoega, forstjóri Karólínska sjúkrahússins og stjórnarformaður Landspítalans. Hann segir að þessu rúmlega áratuga langa máli sé ekki enn lokið af hálfu landspítalans. Þóra Tómasdóttir talaði við hann.
Mon, January 08, 2024
Nýja árið byrjar ekki vel fyrir ríkisstjórnina. Umboðsmaður Alþingis lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að birta álit sitt um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu. Að minnsta kosti hjá einhverjum, til dæmis forsvarsmönnum Hvals HF. Þeir ætla í mál. Niðurstaða umboðsmanns er sú að Svandís hafi ekki fylgt meðalhófsreglu með ákvörðun sinni og skort lagaheimild til að gera það sem hún gerði. Sunna Valgerðardóttir skoðar stöðuna í pólitíkinni eftir álit umboðsmanns Alþingis.
Fri, January 05, 2024
Þetta verður mikið kosningaár um allan heim. Það verður kosið til þings eða forseta í rosalega mörgum löndum, 65 nánar tiltekið, þriðjungi allra ríkja heimsins. Að sjálfsögðu látum við Íslendingar ekki okkar eftir liggja þar - við kjósum okkur forseta. Og það verður nýr forseti því fjölskyldan á Bessastöðum ætlar að flytja sig um set eftir átta ára búsetu þar. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist nú róa á önnur, eða gömul, mið, segja skilið við forsetaembættið og sinna fræðastörfum á ný. Og það leið ekki langur tími frá þeim fregnum að sætið yrði laust, þar til fyrstu vonbiðlarnir - frambjóðendurnir, létu á sér kræla. Það hefur nefnilega komið í ljós að embætti forseta Íslands er starf sem nokkuð margir telja eftirsóknarvert - og að þau eigi möguleika á að landa því. Sunna Valgerðardóttir fer yfir fyrstu lotu baráttunnar um Bessastaði í þætti dagsins.
Thu, January 04, 2024
Öllum konungsríkjum Evrópu verður stýrt af konungum eftir að Margrét Þórhildur Danadrotting réttir Friðriki krónprinsi, syni sínum, krúnuna um miðjan mánuðinn. Evrópa hefur ekki verið drottningalaus í nær 200 ár, síðan Viktoría var krýnd drottning yfir Bretlandi 1837. Af þeim tíu konungsríkjum álfunnar hafa síðan þá alltaf verið að minnsta kosti ein ríkjandi drottning, um tíma voru þær meira að segja þrjár. En allt útlit er fyrir að einhverjar prinsessur taki við krúnunum af feðrum sínum þegar þeirra tími kemur. Sunna Valgerðardóttir skoðar mannspilin í Evrópu í þætti dagsins.
Wed, January 03, 2024
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, er kominn í leyfi frá störfum sínum. Ástæður þess eru, samkvæmt heimildum Þetta helst, tengdar plastbarkamálinu. Staða Tómasar og framtíð hans innan spítalans er í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans. Níu læknar við Landspítalann lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar.
Tue, January 02, 2024
Þetta helst hefur nýtt ár á að leita svara við spurningunni um hvernig fólk öðlast hamingju. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum á hamingju og veit því aðeins meira en margur um hvað raunverulega stuðli að hamingju Íslendinga. Þóra Tómasdóttir talaði við hana.
Fri, December 29, 2023
Við flytjum inn og skjótum upp gífurlega miklu magni af flugeldum um hver áramót, þó að gagnrýnisraddirnar sem mæla á móti því verði sífellt háværari. Eigum við að geyma þessa flugelda okkar eins og eftirminnileg ár, eða bara gleyma þeim eins og þeim glötuðu? Sunna Valgerðardóttir dustar flugeldarykið af í þessum síðasta þætti ársins, skoðar gamlar fréttir og nýrri, úreldar auglýsingar og skýrslur sem enduðu í skúffum. Takk fyrir hlustunina á árinu og við heyrumst aftur á því nýja!
Thu, December 28, 2023
Í þessum þætti er stiklað á stóru í umfjöllun Þóru Tómasdóttur um nýja anga af stóra málverkafölsunarmálinu. Þátturinn er samantekt um óstöðvandi falsara sem hafa blekkt listasöfn, uppboðshús og kaupendur um allt land. Þáttarröðin var flutt 11.-15. september og 30. október 2023.
Wed, December 27, 2023
Matvælastofnun var ekki heimilt að aflífa dýr Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda í Lækjatúni á Suðurlandi þegar hún veiktist og þurfti að leggjast inn á sjúkrastofnun fyrir ári síðan. Dýrin voru frísk og ástand þeirra metið í lagi, þegar starfsfólk stofnunarinnar ákvað að aflífa þau. Þóra Tómasdóttir ræðir við Guðna Ágústsson og Guðbjörn Ingvason sveitunga Guðmundu og Sigurð Guðmundsson lögmann hennar um þessa aðgerð Matvælastofnunar.
Fri, December 22, 2023
Við borðum margar milljónir af mandarínum á hverju ári á Íslandi, langmest á aðventunni. Við torgum svona þrjátíu stykkjum á haus að meðaltali. Aldrei virðumst við kunna okkur hóf, en þessi ofsaneysla á mandarínum skýrist kannski af því að fyrir ekkert svo löngu fengust bara engir ávextir hér á sómasamlegu verði. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mandarínur og klementínur, ávexti sem vér þekkjum fólk á, myglaðar mandarínur, eitraðar mandarínur og ómissandi jólaávexti. Hljómsveitin Eva leikur undir.
Thu, December 21, 2023
Harry Bretaprins vann sigur í máli sínu gegn fjölmiðlasamsteypunni Mirror Group fyrir rétti í London. Þrjú blöð brutu lög með umfjöllun sinni um prinsinn sem var byggð á upplýsingum sem fólk á vegum þeirra aflaði með því að brjótast inn í síma hans, og þúsunda annarra, og hlusta á talhólfsskilaboð. Símahlerunarmálið stóra, sem upp komst 2011, skók heimsbyggðina og eftirskjálftarnir eru bara rétt að byrja. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og líklegt að hann muni breyta bresku fjölmiðlalandslagi til frambúðar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Andrés Jónsson um fjölmiðla, einkalíf og mögulega þróun í náinni framtíð.
Wed, December 20, 2023
Í þessum þætti heimsækir Þóra Tómasdóttir grindvíska fjölskyldu sem undirbýr nú jólin í einskonar útlægð frá heimili sínu. Hjónin Lóa Kristín Ólafsdóttir og Bergur Hinriksson hafa komið sér fyrir ásamt sonum sínum tveimur, þeim Ara Berg 11 ára og Hinriki Hrafni 19 ára, í nýbyggingu í Garðabæ. Þar er lífið allt öðruvísi en í stóra húsinu þeirra í náttúruparadísinni í Grindavík. Þau bera sig vel, halda þétt hvert utanum annað og eru staðráðin í gera það besta úr aðstæðunum.
Tue, December 19, 2023
Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi hófst öflug skjálftahrina við Sundhnúkagíga. Þetta gerðist allt svolítið skyndilega, en svo virðist sem fáir hafi kippt sér mikið upp við fregnirnar á þeim rúma klukkutíma sem það tók frá því að hrinan byrjaði þar til jörðin við Sundhnúkagíga rifnaði og hleypti upp alveg gífurlegu magni af kviku sem var búin að krauma undir yfirborðinu í langan, langan tíma. Þetta var hröð atburðarás sem leit í fyrstu alls ekki vel út, en eftir því sem líða tók á nóttina og morguninn sáum við að þetta stóra eldgos sem gaus upp úr rúmlega fjögurra kílómetra langri sprungu, virðist ekki ætla að verða það skrímsli sem fólk óttaðist í fyrstu.
Mon, December 18, 2023
Forstjóri Landspítalans bað nýlega ekkju fyrsta plastbarkaþegans afsökunar á þætti spítalans í Plastbarkamálinu. Ekkjan heitir Merhawit Baryamikael Tesfaslase og hefur aðeins einu sinni sagt sögu sína. Það var í viðtali við Ragnheiði Linnet árið 2017. Ragnheiður Linnet er jafnframt eiginkona forstjóra Landspítalans. Í þessum þætti segir Ragnheiður sögu Merhawit.
Fri, December 15, 2023
Fyrir um einu og hálfu ári síðan rakst textílhönnuður nokkur á svolítið merkilegt á göngu sinni um enska strönd. Hönnuðurinn, sem er líka forfallinn áhugamaður um steingervinga og fornleifar, áttaði sig strax á að þarna hafði hann fundið svolítið merkilegt. ?Ég fann svolítið stórkostlegt,? sagði textílhönnuðurinn á ströndinni. Þetta var reyndar ekkert bara einhver ensk strönd, heldur Júrastrandlengjan og þetta sem hann fann var hluti af mjög stórri og mjög gamalli hauskúpu. Maðurinn hringdi nokkur símtöl, fékk grun sinn staðfestan og nú á nýjársdag frumsýnir BBC heimildarmynd um þetta trýni í klettinum, skepnuna sem það tilheyrði og stórhættulega björgunaraðgerðina sem lagst var í til að nálgast þennan stórmerka fund. Sunna Valgerðardóttir fjallar um risaeðlur í þætti dagsins.
Thu, December 14, 2023
Stjórnendur RÚV benda á að það sé EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem setji reglurnar og fari með valdið í málefnum Ísraela í næstu Júróvisjónkeppni. Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóri Rásar 1 segir frá þessu samstarfi sem á sér langa sögu og snýst um svo miklu miklu meira en bara Júróvisjón. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Wed, December 13, 2023
Það er óhætt að segja að þrýst sé á Rúv um að sniðganga Júróvisjón á næsta ári. Stjórnendur stofnunarinnar hafa fengið fjölda tölvupósta þar sem farið er fram á að RÚV hætti við þátttöku í keppninni eða krefjist þess að Ísraelum verði vikið úr henni. Um átta þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Rúv um það sama. Þóra Tómasdóttir ræðir við Veru Knútsdóttur sem skorar á RÚV að hætta við keppni, Jónatan Garðarsson dagskrárritstjóra Rásar 1 og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra
Tue, December 12, 2023
Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.
Mon, December 11, 2023
Laufey hefur náð ævintýralegum árangri á tónlistarsviðinu á undanförnum tveimur árum. Sú velgengni virðist rökrétt framhald af aðdragandanum. Hún semur tónlistina sína sjálf, útsetur, syngur og leikur á ótal hljóðfæri. Þó hún sé aðeins 24 ára að aldri á hún að baki langan tónlistarferil og sigurför hennar er alls engin heppni. Í þessum þætti heyrum við af því hvernig hin kínversk-íslenska listakona varð einn mest spilaði djasstónlistarmaður á Spotify í fyrra. Þóra Tómasdóttir ræðir við Matthías Má Magnússon, dagskrárstjóra Rásar 2.
Fri, December 08, 2023
Meira en 12.000 börn og konur hafa verið drepin í stríðinu á Gaza og það er nánast að gerast í beinni útsendingu fyrir alþjóð. 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna var virkjuð af framkvæmdastjóranum í gær, sem þýðir að hann geti beitt sér fyrir öryggisráðinu. Þetta er sjaldgæft. En hér heima á Íslandi hafa sum einfaldlega hætt að fylgjast með fréttum til að vernda sína eigin geðheilsu og reynt að sníða hjá myndskeiðum af grátandi, særðum eða dánum börnum á samfélagsmiðlum. Önnur hella sér í hyldýpið, fylgjast skelfingu lostin með hryllingnum sem eykst á Gaza dag frá degi, skrifa undir lista, birta færslur á samfélagsmiðlum, ákalla stjórnvöld, fordæma stjórnvöld, senda tölvupósta, mæta á mótmæli og líklega gráta. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þessum seinni þætti um Gaza við Eyrúnu Björk Jóhannsdóttur, sem hefur valið seinni leiðina. Hún reynir allt hvað hún getur til að vekja athygli á hryllingnum sem er að gerast.
Thu, December 07, 2023
Að minnsta kosti 63 blaða- og fréttamenn hafa dáið í stríði Ísraelshers og Hamas, á þeim tveimur mánuðum sem það hefur staðið. Aldrei hafa fleiri blaðamenn látið lífið í stríði á jafn skömmum tíma. Og það er stríðsglæpur að drepa blaðamenn við störf. 63 dánir er ekki há tala miðað við þau rúmlega 17.000 sem hafa látið lífið, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Skortur á réttum upplýsingum, falsfréttir og áróður er það sem eftir verður. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttakonu og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda á fréttastofu RÚV, um ástandið á Gaza, markmið ísraelskra stjórnvalda og myrka framtíð Palestínu. Þetta er fyrri þáttur af tveimur um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs (Mynd: EPA)
Wed, December 06, 2023
Edda Björk Arnardóttir, sjö barna íslensk móðir, situr nú í sama öryggisfangelsi í Noregi og Anders Breivik var vistaður fyrir hryðjuverk. Edda er í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa í fyrra numið þrjá syni sína á brott frá föður þeirra í Noregi. Synir hennar eru nú í felum á Íslandi og barnaverndaryfirvöld vita ekki hvar þeir eru niður komnir. Faðir leitar drengjanna en hann fer með forsjá þeirra. Við rekjum nokkra helstu vendipunkta í þessu erfiða máli sem leiddi til þess að Edda var framseld til Noregs.
Tue, December 05, 2023
Þörfin fyrir að tilheyra, hjarðeðli, FOMO og egóismi gæti allt útskýrt það ástand sem skapaðist tvisvar með skömmum tíma nýverið - fyrst við opnun Ginu Tricot í Kringlunni og svo við upphaf sölu á snyrtivörufyrirtækinu ELF í Krónunni. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Rakel Garðarsdóttur, stofnandi umhverfissamtakanna Vakandi, um þessa hegðun, samfélagsmiðlanotkun og tvískinnunginn í þjóðinni. #haul #socialexperiment #shoppingaddict
Mon, December 04, 2023
Opnanir fataverslana, vegghillur, bandarískar snyrtivörur, ódýrir símar, ókeypis smjörlíki eða splunkuný hlutabréf hafa komið Íslendingum til að mynda misskipulagðar raðir í gegn um tíðina. Stundum hefur skapast svo mikill glundroði að það liggur við slagsmálum. Nýjustu tíðindin eru Gina Tricot í Kringlunni og e.l.f. snyrtivörurnar í Krónunni, en þetta er ekkert nýtt samt. Sunna Valgerðardóttir skoðar kaupæði Íslendinga, ný og gömul, í þessum fyrri þætti af tveimur um okkar kaupóðu þjóð. (Mynd með færslu: Hulda Margrét)
Fri, December 01, 2023
Mikil reiði hefur blossað upp meðal fólks sem á einni nóttu fékk lækkað lánshæfismat í kladdanum hjá Creditinfo. Fjölmargir eru ósáttir við að eldri vanskil, sem áður voru fyrnd, komi aftur inn í gagnagrunninn og lækki lánshæfismat þeirra. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að fólk missir lánaheimildir svo sem kredittkort nú rétt fyrir jólin. Þóra Tómasdóttir ræðir við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar og Lovísu Ósk Þrastardóttur yfirlögfræðing hjá Umboðsmanni skuldara. Þær kalla eftir eftirliti með lánshæfismati Creditinfo.
Thu, November 30, 2023
Ríkisstjórnin sagðist í júlí ætla að leggja nýja neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Sú gamla væri löngu komin á tíma. Það sannaðist svo nýlega, þegar akkeri togara Vinnslustöðvarinnar eyðilagði lögnina á 300 metra kafla, sleit ljósleiðarann og mögulega rafstreng. Það er hættuástand. Svo er Herjólfur bilaður líka. Þó að Eyjamenn hafi heldur betur fengið að kynnast ókostunum við jarðvirkni þá þurfa þau samt að leita til lands eftir auðlindunum. Sunna Valgerðardóttir skoðar sögu vatnsveitunnar í Eyjum og hættustigið sem hefur verið lýst yfir.
Wed, November 29, 2023
Þó lög séu í landinu um hvað vextir af skuldum megi vera háir virðast innheimtufyrirtæki finna mýmargar leiðir til að smyrja ríkulega á innheimtukostnað. Við rýnum í innheimtubréf sem eru til skoðunar hjá Neytendasamtökunum en svo virðist sem innheimtufyrirtæki hreinlega leiki sér að reglunum til þess að hámarka ágóðann af innheimtustarfseminni. Þóra Tómasdóttir ræðir við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna og Einar Bjarna Einarsson lögfræðing Neytendasamtakanna.
Tue, November 28, 2023
Dómstóll í Busan-héraði Suður Kóreu dæmdi á föstudag unga konu til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð. Konan játaði að hafa stungið ungan enskukennara til bana, hlutað lík hennar í sundur, komið einhverjum bútum fyrir í ferðatösku og fleygt í ánna. Ástæða morðsins var forvitni. Konan hafði lengi haft mikinn áhuga á sakamálasögum, sérstaklega sönnum sakamálasögum, og orðin forvitin um hvernig það væri að fremja morð sjálf. Hún lét verða af því, eftir að hafa skipulagt ódæðisverkið í marga mánuði. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðing um áhuga mannfólksins á glæpum og ráðgátunum í kring um þá, rótina og mögulegar afleiðingar.
Mon, November 27, 2023
Í þessum þætti er rætt við fólk sem upplifir að það hafi starfað sem gerviverktakar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi. Fyrirtækið rak Hringbraut, Fréttablaðið og DV. Þegar Torg varð gjaldþrota áttu þau inni peninga sem ekki teljast forgangskröfur í þrotabúinu. Á dögunum sendi skiptastjóri þrotabúsins þeim bréf sem vakið hefur mikla reiði, þar sem hann krafði þau um endurgreiðslu launa sinna. Þóra Tómasdóttir ræddi við Margréti Erlu Maack, Njál Gunnlaugsson og Tómas Arnar Sigurbjörnsson.
Fri, November 24, 2023
Hinn sextugi Geert Wilders ætlar að leiða Holland inn í breytta tíma eftir sigur í þingkosningunum á miðvikudag. Hann leiðir öfga-hægriflokkinn sem er kenndur við frelsi, er á móti íslam, vill Holland úr ESB og ætlar að reka harða innflytjendastefnu. Svipað er uppi á teningnum í Argentínu, þó að ekkert ESB sé til staðar til að ganga úr, en nýr forseti landsins, Javier Milei, ætlar að einkavæða nánast allt, leggja niður ríkisstofnanir og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Höllu Hrund Logadóttur um þessa þróun popúlismans, sem endurspeglast í Bandaríkjunum og mun víðar í heiminum.
Tue, November 21, 2023
Þessi óvenjulega staða; lágt gengi hlutabréfa í Marel og fjárhagsvandræði forstjórans fráfarandi, Árna Odds Þórðarsonar, fara ekki fram hjá þeim sem eiga peninga og vakta hlutabréfamarkaðinn. Í fjölmiðlum má lesa ýmsar útgáfur af því sem hefur gerst bakvið tjöldin. Í Heimildinni er því haldið fram að Arion banki hafi gengið erinda Stoða og Samherja, þegar bankinn tók hlutabréf Árna Odds upp í skuldir. Viðskiptamiðillinn Innherji heldur því hins vegar fram að persónuleg skuldastaða Árna Odds hafi knúið bankann til þessa neyðarúrræðis. Þóra Tómasdóttir ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann Rúv, Helga Seljan blaðamann á Heimildinni og Hörð Ægisson ritstjóra Innherja.
Mon, November 20, 2023
Nú rísa varnargarðar á Reykjanesskaganum sem eiga að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir fari undir hraun í eldgosi. Tíminn gæti verið naumur, þetta er risastór framkvæmd, kostar mikið og almenningur borgar. Garðarnir eru tveir og eiga að vernda Svartsengi, sem sér um tíu prósent þjóðarinnar fyrir hita og rafmagni. Bláa lónið verður líka varið. Fasteignaeigendur greiða brotabrotabrot af brunabótamati hússins í sjóðinn. Þar með taldir eru eigendur Bláa lónsins. Sunna Valgerðardóttir skoðar lónið sem á að verja, sögu þess og stöðu.
Fri, November 17, 2023
Hingað til hefur Parkinson verið ólæknandi sjúkdómur. Heilaskurðlækninum Arnari Ástráðsyni og samstarfsfólki hans hefur hins vegar þegar tekist að lækna bæði rottur og apa af sjúkdómnum. Þessi einstaki árangur byggir á Nóbelsverðlaunaðri aðferð við að þróa stofnfrumur. Arnar hefur unnið að þessu í rannsóknarteymi við Harvard háskóla í 17 ár og nú er komið að því prófa aðferðina á fólki. Arnar átti fatlaða systur sem varð honum hvatning til að fara þessa leið. Þóra Tómasdóttir ræddi við Arnar Ástráðsson.
Thu, November 16, 2023
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært til lögreglu mál fyrirtækis sem geymdi matvæli í ólöglegum kjallara við Sóltún. Frestur fyrirtækisins til að svara eftirlitinu rann út í vikunni. Í kjallaranum bjuggu rottur og mýs og að öllum líkindum fólk líka. Myndirnar eru martraðakenndar, sérstaklega í ljósi þess að eftirlitinu grunar að maturinn hafi verið ætlaður veitingastöðum og matvælafyrirtækjum. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Kolbein Tuma Daðason, fréttastjóra og fréttamann á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, um Sóltúnskjallarann, sem heilbrigðiseftirlitið segir umfangsmesta mál sem þau hafa þurft að kljást við.
Wed, November 15, 2023
- Það er óábyrgt að láta Sigríði Hagalín flytja fréttir af mögulegu gosi þar sem hún spáði fyrir hamförum í bókinni Eldarnir, ástin og aðrar hamfarir, þar sem eldsvirkni byrjar á Reykjanesi sem leiðir til alls konar hörmunga - skrifar áhyggjufullur samfélagsmiðlanotandi, en líklega í léttum tón. Sigríður Hagalín Björnsdóttir er ein reyndasti fréttamaður RÚV og það vill svo til að hún er líka rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað skáldsögu um eldsumbrot á Reykjanesskaganum. En það vill líka svo til að fjórum mánuðum eftir að bókin hennar kom út, rofnaði Reykjanesskaginn og hefur varla gróið síðan. Hamfarir eru orðnar, þó að hinar óhugsanlegu hamfarir, að það gjósi í Grindavík, séu enn ekki orðnar og verði vonandi aldrei. Sigríður hefur flutt fréttir af Grindavík undanfarna daga, hitt fólkið við þessar fáránlegu aðstæður og horft ofan í jörðina þar sem kvikan kraumar. Sunna Valgerðardóttir ræðir við hana í þætti dagsins.
Tue, November 14, 2023
Sólný Pálsdóttir og hennar stóra fjölskylda úr Grindavík er að reyna að venjast ósvissuástandinu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á svæðinu. Þau elska bæinn af öllu hjarta og mega ekki til þess hugsa að þau geti ekki snúið aftur til þess lífs sem þau þekkja þar. Mest af öllu reynir ástandið á yngsta barnið, hann Hilmi Sveinsson. Hann er tólf ára gamall, með downsheilkenni og kann bara ekki að meta þessa skjálfta og læti. Fjölskyldan er þó ekki bara með hugann við framtíð heimabæjarins því á sama tíma og beðið er eftir mögulegu eldgosi á svæðinu, er líka beðið eftir að lítið barn fæðist inn í fjölskylduna. Við heyrum líka í tengdadóttur Sólnýjar, henni Rannveigu Björnsdóttur, sem á að vera að læra undir próf í þessum skrítnu aðstæðum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Mon, November 13, 2023
Nokkur hluti þeirra tæplega fjögur þúsund Grindvíkinga sem þurftu að flýja heimili sín á föstudagskvöldinu búa núna í Kórnum í Kópavogi. Ég er smá hrædd um að húsið mitt springi og við komumst ekki heim aftur, segir tíu ára Grindvíkingur. Annar sveitungi hennar, sem hefur búið í Grindavík í 40 ár, hefur áhyggjur af húsinu sínu en ætlar ekki að nýta gluggann sem fékkst til að sækja eigur sínar. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fjalla um Grindvíkingana og ákvarðanir almannavarna sem eru byggðar á síbreytilegum gögnum.
Fri, November 10, 2023
Hvernig standa íslensk stjórnvöld sig í að þrýsta á að stríð Ísraels og Palestínu taki enda? Er Ísland málsvari friðar á alþjóðavettvangi? Hvaða máli skipta alþjóðalög í þessu grimmilega stríði og af hverju tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að farið sé eftir þeim? Hvaða úrræði eru til að hjálpa fólki í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Breytir það einhverju að setja fjármagn í mannúðaraðstoð? Og hvaða mannúðarsamtök er þá gagnlegt að styrkja? Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands og Lára Jónasdóttir friðar- og átakafræðingur reyna að svara þessum flóknum spurningum. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Thu, November 09, 2023
Gerir Ísland nógu mikið til að þrýsta á stöðvun stríðsins milli Ísraels og Palestínu? Höfum við úrræði til að hjálpa til í aðstæðum sem sagðar eru eitt versta mannúðarástand sögunnar? Hvað geta íslensk stjórnvöld gert betur og hvað geta almennir borgarar gert? Breytir það einhverju að styrkja mannúðarsamtök? Er það kannski bara leið til að kaupa okkur friðþægingu svo okkur líði ögn betur yfir hryllilegum fréttum af morðum á þúsundum saklausra borgara? Við leitum svara við þessum spurningum hjá þeim Láru Jónasdóttur og Kára Hólmari Ragnarssyni. Lára er hokin af reynslu af mannúðarstarfi í Mið-Austurlöndum og hefur starfað fyrir ýmis samtök svo sem Lækna án landamæra. Hún segir frá því sem hún telur gagnlegt að gera til að hafa áhrif á deiluna. Kári er lektor í þjóðarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hann veit hvaða reglur gilda í stríði og þekkir kerfið sem hannað er af alþjóðasamfélaginu til að bregðast við slíku ástandi. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Wed, November 08, 2023
Ármann Höskuldsson jarðfræðingur vill varnargarða strax vegna yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi. Hann segir ákvarðanafælni og upplýsingaóreiðu ríkja í viðbrögðum stjórnvalda. Það sé of mikið í húfi. Milljónir, eða jafnvel milljarðar, í varnargarða skipti litlu máli þegar þúsund milljarðar gætu verið í hættu. Ef hann mundi ráða, væri hann búinn að lýsa yfir hættustigi vegna jarðhræringanna. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Ármann í þætti dagsins.
Tue, November 07, 2023
Konur eru afar sjaldan skráðar eru fyrir býlum í íslenskum landbúnaði. Að mati Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, skapar versnandi fjárhagsstaða bænda enn meiri hættu á að konur sinni ólaunuðum störfum í landbúnaði og safni hvorki réttindum né lífeyri. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðabaki í Flóa segir nýleg dæmi sýni að nauðsynlegt sé að gera kerfisbreytingar til að tryggja réttindi allra sem standa að búrekstri.Fjallað er um hvernig ættliðaskiptum sé háttað á bæjum og hvað gæti bætt fjárhagsstöðu bændastéttarinnar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Mon, November 06, 2023
Fjallað er um hvimleiðan bólfélaga í þætti dagsins. Bólfélaga sem athafnar sig að nóttu til þegar rekkjunautar hans eru í fastasvefni. Hann stingur á þá göt og sýgur sjöfalda þyngd sína, finnur sér svo góðan samastað í rifum rúmsins, fjölgar sér og heldur svo iðju sinni áfram. Og það er hægara sagt en gert að losna við hann. Og í París hefur geisað það sem fjölmiðlar kalla faraldur, þessa óboðna gests. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Matthías Alfreðsson skordýrafræðing og Steinar Smára Guðbergsson, Meindýraeyði Íslands, um veggjalýs (bed bugs) í Þetta helst.
Fri, November 03, 2023
Skelfiskrækt er stærsta tækifæri sem við Íslendingar höfum til nýsköpunar. Við strendur landsins eru einstakar aðstæður á heimsvísu til ræktunar á skelfiski. Ef fundnar verða leiðir til að yfirstíga helstu áskoranir sem þessi atvinnugrein glímir við nú, verður hægt að framleiða með vistvænum hætti, meiri verðmæti en allur íslenski sjávarútvegurinn gerir nú. Þetta segir Júlíus Birgir Kristinsson doktor í líffræði.
Thu, November 02, 2023
Um milljón laxar í sjókvíum í Tálknafirði hafa drepist eða verið fargað. Á aðeins tveimur vikum sýktist laxinn í kvíunum svo illa af laxalús að fiskurinn allur er ónýtur til manneldis. Sláandi myndir af lúsétnum laxi hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu. Gréta Sigríður Einarsdóttir fréttamaður Rúv á Vestfjörðum og Vesturlandi er nýkomin frá Tálknafirði og fjallar um úrræðin við þessu ástandi og hvers vegna atvinnugreinin er íbúum á svæðinu svo mikilvæg.
Wed, November 01, 2023
Mörg þúsund manns, mikið til lítil börn, hafa verið drepin í stríðinu á milli Ísrael og Palestínu. Þetta er ógeðslegt ástand og voðalega flókið. Sunna Valgerðardóttir stiklar á ýmsu í þætti dagsins varðandi Ísrael og Palestínu, stríðið þar sem fólk deyr og þjáist, verkferla Sameinuðu þjóðanna og litla stríðið hér heima þar sem við rífumst um tölvupóstssendingar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er viðmælandi þáttarins.
Tue, October 31, 2023
Einar Ágústsson var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Bróðir hans, Ágúst Arnar, er leiðtogi trúfélags á Íslandi, trúfélags sem er byggt á einni elstu trú mannkyns: Zuism. Saga íslensku Zúistanna er ekki dæmisaga, þó að hún sé á köflum hálf-lygileg. Hún er vissulega dæmisaga sem slík, um það hvernig á ekki að gera hlutina, eða hvernig á einmitt að gera þá, það fer allt eftir viðhorfinu. Í dag eru um 600 skráðir Zúistar á Íslandi, en þeir voru rúmlega 3000 á blómaskeiðinu, sem reyndist þó byggt á sandi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Kickstarter-bræðurna Einar og Ágúst, baráttu Zúistastjórnarinnar við kerfið og sóknargjöldin sem átti að endurgreiða.
Mon, October 30, 2023
Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
Mon, October 30, 2023
Við höldum áfram að fjalla um nýja anga stóra málverkafölsunarmálsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður Listasafns Íslands fullyrðir nú að hann viti hver málaði umdeilda Kjarvalsverkið Rauðmagi á fati, sem nýlega hékk á veggjum listasafnsins. Hann hefur fundið ný gögn sem afhjúpa að höfundurinn er alls ekki Jóhannes Kjarval heldur lítt þekktur danskur málari.
Fri, October 27, 2023
- Náðargáfum fylgja freistingar, því hættulegri sem þær eru duldari. Séra Friðrik hlaut náðargáfu persónulegra töfra í óvenjulega ríkum mæli. Hann vissi um það vald sem hann gat haft yfir öðrum. Það er freisting slíks manns, það er freisting leiðtogans að valdið yfir öðrum, aðdáun og þjónslund fylgismanna verði takmark, óaðgreinanlegt frá málstað. Hann þarf að ráða. Verða miðdepill. Stjaka til hliðar. Eiga sinn flokk. Séra Friðrik var hafinn yfir slíkt. Því hann var hafinn yfir sjálfan sig. Hann bar fyrir brjósti alla drengina sína, tímanlega og eilífa velferð þeirra. Það var leyndarmál séra Friðriks. - Þetta sagði Sigurbjörn Einarsson biskup við útför trúbróðurs síns, Friðriks Friðrikssonar, í mars 1961. En sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon hefur nú leitt í ljós að þessi meinti heilagleiki var alls ekki eina leyndarmál séra Friðriks, þó að sum segja óeðlilegan áhuga hans á drengjum ætti ekki átt að hafa komið neinum á óvart. Sunna Valgerðardóttir fjallar um leyndarmál Friðriks Friðrikssonar, prests og æskulýðsleiðtoga, í þætti dagsins.
Thu, October 26, 2023
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
Thu, October 26, 2023
Reynsla ættleiddra barna sem koma hingað til lands er sambærileg reynslu þeirra sem vistuð voru á vöggustofum í Reykjavík á árum áður. Þetta segir Selma Hafsteinsdóttir, móðir ættleidds barns. Hún segir ættleiddra barna bíði sömu örlög nema þau fái kerfisbudninn stuðning til að vinna úr sínum áföllum. Á meðan vöggustofubörn fá ríkan skilning og bætur fyrir illa meðferð, sé skorið niður í málefnum ættleiddra.
Wed, October 25, 2023
Einungis sjö tilfelli hafa verið staðfest á Íslandi af heilahrörnunarsjúkdómnum banvæna sem kenndur er við þýsku taugalæknana Hans Creutzfeldt og Alfons Jakob. Nýjasta tilfellið greindist í fyrra, það var kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir að fyrstu einkenni komu fram. Þetta er smitsjúkdómur, en samt ekki beint smitandi. Það eru til fleiri afbrigði, eitt lagði breskan landbúnað nærri að velli fyrir nokkrum áratugum. Í þætti dagsins ræðir Sunna Valgerðardóttir við Elías Ólafsson, sérfræðing í taugasjúkdómum, um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, kúariðu og aðra príonsjúkdóma sem leggjast á dýr og menn.
Tue, October 24, 2023
Nú líður að lokum heimsmeistarakeppninnar í rúgbí karla í Frakklandi en um komandi helgi mætast Nýja Sjáland og Suður-Afríka í úrslitaleik mótsins. Í Þetta helst verður sagt undan og ofan af keppninni og íþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Umsjón með Þetta helst í dag hefur Guðni Tómasson
Mon, October 23, 2023
Í þætti dagsins fjöllum við um hvernig það er að verða opinberlega niðurlægður, að vera aðhlátursefni í fjölmiðlum eða bara lenda í hakkavélinni. Sá sem stendur einn í miðjum fjölmiðlastormi, gleymir því seint. Viðmælandi okkar heitir Auðun Georg Ólafsson, sem hefur ekki þorað að segja nafnið sitt upphátt í 18 ár. Slík var skömm hans yfir fárinu sem hann lenti í eftir að hafa sótt um starf fréttastjóra hjá ríkisútvarpinu. Þóra Tómasdóttir ræddi vð Auðun Georg.
Fri, October 20, 2023
Landspítalinn sinnir hátt í 50 manns árlega sem þjást af alvarlegu þunglyndi, geðhvörfum og stundum öðrum sjúkdómum, með raflækningum. Þetta er besta úrræðið fyrir vissan hóp. Örlitlum rafstraumi er beint inn í heila sjúklinganna til að framkalla flog. sem umsjónarlæknirinn segir eins konar endurræsingu. Mörgum þykir tilhugsunin um að rafstraumur í heilann geti verið lítið annað en einhvers konar gamaldags-pyntingaraðferð á fólki með geðraskanir. En það er alls ekki svo. Meðferðin skilar góðum árangri í yfir 80 prósent tilfella. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Dr. Astrid Freisen, geðlækni á Landspítalann, um sögu raflækninga, aukaverkanirnar, árangurinn, Gaukshreiðrið og mikilvægi raflækninga í nútímanum.
Thu, October 19, 2023
Nýr dómur í Noregi bannar áframhaldandi ræktun cavalierhunda þar í landi. Við ræðum hvernig best sé að bregðast við innræktun hér og hvort hægt sé að bjarga þessum vinsæla hundastofni. Við ræðum líka um sögu hunda og manna. Herdís Hallmarsdóttir fyrrum formaður HRFÍ, Þóra Jónasdóttir dýralæknir og Theódóra Róbertsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur ræða hundarækt og siðferðisleg álitamál við Þóru Tómasdóttur.
Wed, October 18, 2023
Við fjöllum um cavalier-hunda sem Hæstiréttur í Noregi telur vera svo innræktaða á heimsvísu að stöðva eigi ræktun þeirra. Cavalier eru meðal vinsælli fjölskylduhunda á Íslandi og eru ræktaðir her í stórum stíl. Herdís Hallmarsdóttir, Theódóra Róbertsdóttir, Anna Bachmann og Þóra Jónasdóttir ræða hvort forsvaranlegt sé að rækta hundana áfram þó alltof algengt sé að þeir glími við sársaukafulla erfðagalla. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Tue, October 17, 2023
Ástralska þjóðin gekk til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Niðurstöðurnar voru afgerandi: 60 prósent sögðu nei, tillagan var felld í öllum ríkjunum sex. Tillagan hefur verið kölluð Röddin, The Voice, sem átti að gefa frumbyggjum landsins meiri réttindi og viðurkenningu í stjórnarskránni. Og það sem vakti ekki síst athygli er að töluvert stór hópur frumbyggja sögðu líka nei. Sunna Valgerðardóttir fjallar um frumbyggja Ástralíu.
Mon, October 16, 2023
Á rúmri viku hefur blóðugt stríð Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna náð slíkri stigmögnun að útlit er fyrir að fleiri ríki dragist inn í átökin. Hagsmunaaðilar eru vítt og breitt um miðausturlönd en áhrifin ná einnig til Evrópu og gætu meðal annars haft áhrif á stuðning annarra landa við Úkraínu. Þessi þáttur er fyrir þau sem skilja ekki alveg hvað er að gerast í kringum Ísrael. Þóra Tómasdóttir bankaði uppá hjá Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptumeldsnemma í morgun til að spyrja hana nokkurra einfeldningslegra spurninga um ástandið.
Fri, October 13, 2023
Tæplega tíu þúsund manns mótmæla framkvæmdunum við höfnina í Þorklákshöfn, eina staðnum á landinu þar sem brimbrettafólk gengur að góðum öldum vísum. Ástríðufullt samfélag brimbrettaelskenda hefur byggst upp í kringum þetta svæði, sem er nú í hættu. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þættinum við Ólaf Pálsson, stjórnarmann í Brimbrettafélagi Íslands.
Thu, October 12, 2023
Umboðsmaður Alþingis hefur stóru hlutverki að gegna í samfélaginu. Álit hans skipta töluverðu máli. Embættisins hefur verið útskýrt annað slagið í fréttum undanfarna áratugi, á milli þess sem álitum hans á hinu og þessu er slegið upp. Þú getur verið nærfataþjófur af landsbyggðinni, ósáttur stöðumælasektargreiðandi, landeigandi með álver í bakgarðinum eða ráðherra - mál þitt á erindi til umboðsmanns Alþingis. Sunna Valgerðardóttir fer yfir hlutverk þessa mikilvæga embættismanns við Templarasund í þætti dagsins.
Wed, October 11, 2023
Hvaða aðferðir reynast árangursríkastar þegar lögregla leitar að týndu fólki. Við spyrjum um vinnubrögð til dæmis þegar leitað er að fólki í vímuefnavanda eða í sjálfsvígshugleiðingum.Bergþóra Halla Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir frá því hvernig unnið er þegar leitað er að horfnum einstaklingum. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana.
Tue, October 10, 2023
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, hefur sagt af sér. Stjórnmálafræðiprófessor segir afsögnina geta skýrst af erfiðu ríkisstjórnarsamstarfi og að kosningar gætu verið framundan. Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir fara yfir feril stjórnmálamannsins Bjarna Benediktssonar og ræða við prófessorinn Eirík Bergmann um hvað þetta þýðir nú allt saman.
Mon, October 09, 2023
Blóðug átök standa nú yfir milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Tveir stórir hópar Íslendinga hafa verið í Jerúsalem og hefur utanríkisþjónustan unnið að því undanfarna sólarhringa að koma þeim í var. Þórlindur Kjartansson er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hefur verið með það á sínu borði að koma fólkinu heim. Við ræðum um Ísrael, Palestínu og þá afstöðu Íslands að styðja tveggja ríkja leið til að stuðla að friði. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Fri, October 06, 2023
Hvers vegna velja Íslendingar í auknum mæli að leita til Grikklands eftir hjálp við að eignast börn? Helga Halldórsdóttir og Sandra Árnadóttir voru nýskriðnar yfir tvítugt þegar þær eignuðust son eftir glasafrjóvgun í Aþenu. Við heimsækjum litlu fjölskylduna og heyrum þeirra upplifun af ferlinu. Ásthildur Sturludóttir reyndi í mörg ár að eignast barn. Það tókst loks þegar hún var orðin 42 ára gömul og þá með hjálp grískra lækna. Við heyrum einnig í Snorra Einarssyni lækni hjá Livio sem skilur vel að fólk leiti til útlanda þegar meðferð hér heima hefur ekki skilað árangri.
Thu, October 05, 2023
Íslendingar leita í auknum mæli til Grikklands til þess að fá aðstoð við að eignast börn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ segja sögur sínar en þær eignuðust báðar börn eftir ferðir til Grikklands. Þrá eftir að eignast barn, örvænting og siðferðislegar spurningar verða einnig til umfjöllunar.
Wed, October 04, 2023
Rannsókn lögreglunnar í Norðymbralandi á niðurfellingu trés er enn í fullum gangi. Tréð var sagað niður í skjóli nætur og samkvæmt nýjustu fréttum er nú enginn í haldi, þó að nokkrir hafi verið handteknir, meðal annars skógarhöggsmaður á eftirlaunum og sextán ára drengur. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglan verst allra frétta. Lagt hefur verið hald á keðjusög í tengslum við glæpinn, sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa. Sunna Valgerðardóttir fjallar um ráðgátuna í Sycamore Gap í þætti dagsins.
Tue, October 03, 2023
Rawa Maijd eða kúrdíski refurinn er maðurinn sem sagður er bera megin ábyrgð á því hrottalega ofbeldi sem framið hefur verið á götum Stokkhólms og nágrennis á undanförnum vikum. Við heyrum sögu refsins sem fer fyrir genginu Foxtrot og skoðum hvers vegna Svíum reynist svo erfitt að stöðva hann. Fjölmiðlamennirnir Atli Steinn Guðmundsson og Kári Gylfason lýsa ástandinu í Svíþjóð.
Mon, November 07, 2022
Útlendingar verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Eða reyndar þeir útlendingar sem voru sendir úr landi með leiguflugi til meginlandsins í síðustu viku. Þeir fimmtán útlendingar sem stjórnvöld handtóku, lyftu úr hjólastól, kipptu úr framhaldsskóla og settu suma í fangelsi, en eru nú á götunni í Grikklandi. Búið að kalla ríkislögreglustjóra fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og embættið á að skila greinargerð til dómsmálaráðuneytisins um framkvæmdina. En það er alls ekkert víst að þetta væri svona í umræðunni ef þetta hefði ekki náðst á filmu, og þetta náðist á filmu, þó að starfsfólk ISAVIA hafi sannarlega reynt að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. UNICEF, Biskup Íslands, Rauði krossinn, Þroskahjálp, Öryrkjabandalagið, Kennarasambandið, Sjálfsbjörg og Amnesty International eru meðal þeirra stofnana sem hafa fordæmt aðgerðirnar, en eftir stendur að ráðamenn segja að það sé einfaldlega verið að fylgja lögum. Þó sé nú ekki alveg í lagi að lögreglan hafi ekki bíl til umráða sem geri ráð fyrir fólki í hjólastólum. Þessi atburðarrás, sem dómsmálaráðherra segir reyndar að eigi sér stað í hverri viku þó að við vitum ekki af því, hófst á miðvikudag, 2. nóvember og Sunna Valgerðardóttir fer yfir hana í þætti dagsins.
Fri, November 04, 2022
Maðurinn sem breski Íhaldsflokkurinn hefur falið það verkefni að sigla hagkefinu í örugga höfn þykir nákvæmismaður. Hann er ungur, forríkur, hefur áhuga á tölfræði, er bindindismaður á áfengi og neytir ekki nautakjöts. Hann heitir Rishi Sunak og Ragnhildur Thorlacius fjallar um hann í Þetta helst.
Thu, November 03, 2022
Forysta Samfylkingarinnar var algjörlega endurnýjuð á landsfundi um síðustu helgi. Ný formaður, Kristrún Mjöll Frostadóttir, er tekinn við stjórnartaumunum. Flokkurinn heitir núna Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands og merki flokksins er ekki lengur rauða kúlan, heldur alþjóðlega jafnaðarmannamerkið rauða rósin. Nýrrar forystu bíður ærið verkefni. Nú er staðan sú að helmingur sex sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar hefur á einhverjum tímapunkti verið formaður flokksins. Fyrir ekkert svo mörgum árum átti Samfylkingin tuttugu þingsæti. Tæpan þriðjung á þingi. Í Þetta helst í dag er skoðuð saga þessa merkilega jafnaðarmannaflokks sem var stofnaður sem breiðfylking - mótvægi við íhaldið, en tapaði svo eyrum kjósenda.
Wed, November 02, 2022
Fuglinn er frelsaður, skrifaði Elon Musk, ríkasti maður heims, á internetið síðastliðinn föstudag. Fuglinn í þessu samhengi er samfélagsmiðillinn Twitter, frelsaður af Musk sjálfum, en kaup hans á miðlinum fyrir heila 44 milljarða Bandaríkadala gengu loks í gegn. Lógó, eða kennimerki Twitter, er blár tístandi fugl og færslurnar sem fólk skrifar á miðilinn eru alla jafna kölluð tíst, eða Tweet. Musk tísti sumsé að hann hefði frelsað fuglinn, tístarann. Hann gerði óskiljanlega hátt kauptilboð í miðilinn í apríl á þessu ári og var það samþykkt af stjórn Twitter. En síðan þá, í apríl, hefur ýmislegt gengið á. Musk hefur reynt að hætta við, það hafa komið upp málaferli, uppljóstranir og fleira. Snorri Rafn Hallsson fer yfir helstu vendingar í stóra Twittermálinu og skoðar fyrirætlanir Musks með þetta stóra og merkilega fyrirtæki.
Tue, November 01, 2022
Það fer að nálgast eitt og hálft ár síðan Gylfi Þór Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, lykilmaður í íslenska landsliðinu og raunar einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið af sér, var handtekinn í Manchester í Bretlandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi var látinn laus gegn tryggingu en hefur verið í farbanni síðan, sem hefur verið framlengt nokkrum sinnum. Hann hefur dvalið í eins konar stofufangelsi bróðurpart þessa tíma, hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann var handtekinn og raunar lítið sem ekkert heyrst af hans máli. Hvorki ákæra né niðurfelling. Málið er bara í rannsókn. Það er enn ekki búið að nafngreina Gylfa í fjölmiðlum ytra. Fjölskylda hans er flutt heim til Íslands, pabbi hans hefur beðið íslensk stjórnvöld að skipta sér af og sumir segja að það sé verið að brjóta mannréttindi Gylfa með því að hafa hann í farbanni síðan í júlí í fyrra. María Rún Bjarnadóttir er lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra og sérfræðingur í kynferðisbrotamálum, meðal annars. Hún segir að þetta sé vissulega langur tími, en eins og við þekkjum þá er málsmeðferðartími kynferðisbrotamála alla jafna allt of langur. Og þó að það sé auðvitað íþyngjandi fyrir sakborninga, þá er það ekki síður óbærilegt fyrir brotaþolana. Og fimmtán mánuðir er alveg mikið, allt of mikið, en ekkert endilega óvenjulega mikið. Breskir dómstólar myndu heldur ekki samþykkja ítrekaða framlengingu á farbanni nema lögreglan gæti sýnt fram á að það sé virk rannsókn í gangi. Sunna Valgerðardóttir fékk Maríu Rún í Þetta helst til að spá í framhald máls fótboltamannsins ónefnda, Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Mon, October 31, 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur skorað formanninn Bjarna Benediktsson á hólm. Guðlaugur vill verða taka við keflinu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um næstu helgi, hefst föstudaginn 4. nóvember, og kosningin verður á sunnudag. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins síðan fyrir faraldurinn. Guðlaugur Þór smalaði húsfylli í Valhöll í gær þar sem stuðningsmenn hans hlýddu á framboðsræðuna og það er ljóst að það eru spennandi kosningar framundan. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn til stjórnmálaprófessors í þættinum í dag, Ólafs Þ. Harðarsonar, og fékk hans vangaveltur um hvað sé að fara að gerast í flokknum. Ólafur efast um að formannsskipti í flokknum ein og sér bæti sérstaklega við fylgi í næstu kosninum, sérstaklega í ljósi þess að það er erfitt að sjá einhvern stóran málefnamun á milli Guðlaugs og Bjarna. Þetta snýst meira um persónur og leikendur. Þá fer ásýnd flokksins eftir svona slag alveg eftir því hvernig menn ganga frá borði eftir að hafa tekist á.
Fri, October 28, 2022
Fjórði og síðasti þáttur Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir. Fyrri þættir voru um árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag lýkur umfjölluninni með viðtali við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Katrín spyr Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa? Þátturinn var fyrst á dagskrá 13. júní 2022.
Thu, October 27, 2022
Þriðji þáttur af fjórum í seríu Katrínar Ásmundsdóttur um skotárásir í Bandaríkjunum. Í þættinum er rætt við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram? Þátturinn var fyrst á dagskrá 9. júní 2022.
Wed, October 26, 2022
Skotvopnalöggjöf og eldheitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum eru á dagskrá í dag. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt. Þátturinn var fyrst á dagskrá 7. júní 2022.
Tue, October 25, 2022
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Þátturinn var fyrst á dagskrá 2. júní 2022.
Mon, October 24, 2022
Um árabil var maður að nafni Ramon Abbas einn allra vinsælasti áhrifavaldur Nígeríu. Hann var með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann stærði sig af lúxuslífstíl sínum í Dúbaí, íklæddur dýrustu merkjavöru, með Rólexúr og dýra skartgripi, akandi sportbílum eða fljúgandi í einkaþotu. Abbas kallaði sig Hushpuppi á Instagram og einnig, með vísun í eitt uppáhalds fatamerki sitt, Billionaire Gucci Master. En hvaðan komu peningarnir fyrir öllum þessum lystisemdum? Þar reyndist ekki vera allt með feldu. Abbas situr nú í fangelsi í Bandaríkjunum og á yfir höfði sér margra ára dóm, hafandi játað á sig tugmilljóna dollara fjársvik og peningaþvætti. Þetta helst fjallaði um nígeríska áhrifavaldinn sem reyndist svikahrappur.
Fri, October 21, 2022
Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Þetta helst fjallar um morðið á Birgitte Tengs, rannsókn málsins og nýjustu vendingar.
Thu, October 20, 2022
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst í dag ætlum við að líta út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans. James Webb sjónaukinn, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, var ekki búinn að vera lengi í vinnu þegar hann byrjaði að færa okkur myndir af heiminum eins og við höfum aldrei séð hann áður. Vísindamenn segja að þetta verkfræðiundur sé að færa okkur nær svörum við risastórum spurningum - um upphaf tímans og hvort við séum nokkuð ein í heiminum. Þátturinn var fyrst á dagskrá 21. júlí 2022.
Wed, October 19, 2022
Bandaríkin gerðu tugi tilrauna með kjarnorkusprengjur á Marshall-eyjum, afskekktum eyjaklasa í Kyrrahafi, á árum kalda stríðsins, sem þá var á valdi Bandaríkjanna. Íbúar eyjanna sem sprengjum var varpað á voru fluttir burt, en geislavirknin barst víðar og á byggðar eyjar þar sem íbúar hafa glímt við alvarleg heilsufarsleg vandamál æ síðan. Marshalleyingar segja að Bandaríkin hafi aldrei greitt þeim nógsamlegar skaðabætur eða axlað ábyrgð á tjóni sem hlaust vegna prófananna á heilsu og eigur eyjaskeggja. Með hækkandi sjávarmáli er nú einnig hætta á því að geislavirkur úrgangur, sem Bandaríkin skildu eftir á eyjunum, losni úr læðingi. Þetta helst fór yfir sögu kjarnavopnatilraunanna á Marshall-eyjum og áhrif þeirra í dag.
Tue, October 18, 2022
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll. Þátturinn er síðan 4. ágúst 2022.
Mon, October 17, 2022
Aðdáendur ofurhetjumynda hafa beðið árum saman eftir The Flash, kvikmynd um samnefnda kempu sem hlaupið getur á ofurhraða. Myndin var svo gott sem tilbúin árið 2018 en frumsýningu hefur verið ítrekað frestað. Meðal annars vegna þess að leikarinn sem fer með aðalhlutverkið, Ezra Miller, hefur ítrekað komist í kast við lögin á síðustu misserum, og fjölmargar fréttir verið fluttar af furðulegu athæfi háns hingað og þangað um heiminn. Meðal annars á Íslandi. Þetta helst fjallar um feril Ezra Miller síðustu árin og framtíðarhorfur The Flash.
Fri, October 14, 2022
Pútín Rússlandsforseti hefur ekki verið feiminn við að hóta kjarnorkustríði undanfarnar vikur. Rússland býr yfir tvö eða þrjú þúsund slíkum vopnum, nánar tiltekið taktískum kjarnavopnum. Tactical nuclear weapons. Fyrirbæri sem hefur ekki verið mikið fjallað um undanfarin ár, en nú líður varla sá dagur þar sem ekki birtist frétt sem fjallar á einn eða annan hátt um þessar óhuganlegu sprengjur. En hvað eru eiginlega taktísk kjarnavopn og hver er munurinn á þessum sprengjum og öðrum sprengjum? Og hver er munurinn á þeim og stóru kjarnorkusprengjunum? Sunna Valgerðardóttir fékk Sigurð M. Magnússon, forstjóra Geislavarna ríkisins, í Þetta helst til að ræða um taktísk kjarnavopn.
Thu, October 13, 2022
Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones er í vandræðum. Hann er einn sá alræmdasti sinnar tegundar í Bandaríkjunum og hefur þurft að súpa seyðið af því. Hann fullyrti trekk í trekk að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum í Conneticut, þar sem 26 voru skotin til bana, þar af 20 lítil börn, hafi raunverulega ekki gerst. Nánar tiltekið sagði hann í þættinum sínum Info Wars að þetta hafi allt saman verið sett á svið af bandarískum stjórvöldum. Með leikurum. Til að herða byssulöggjöfina. Hann var ákærður fyrir þessar lygar. Í ágúst var hann dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í Sandy Hook bætur, 45 milljónir Bandaríkjadala. Og í gær, 12. október, komst kviðdómur við dómstól í Waterbury í Connecticutað þeirri niðurstöðu að Jones skyldi greiða 965 milljónir dala hið minnsta, andvirði 139,2 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur til fleiri aðstandenda fórnarlamba skotárásarinnar. Milljarður dollara. Þórhildur Ólafsdóttir rakti sögu máls Alex Jones og foreldra barnanna í Sandy Hook í Þetta helst í byrjun ágúst, þegar Jones fékk fyrsta dóminn. Mögulega fyrsta dóminn af mörgum. Sagan hefst árið 2012, þann 14. desember. Jólin voru að nálgast í bænum Newtown í Conneticut í Bandaríkjunum.
Wed, October 12, 2022
Fyrr á þessu ári fundu vísindamenn eitt frægasta skip í sögu landkönnunar á heimskautasvæðum á þriggja kílómetra dýpi í afskekktu og illfæru hafsvæði við Suðurskautslandið, skip sem leitað hafði verið lengi. Endurance, skip bresku heimskautahetjunnar Ernest Shackletons, sökk í Weddel-hafi 1915 þegar Shackleton gerði tilraun til að ganga fyrstur manna þvert yfir Suðurskautslandið, og það hefur hvílt á hafsbotni síðan. En ætti skipið að vera þar áfram, og ekkerthróflað við því, eða ætti að gera tilraun til að ná því upp á yfirborðið? Um það eru nú skiptar skoðanir. Þetta helst fjallar um sögu Endurance, um leitina að flakinu og pælingar um framtíð þess.
Tue, October 11, 2022
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn því. Þetta segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta - frumvarp sem er nú á kunnuglegri leið í gegn um Alþingi í fjórða sinn. Halldóra segir óhjákvæmilegt að löggjafinn taki þetta skref að lokum, í ljósi þess að núverandi refsistefna sé alls ekki að virka. Vímuefnanotkun er að aukast, andlátum vegna of stórra skammta fjölgar ár frá ári. Sunna Valgerðardóttir tekur Halldóru tali í Þetta helst í dag og ræðir úrræðaleysi stjórnvalda og von Halldóru og fleiri þingmanna um að frumvarpið verði samþykkt.
Mon, October 10, 2022
Smábær nokkur í Hollandi tapaði á dögunum dómsmáli gegn samfélagsmiðlinum Twitter. Bærinn Bodegraven krafðist þess að Twitter fjarlægði ummæli notenda um að í bænum væri starfræktur djöfladýrkunarbarnaníðshringur og bæjarbúar hefðu pyntað og myrt fjölda barna. Twitter féllst ekki á það. Þrír hollenskir menn hafa þegar verið dæmdir fyrir að dreifa sögusögnum á netinu um meint satanískt athæfi bæjarbúa, sem einn þeirra segist hafa sjálfur lent í. Ekkert er þó hæft í ásökununum.
Fri, October 07, 2022
Metoo bylgjunar halda áfram að skella á heimsbyggðinni hver á fætur annarri, stórar og smáar. Í vikunni sem nú er að líða voru nákvæmlega fimm ár liðin frá því að bandaríska dagblaðið New York Times fletti ofan af ítrekuðum og grófum kynferðisbrotum Hollywoodstórstjörnuframleiðandans Harvey Weinstein, sem löngum þótti nánast ósnertanlegur risi í kvikmyndaheiminum. Það varð kveikjan að fyrstu bylgju #metoo-byltingarinnar þar sem milljónir kvenna um víða veröld vöktu athygli á langvarandi kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Og nú, fimm árum og mörg hundruð málum síðar, hefur annar farsæll Hollywood-framleiðandi og handritshöfundur verið handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína og brjóta á konum. Hann hefur getið sér gott orð í Kaliforniu síðustu áratugi fyrir skrif og framleiðslu á vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Scrubs og Californication - þættir sem slógu vel í gegn víða um heim fyrir um áratug síðan. Sunna Valgerðardóttir fjallar um Eric Weinberg í Þetta helst.
Thu, October 06, 2022
Einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, Ramzan Kadyrov. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur hann verið með herskáustu mönnum og hann hvatti meðal annars til þess á dögunum að Rússar beiti kjarnavopnum í stríðinu. Þá tilkynnti hann nýverið að hann ætli að senda syni sína á vígvöllinn, en þeir eru allir á táningsaldri. Kadyrov tók við forsetaembættinu af föður sínum, sem barðist fyrst gegn Rússum í sjálfstæðisstríði Téténa og Rússa en snérist svo á sveif með Moskvu. Kadyrov yngri er litríkur leiðtogi, virkur á samfélagsmiðlum og lætur gjarnan sjá sig með erlendum stórstjörnum þó umdeildur sé, en staða mannréttindamála í Téténíu þykir afar slæm. Þetta helst fjallar um Ramzan Kadyrov.
Wed, October 05, 2022
Íslenskir ofskynjunarsveppir, trjónupeðlur, eru farnir að skjóta reglulega upp kollinum, víðar en á umferðareyjum og öðru graslendi. Við sjáum nú hverja fréttina á fætur annari þar sem fjallað er um nýjar rannsóknir úti í heimi sem gefa sterklega til kynna að virka efnið í sveppunum, ofskynjunarefnið sílósíbin, sé til margra hluta nytsamlegt. Það hefur svo sem legið fyrir í áratugi, bara ekki farið hátt. Vísindamenn við virta háskóla um allan heim eru margir að staðfesta með rannsóknum að efnið, sé það gefið í réttum skömmtum við réttar kringumstæður, geti gert magnaða hluti í meðferð hinna ýmsu geðsjúkdóma, eins og þunglyndi og fíkn. Íslenskir ofskynjunarsveppir vaxa hér víða, en þeir eru ólöglegir með öllu. En nú hafa 22 þingmenn lagt fram tilllögu sem á að breyta lagarammanum í kring um sveppina, meðal annars í ljósi þessarra nýju rannsókna. Sunna Valgerðardóttir fjallar um lækningamátt ofskynjunarsveppa í Þetta helst í dag.
Tue, October 04, 2022
125 létu lífið og mörg hundruð slösuðust í troðningi að loknum fótboltaleik í Indónesíu um helgina. Lögregla á fótboltaleikvanginum beitti táragasi á áhorfendur sem ruddust niður á völlinn að leik Arema FC og Persebaya Surabaya loknum, og fólk á flótta undan gasinu tróðst undir við útganga leikvangsins. Þetta er eitt versta stórslys í sögu fótboltans. Táragas hefur átt þátt í flestum mannskæðustu slysunum á fótboltaleikjum undanfarna áratugi, þrátt fyrir að öryggisviðmið FIFA mæli alfarið gegn beitingu táragass á leikvöngum. Þetta helst fjallaði um harmleikinn í Indónesíu og fleiri stórslys úr fótboltasögunni.
Mon, October 03, 2022
Lögreglan á Íslandi er að vígbúast enn frekar - tilraunaverkefni með rafbyssur er að fara af stað. Lögreglan hefur reyndar viljað fá rafbyssur í tæpa tvo áratugi, umræðan um það var mjög hávær hér í kring um hrunið. Alls kyns tilraunaverkefni voru gerð, skýrslur skrifaðar, en niðurstaðan var sú að rafbyssuvæðing væri ekki tímabær. Og nú, eftir fregnirnar af mögulegri hryðjuverkaárás á Íslandi bárust, eru rafbyssurnar aftur komnar á borðið. Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort byssurnar auki öryggi borgaranna. Sunna Valgerðardóttir skoðar rafbyssur í Þetta helst í dag.
Fri, September 30, 2022
Trúarsöfnuður sem stofnaður var í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar og var upp á sitt besta á árum kalda stríðsins er í sviðsljósinu að nýju eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sem var borinn til grafar í Tókýó í vikunni. Morðingi Abes var drifinn áfram af hatri á Sameiningarkirkjunni eins og söfnuðurinn hét lengst af, þó nú sé formlegt nafn hans Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, og flestir þekki safnaðarbörnin helst sem Moonista eða Moonies, í höfuðið á stofnanda safnaðarins, sem fylgjendur álita hafa verið guðleg vera, hins kóreska Moon Sun Myung. Náin tengsl hafa um árabil verið milli Sameiningarkirkjunnar og Abes og annarra japanskra stjórnmálamanna. Þetta helst fjallar um Moonista og tengslin við Japan - og Ísland.
Thu, September 29, 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skipaði Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar í lok ágúst. Þetta var gert án auglýsingar og stuðst við lagaheimild sem gefur leyfi fyrir tilfærslum embættismanna í starfi. Tilfærslan hlaut ekki góðar viðtökur, ekki vegna Hörpu persónulega, heldur kannski aðallega vegna þess að það er mögulega slatti af fólki hér sem hafði áhuga á starfi þjóðminjavarðar, sem hafði ekki verið laust til umsóknar í 22 ár. Harpa sagði sömuleiðis í viðtali að hún hefði ekkert endilega sótt um stöðuna ef hún hefði verið auglýst, enda nýbúið að endurnýja stöðuna hennar í Listasafninu. Ráðherra hefur reynt að svara fyrir ákvörðun sína, en ýmiss fagfélög, eins og til dæmis fornleifafræðingar, krefjast þess að þessu verði snúið við. Skipan þjóðminjavarðar er á dagskrá Þetta helst í dag og Sunna Valgerðardóttir sér um þáttinn.
Wed, September 28, 2022
Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Ítalíu, eftir að flokkur hennar Fratelli d?Italia eða Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í þingkosningum á sunnudag. Hún verður þá fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti ítalska stjórnkerfisins. Það er ekki eina ástæða þess að velgengni hennar í kosningum hefur vakið heimsathygli, Meloni og flokkur hennar eru langt til hægri á hinum pólitíska ás, og hefur hún jafnvel verið kölluð fasisti, enda hóf hún stjórnmálaferill sinn sem unglingur í nýfasískri hreyfingu. Þetta helst skoðaði ævi Meloni, stefnumál hennar og ummæli, og áhugamál en hún hefur haft mikinn áhuga á verkum J.R.R Tolkien og öðrum fantasíubókmenntum frá unga aldri.
Tue, September 27, 2022
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu er tilbúið í dómsmálaráðuneytinu og mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í viðtali í síðustu viku. Tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð, hryðjuverk, voðaverk, eru orðin sem lögreglan hefur notað í tengslum við þetta mikla mál. Fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Tengls við erlend öfgasamtök voru til skoðunar. Mennirnir voru úrskurðaðir í eins og tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögmaður mannsins sem fékk tveggja vikna varðhald segir hann neita sök. Í gær hafði hann farið í eina skýrslutöku eftir fimm daga í varðhaldi. Hann neitar sömuleiðis að hafa tengsl við erlend öfgasamtök og segist ekki vita hvaðan lögreglan hefur þær upplýsingar. Sunna Valgerðardóttir fjallar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu í dag.
Mon, September 26, 2022
Frá því í byrjun árs hafa margir rússneskir auðkýfingar og kaupsýslumenn fallið fyrir eigin hendi, eða þá fallið út um glugga og fram af klettum. Sérstaklega margir sem á einhvern hátt tengjast rússneskum olíu- og orkufyrirtækjum - grunsamlega margir, telja sumir, og hafa velt upp þeim möguleika að allavega einhverjum þessara manna hafi kannski verið komið fyrir kattarnef. Enda er það svosem þekkt að þeir sem setja sig upp á móti rússneska ríkisvaldinu geta átt það til að deyja sviplega og á dularfullan hátt. Þetta helst fer yfir dularfullu dauðsföll rússneskra kaupsýslumanna - og segir meðal annars af mönnum sem á árinu hafa svipt sig lífi eftir að hafa myrt alla fjölskyldu sína, stokkið eða dottið út um glugga á sjúkrahúsi, húrrað niður stiga í háskólabyggingu, og innbyrt eitrað kaffi og körtueitur í kjallara töfralæknis.
Fri, September 23, 2022
Eins og sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með útför Elísabetar II. Bretadrottningar á mánudag tóku eftir hvíldu krúnudjásn bresku konungsfjölskyldunnar á kistu þegar hún var borin til grafar: valdasproti hennar, valdahnöttur og kórónan sem drottningin sáluga bar við hátíðleg tilefni. Kóróna þessi á sér áhugaverða sögu, þó hún sé ekki sérlega gömul sjálf er hún prýdd eðalsteinum og perlum sem rekja má aftur í aldir. Hún er svo auðvitað ekki eina kórónan í safni bresku konungsfjölskyldunnar. Önnur og þyngri kóróna var sett á höfuð Elísabetar þegar hún var krýnd drottning 1953 en henni klæddist hún aldrei aftur. Þetta helst fjallar um breskar kórónur í þætti dagsins.
Thu, September 22, 2022
Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir það sem má kalla stórsigur í síðustu Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hefðu sumir sagt að nú væri aldeilis tækifæri fyrir flokkinn að láta til sín taka. En hneykslismálin hafa gert flokknum erfitt um vik, bæði á þinginu og svo núna er allt uppi í háaloft í bæjarpólitíkinni á Akureyri. Karlarnir í flokknum virðast sumir hafa átt í vandræðum með sig, þá sérstaklega hvað varðar samskipti sín við eða um konur. Og nú virðist heldur betur anda köldu á milli forystunnar í Reykjavík og karlanna á Akureyri - og lögreglurannsókn og möguleg meiðyrðastefna verið orðaðar. Sunna Valgerðardóttir leit yfir mál Flokks fólksins í Þetta helst í dag.
Wed, September 21, 2022
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Og svo er þetta líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir plantna eru birtingarmynd þess þegar þær undirbúa sig fyrir veturinn - að leggjast í dvala. Haustlitirnir eru á dagskrá Þetta helst í dag.
Tue, September 20, 2022
Skákheimurinn er í uppnámi eftir að grunur vaknaði um að ungur bandarískur stórmeistari, Hans Niemann, hafi svindlað í skák gegn norska meistaranum Magnusi Carlsen, á virtu skákmóti í Bandaríkjunum í byrjun mánaðar. Æsilegar kenningar ganga á netinu um það hvernig Niemann gæti mögulega hafa farið af því. Carlsen hefur ekki tjáð sig um málið fyrir utan eina dularfulla færslu á Twitter, en í gær áttu þeir Niemann að eigast við á öðru skákmóti og gaf Carlsen skákina í upphafi og gekk út. Þetta helst fer yfir málsatvik í þessum skákskandal.
Mon, September 19, 2022
Kvikmyndabransinn á Íslandi er helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands. Fjórða serían af True Detective verður tekin upp hér. Sögusviðið er rannsóknarmiðstöð í Alaska þar sem dularfullir atburðir gerast og ekki ómerkari stórstjarna heldur en Jodie Foster þarf að leysa gátuna. Níu milljarðar í kassann og 35 prósenta endurgreiðsla frá ríkinu. Menntamálaráðherra og True North eru himinlifandi. Svo komu aðrar fréttir. Niðurskurður til Kvimyndasjóðs um þriðjung milli ára. Kvikmyndagerðarfólk segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu og spyr hvort það sé verið að hampa Hollywood á kostnað Íslands. Við litum aðeins yfir kvikmyndaumræðuna síðustu vikuna - sem hófst eins og áður segir, á fréttum af heimsókn frá Hollywood.
Fri, September 16, 2022
Yfirvöld í Belgrad, höfuðborg Serbíu, lögðu bann við samevrópskri gleðigöngu hinsegin fólks sem halda á í borginni á morgun, en gangan verður að líkindum gengin samt, samkvæmt síðustu fréttum. Gleðigangan er hápunkturinn á EuroPride, evrópskri hátíð hinsegin fólks, sem haldin er í Serbíu í ár. Það er í fyrsta sinn sem EuroPride er haldið í landi í Suðaustur-Evrópu og vonuðust aðstandendur til að viðburðurinn myndi marka þáttaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks í Serbíu. Þetta helst fjallar um EuroPride og rifjar upp sögu gleðigöngunnar í Belgrad, en hún er þyrnum stráð.
Thu, September 15, 2022
Bandaríski hip hop og r&b tónlistarmaðurinn Robert Kelly, R Kelly, var dæmdur í sumar í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Kelly hafði enn fleiri ákærur á bakinu sem átti eftir að greiða úr. Nýjasti dómurinn yfir honum féll í gær, þar sem hann var fundinn sekur fyrir barnaníð og kynferðisbrot. Fram kemur í frétt Guardian að alríkisdómstóll hafi dæmt R Kelly sekan í þremur barnaklámsákærum og þremur kynferðisbrotaákærum þar sem börn áttu í hlut, sem áttu sér stað í heimaborg hans Chicago. Og það eru enn að minnsta kosti tvö mál til viðbótar sem bíða R. Kelly, sem snúa að kynferðisbrotum, annars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Þetta helst fjallaði um R. Kelly í sumar, í byrjun júlí, þegar stóri fangelsisdómurinn var nýfallinn, og fékk Atla Fannar Bjarkason til mín til að ræða feril og fall tónlistarmannsins, sem var eitt sinn einn sá stærsti í heimi.
Wed, September 14, 2022
Um árabil hefur breski samsæriskenningasmiðurinn David Icke reynt að vekja heimsbyggðina til vitundar um það sem hann álítur eitt mesta samsæri veraldarsögunnar, jú að heiminum sé stjórnað á bak við tjöldin af varasamri elítu eðlufólks, sem kom hingað til Jarðarinnar úr annarri vídd fyrir þúsundum ára. Allt valdamesta fólks heims sé í raun eðlur í mannsham sem hafi það markmið að kúga mannfólkið og stundi viðurstyggilegar athafnir í leyni. Þó kenningar Ickes hljómi fáránlega á hann sér tryggan hóp fylgjenda og margir viðrað þær kenningar á samfélagsmiðlum, til dæmis, eftir andlát Bretadrottningar að hún hafi verið eðla í raun. Þetta helst fer yfir feril Davids Icke og kenningarinnar um eðlufólkið.
Tue, September 13, 2022
Bretland hefur fengið nýjan konung eftir andlát Elísabetar annarar í síðustu viku. Karl Bretaprins, elsti sonur drottningarinnar, varð Karl þriðji Bretakonungur um leið og móðir hans dró síðasta andann. Og eiginkona Karls, Camilla Parker Bowles, varð á sama tíma eiginkona konungsins, konungskona eins konar. Eins og Filippus var drottningamaður Elísabetar. Heimspressan hefur verið undirlögð af fregnum af breska konungsveldinu, fortíð þess og framtíð, eftir andlát Elísabetar. Í Þetta helst fjölluðum við um Elísabetu daginn eftir andlát hennar, föstudaginn 9. september, og í dag lítur Þetta helst á nýju konuna í hásætinu - konuna sem var um tíma ein umdeildasta kona Bretlands - konan sem arftakinn elskaði og sagðist fórna öllu fyrir. Konan, sem er nú orðin það næsta sem kemur drottningu breska heimsveldisins.
Mon, September 12, 2022
Þetta helst fjallar um fjöldamorðin í Saskatchewan-fylki Kanada í síðustu viku. Tíu voru myrtir í hnífárásum á afskekktu verndarsvæði frumbyggja í Kanada, sunnudaginn 4. september síðastliðinn. Tveir bræður voru eftirlýstir og sagðir vera á flótta en annar bróðirinn fannst síðar látinn ekki langt frá vettvangi glæpanna. Hinn bróðirinn, Myles Sanderson, var loks handtekinn á miðvikudag eftir fjóra daga á flótta, og lést í svo haldi lögreglu. Myles átti sér langa sögu ofbeldisglæpa en var þó látinn laus á skilorði nokkrum mánuðum fyrir ódæðisverkin.
Fri, September 09, 2022
Þetta helst er að þessu sinni tileinkaður Elísabetu 2. Bretadrottningar sem lést á fimmtudaginn 8. september, 96 ára að aldri. Birta Björnsdóttir fréttamaður reifar langa ævi og feril Elísabetar og spilað er viðtal við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum, um drottningu frá því í febrúar á þessu ári, þegar 70 ár voru liðin frá valdatöku hennar.
Thu, September 08, 2022
Tíu konur afplána dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta prósent til rúmlega ellefu. Það var í kring um fimm prósent fyrir um tíu árum síðan. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Dómarnir sem konurnar hlutu eru misþungir, allt frá níu mánaða fangelsisvist og upp í 16 ár. Fjórar eru íslenskar og sex erlendar. Auk þeirra sátu í vikunni fjórar konur í gæsluvarðhaldi, allt útlenskar. Umboðsmaður Alþingis segir í nýrri skýrslu að mögulega sé tilefni til að taka ólíka stöðu karla og kvenna í fangelsum landsins til skoðunar og veltir upp þeirri spurningum hvort það sé sanngjarnt að betri úrræði, eins og Kvíabryggja, séu einungis í boði fyrir karla. Fangelsismálastjóri segir skorta úrræði fyrir konur. Viðamikil íslensk rannsókn síðan í fyrra varpar skýru ljósi á aðstæður kvenna í fangelsum og segja rannsakendur að konum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur af yfirvöldum. Þetta helst fjallaði um konur í fangelsum í dag.
Wed, September 07, 2022
Lundúnastúlkan Shamima Begum var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún strauk að heiman og gekk til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi ásamt tveimur skólasystrum sínum á svipuðu reki. Lífið í Íslamska ríkinu reyndist ekki vera sú útópía sem hún hafði búist við. Hún eignaðist þrjú börn með hollenskum vígamanni og missti þau öll ung og hefur hafist við í flóttamannabúðum í norðaustanverðu Sýrlandi undanfarin þrjú ár. Hún hefur lýst því yfir að hún vilji snúa heim til Bretlands en það er henni ómögulegt þar sem hún hefur verið svipt breskum ríkisborgararétti fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Árum saman hefur Begum barist fyrir að fá ríkisborgararétt sinn aftur, og nýlega dró til tíðinda í máli hennar. Þar kemur gagnnjósnari við sögu. Þetta helst rekur sögu Begum.
Tue, September 06, 2022
Mary Elizabeth Truss verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Truss er þingmaður fyrir Suðvestur Norfolk, hún er utanríkisráðherra, ráðherra kvenna og jafnréttis. Leiðtogi Íhaldsflokksins. Þetta er sumsé lýsingin á Twitterreikningnum hennar. Hún ætlar að leggja fram efnahagsáætlun sem á að taka á verðbólgu, yfirvofandi efnahagslægð og síversnanadi efnahag almennings. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakar hana um að vera ekki í tengslum við raunveruleikann og ekki standa með hinum vinnandi stéttum. Truss sigraði Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, í atkvæðagreiðslu um leiðtogasætið og hlaut hún 57% greiddra atkvæða. Breskir veðbankar spáðu Truss á sunnudag 97 prósenta líkum á sigri og það varð svo raunin í gær. In Liz we Truss, LT - Low Tax, Liz for LEader. Þetta eru dæmi um orðaleikina á skiltum stuðningsmanna Liz, sem eru þó ekki eins skemmtilegir á íslensku. Við treystum Liz, lægri skattar og Liz í leiðtogann. Truss boðar harðan hægri boðskap. Hún ætlar að lækka skatta með lánsfé. Liz Truss er á dagskrá Þetta helst í dag.
Mon, September 05, 2022
Fyrir 125 árum lögðu breskir nýlenduhermenn í rúst höfuðborg afrísks konungsríkis, Benín, þar sem nú er Nígería. Þeir myrtu fjölda manns og höfðu á brott með sér þúsundir listmuna úr bronsi sem síðan dreifðust um Evrópu. Æ síðan hafa afkomendur þeirra sem verkin sköpuðu á sínum tíma reynt að fá þau aftur heim. Að undanförnu hafa allnokkur söfn í Evrópu lýst því yfir að þau hyggist skila stolnum bronsmunum til Nígeríu, en safnið sem á stærst safn Benín-bronsmuna, British Museum, hefur lítið vilja tjá sig um málið. Þetta helst fjallar um Benín, umdeilda listmuni og arfleifð nýlendutímans á söfnum Evrópu.
Fri, September 02, 2022
Tvær skýrslur komu út í liðinni viku. Önnur kemur út árlega og hefur gert undanfarna áratugi, en hin er byggð á stórri rannsókn. Báðar snúa þær að kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Sú árlega, skýrsla Stígamóta, sýnir ákveðið umfang kynferðisbrota á landinu, þau brot sem fólk verður fyrir og leitar sér aðstoðar vegna. Biðlistarnir á Stígamótum eru að lengjast, fólk getur þurft að bíða í 10 til 12 vikur eftir viðtölum. Stafrænt kynferðisofbeldi er að aukast og 16 prósent gerenda eru undir átján ára aldri. Hin skýrslan varpaði ljósi á algengi kynferðislega áreitni á vinnustöðum landsins. Um þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta helst gluggaði í skýrslurnar.
Thu, September 01, 2022
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít flytja ekki í sjókvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum í ár, eftir að bátur sökk við kvína um miðjan ágúst. Flutningur mjaldranna úr sérstakri hvalalaug yfir í sjókvína hefur ítrekað tafist, en þrjú ár voru í sumar síðan mjaldrarnir fluttu til Íslands frá Kína. Þetta helst rekur sögu og ferðalag mjaldrasystranna, sem og annars og dularfyllri mjaldurs sem komst í heimsfréttirnar um svipað leyti og Litla Grá og Litla Hvít.
Wed, August 31, 2022
Þetta helst fjallar í dag um banvænar afleiðingar ofskömmtunar lyfja, löglegra og ólöglegra. 31. ágúst er viðeigandi, alþjóðlegi ofskömmtunardagurinn, International Overdose Awareness Day á ensku. Dagurinn er haldinn með það að markmiði að binda enda á dauðsföll vegna ofskömmtunar. 46 lyfjatengd andlát voru skráð hjá embætti Landlæknis í fyrra, allt árið 2021. Þau hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt áður óbirtum niðurstöðum Landlæknisembættisins. Næstflest andlát vegna lyfjaeitrana voru árið 2018, en þau voru þá 39. Af þeim sem létust í fyrra vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Ópíóíðar, helst oxycontin, spila stóran þátt í þessum eitrunum. Þetta helst skoðar sögu lyfjatengdra andláta á Íslandi, banvæna ópíóíða og lítur sömuleiðis aðeins vestur um haf.
Tue, August 30, 2022
Þetta helst fjallar um mann sem kallaður hefur verið ?holumaðurinn? og jafnframt einmanalegasti maður heims. Fyrir 26 árum réðust vígamenn á litla kofaþyrpingu, heimkynni ættbálks nokkurs í regnskóginum í vestanverðri Brasilíu. Vígamennirnir voru á höttunum eftir landsvæði ættbálksins, vildu leggja það undir skógarhögg eða landbúnað. Þeir jöfnuðu þorpið við jörðu og myrtu alla íbúa, nema einn. Æ síðan ráfaði sá sem komst lífs af einn um skóginn og hafnaði öllum tilraunum annars fólks til að eiga við hann samskipti. Holumaðurinn svonefndi er nú látinn og ættbálkur hans því algerlega horfinn. Þetta helst segir frá manninum og baráttunni við að vernda viðkvæmar frumbyggjaþjóðir Brasilíu.
Mon, August 29, 2022
Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið hefur haft verið á valdi sínu síðan í mars, en skæðir bardagar hafa staðið yfir allt umhverfis það vikum saman. Leiðtogar um allan heim hafa hvatt bæði Rússa og Úkraínumenn að láta af bardögunum, en hver vísar þar á annan eins og gengur og gerist í stríði. En í dag dró til tíðinda þegar það var tilkynnt að vel valið teymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni er á leið til Zaporizhzhia, nokkuð sem Úkraínuforseti hefur krafist í langan tíma. Þetta helst skoðaði aðeins Zaporizhzhia kjarnorkuverið og leit til Chernobyl í leiðinni.
Fri, August 26, 2022
Í næsta mánuði mætir fyrir stríðsglæpadómstól í Haag maður nokkur um nírætt, sem sagður er þjást af elliglöpum og fleiri kvillum. Maðurinn, Rúandamaðurinn Felicien Kabuga, var handtekinn í París fyrir tveimur árum eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í 26 ár. Hann er sakaður um að hafa, árið 1994, leikið stórt hlutverk í þjóðarmorðinu í Rúanda, þegar rúandískir Hútúar slátruðu mörg hundruð þúsund löndum sínum af þjóð Tútsa. Kabuga var þá einn auðugasti maður Rúanda og notaði auð sinn til að fjármagna bæði áróðursstarfsemi, þar á meðal alræmda útvarpsstöð, og vígasveitir. Þetta helst fjallar um Kabuga, lygilegan flótta hans undan réttvísinni árum saman, og fleiri grunaða þjóðarmorðingja sem enn eru á flótta.
Thu, August 25, 2022
Á laugardagskvöldið 20. ágúst sprakk sprengja um borð í bifreið á ferð um fjörutíu kílómetra frá Moskvu. Ökumaður bílsins lét lífið. Hún hét Darya Dugina og var kunn sjónvarpskona í Rússlandi. Margt er enn á huldu um tilræðið þó rússnesk stjórnvöld fullyrði að úkraínska leyniþjónustan hafi verið að verki. Dugina ók í bíl föður síns, sem margir telja að sé líklegra að hafi verið skotmark árásarmanna, hverjir sem þeir eru. Faðir hennar, Alexander Dugin, hefur verið kallaður ?heili Pútíns? þar sem hugmyndafræði hans, greinar og bækur, hafi haft svo mikil áhrif á stefnu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Dugin hefur meðal annars árum saman kallað eftir því að Rússar ráðist inn í Úkraínu. Þetta helst fjallar um hugmyndir Dugins og morðið á dóttur hans.
Wed, August 24, 2022
Það er 24. ágúst, þjóðhátíðardagur Úkraínu, og nákvæmlega hálft ár liðið frá því að Vladimir Putin Rússlandsforseti skipaði herliði sínu að ráðast inn í Úkraínu og hertaka landið. Á þessu hálfa ári hafa milljónir Úkraínubúa þurft að flýja heimili sín og land, leita sér skjóls í öðrum löndum og um alla Evrópu hafa flugvellir og lestarstöðvar fyllst af Úkraínumönnum á flótta undan þessu óskiljanlega stríði. Heimsmyndin breyttist nánast yfir þessa einu nótt 24. febrúar 2022. Þetta helst rifjar í dag upp fyrri þætti um stríðið í Úkraínu, annars vegar þegar Pútín réðst inn í landið og svo þegar þrír mánuðir voru liðnir af stríði. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, ræddi innrásina við þau Guðmund Björn Þorbjörnsson og Katrínu Ásmundsdóttur daginn eftir að stríðið hófst. Fyrir nákvæmlega hálfu ári síðan.
Tue, August 23, 2022
Það ríkir einhvers konar neyðarástand í loftslagsmálum, um það erum við flest sammála um. Loftslagsbreytingar eru farnar að bíta. Hitabylgjur, flóð, dauði heilu tegundanna, skógareldar, hungursneið og uppskerubrestir eru farin að verða nánast daglegur fréttamatur - út af loftslagsbreytingum. Við erum á góðri leið með að eyðileggja heimili okkar og við höfum líka vitað það í langan tíma. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið eru á þessari skoðun og allir eru að reyna að bregðast við. 39 lönd hafa nú þegar formlega lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála. Evrópuþingið hefur gert það sömuleiðis og Evrópusambandið hálfpartinn líka. En ekki Ísland. Af hverju ætli það sé? Og þau eru mörg ósátt við það - þá kannski sérstaklega íslenskir náttúruverndarsinnar og þeirra á meðal er Björk, sem er ekki bara ósátt heldur segir hún að forsætisráðherra hafi svikið samkomulag þeirra á milli með því að lýsa ekki yfir neyðarástandi. En hvað þýðir það eiginlega að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum? Þetta helst reyndi að svara því.
Mon, August 22, 2022
Þetta helst fjallar um tvær manneskjur sem sitja í fangelsi, hvor í sínu landinu, sem orðið hafa að peðum í valdatafli stórveldanna. Bandarísk körfuboltastjarna hefur dúsað í fangelsi í Rússlandi fyrir að hafa flutt kannabisvökva til landsins í um hálft ár. Alræmdur rússneskur vopnasali - kallaður sölumaður dauðans - hefur setið inni í Bandaríkjunum í meira en áratug. Nú gæti svo farið að yfirvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum skipti á þessum tveimur föngum - körfuboltastjarnan Brittney Griner verði flutt til heimalands síns Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska vopnasalan Viktor Bout. Viðræður um fangaskiptin standa yfir - en hvaða fólk er þetta og hvernig komst það í þessa stöðu?
Fri, August 19, 2022
Kókaín, og stór og smá mál því tengdu, eru á dagskrá Þetta helst í dag. Íslensk lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni í gámi sem var reynt að smygla hingað til lands í gegn um Sundahöfn og er þetta lang, lang mesta magn af þessu rándýra dópi sem hefur fundist hér á landi. Fyrsta málið sem var kallað stóra kókaínmálið snerist um eitt kíló. Svo kom annað stórt kókaínmál sem snerist um 16. Og nú í vikunni tilkynnti lögreglan nýjasta og langstærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Hundrað kíló af tiltölulega hreinu efni, falið vandlega í gámi. Fjórir eru í haldi, ekki góðkunningjar lögreglunnar, en eiga líklega töluverða fangelsisvist fyrir höndum verði þeir fundnir sekir. Götuverðið á efnunum getur hlaupið á milljörðum króna.
Thu, August 18, 2022
Við höfum af og til undanfarin ár heyrt af tilraunum vísindamanna til að vekja loðfílinn, sem dó út fyrir um fjögur þúsund árum, aftur til lífsins með erfðatækni. Á dögunum kynntu vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum áform um að vekja aðra útdauða skepnu til lífsins. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu en dó endanlega út árið 1936, og var útdauðinn af manna völdum. Fyrirtækið Colossal í Bandaríkjunum, sem hingað til hefur einbeint sér að loðfílnum, hefur tekið höndum saman við vísindamenn í Melbourne sem vonast til að nýr Tasmaníutígur fæðist innan tíu ára. Þetta helst fjallaði um fortíð og framtíð Tasmaníutígursins.
Wed, August 17, 2022
Fangelsi eru ekki gerð fyrir fólk sem er alvarlega veikt á geði, segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna. Margir þeir sem nú sitja inni eru þar vegna ofbeldisbrota og innan veggja fangelsanna ríkir ofbeldismenning. Sumir fangar, sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Og fangelsismálastjóri segir að hinn endalausi úrræðisskortur fyrir fanga sem eru geðveikir, en samt sakhæfir, geti verið spurning um líf eða dauða. Það er til dæmis ekki langt síðan að veikur fangi réðist á tvo fangaverði og slasaði þá alvarlega. Svo hafa fangar líka svipt sig lífi. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Tue, August 16, 2022
Sjávarspendýr, stór og mikil, mörg hundruð kíló að þyngd með stórar skögultennur, eru til umfjöllunar í Þetta helst þætti dagsins. Vera Illugadóttir fjallar um rostunga sem hafa valdið usla í samfélagi okkar mannanna upp á síðkastið. Allnokkrir hafa ratað í fréttirnar að undanförnu, dýr sem komin voru langt frá heimkynnum sínum í Norður-Íshafi og vöktu bæði mikla athygli og þóttu valda talsverðum óskunda með uppátækjum sínum - og sögur þeirra enduðu sjaldnast vel. Við heyrum af rostungsurtunni frægu Freyju í Noregi, Stenu í Finnlandi og tveimur rostungum sem höfðu viðkomu á Íslandi með nokkurra áratuga millibili og hétu báðir Valli.
Mon, August 15, 2022
Þetta helst fjallar um meira en þrjátíu ára gamlan dauðadóm, sem var næstum því uppfylltur fyrir stuttu. Bresk - indverski rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn margítrekað á hol síðastliðinn föstudag, þar sem hann stóð á sviði í New York ríki fyrir framan fullan sal af fólki. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, gekkst þar undir aðgerð og losnaði úr öndunarvél eftir rúman sólahring. Hann lifði árásina sumsé af, en mun að öllum líkindum missa annað augað, taugarnar í handlegg hans skárust í sundur og lifrin hans skaddaðist sömuleiðis. 24 ára gamall maður var handtekinn fyrir ódæðið, en hann neitar sök. Rushdie er líklega einn af feigustu mönnum heims, að minnsta kosti svona opinberlega, en það eru meira en 33 ár síðan það var gefið opinbert skotleyfi á hann, hann lýstur réttdræpur og fé sett til höfuðs honum. Fyrir að skrifa bók.
Fri, August 12, 2022
Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í bæ á þeirri birtingu og atburðarrásina sem þá fór af stað. Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins, Rússar kröfðu ritstjórnina um afsökunarbeiðni og hótað var öllu illu. Árásin var kærð til lögreglu, Blaðamannafélagið fordæmdi afskiptin og ráðherra fjölmiðla sagðist harma árásina, hún væri aðför að frelsi fjölmiðla á Íslandi. Stundin setur aðför sendiráðsins í samhengi við fræga dóma sem Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu hér á árum áður vegna nasista. Þessi atburðarrás hófst á miðvikudagsmorgunn og svo virðist sem henni hafi lokið, þannig séð, í gærkvöld. Nú er lögreglan með það á sínum herðum.
Thu, August 11, 2022
Serena Williams er óumdeilanlega ein besta og merkilegasta íþróttakona heims. Hún og systir hennar, Venus, eiga að baki frekar lygilega sögu og það er óhætt að segja að þetta heimsfræga tvíeyki hafi svo sannarlega unnið fyrir þeim gífurlega árangri sem þær geta státað af í dag. Þó að saga systranna sé á mjög margan hátt sameiginleg og samtvinnuð, verður Serena stjarna Þetta helst í dag. Serena Williams er ekki bara ein besta tenniskona heims, heldur hefur hún frá unga aldri verið ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og réttindum svartra. Þá hefur hún líka talað fyrir jákvæðri líkamsímynd og hvatt ungar stúlkur og konur til að láta drauma sína rætast. Serena hefur unnið 23 risamót og alls 73 einstaklingstitla - og nú ætlar hún að leggja spaðann á hilluna, eftir næsta US Open sem er í lok þessa mánaðar. Þegar hún var spurð af hverju hún væri að hætta sagði hún að það væri ljós við enda ganganna og það ljós sé frelsið. Þetta helst leit yfir feril þessara stórmerku, rétt rúmlega fertugu baráttukonu.
Wed, August 10, 2022
Við ætlum að líta til himins. Að meðaltali deyja um 60 manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Þórður Arason jarðeðlisfræðingur er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að eldingum og var hann til viðtals á Rás 1 á dögunum þegar heldur óvenjulegt eldingaveður gekk yfir Noreg. Hann segir meðal annars frá því hvað gerist í mannslíkamanum þegar hann verður fyrir eldingu og hvernig ber að tryggja öryggi sitt í eldingaveðri. Þetta helst fer í dag yfir þetta náttúrufyrirbrigði, sem hefur til þessa ekki valdið miklum usla á Íslandi, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér með hlýnandi loftslagi og aukinni útivist á fjöllum.
Tue, August 09, 2022
Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var nýverið dæmdur til að greiða foreldrum drengs sem var myrtur í skotárásinni í Sandy Hook bætur. Jones hafði fullyrt ítrekað í þáttum sinum, sem fjöldi manns fylgir, að árásin á skólann hefði ekki gerst, að foreldrar barnanna sem þar létust væru leikarar og að allt hefði þetta verið skáldað upp af djúpríkinu til að taka byssur af bandarískum almenningi. Þórhildur Ólafsdóttir fjallar í dag um málaferlin gegn Alex Jones.
Mon, August 08, 2022
Þessa stundina, mánudaginn 8. ágúst 2022, eru um það bil 25 eldfjöll að gjósa í heiminum. Eitt gýs á Íslandi en sex eru spúandi í Indónesíu. Það er meira að segja eldgos í gangi á Suðurskautslandinu. Í Þetta helst dagsins skoðum við gjósandi heimskortið, fræðumst um mengun af völdum eldfjalla og lítum aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 þegar eldkeilan í Washingtonríki sprakk með hræðilegum afleiðingum. Svo skjótumst við aðeins til Hollywood í leiðinni.
Fri, August 05, 2022
Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fór til Taívan. Stutt heimsókn sem hefur reynst sérstaklega afdrifarík. Kínverjar eru sármóðgaðir og reiðir og Taívanir óttast um öryggi sitt. Var þetta með ráðum gert? Hvers vegna ættu Bandaríkjamenn að vilja rugga bátnum gagnvart Kína með þessum hætti? Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri? Hver gæti fórnarkostnaðurinn verið?
Thu, August 04, 2022
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þeim, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef eigendur, eða leigjendur, einkaþotnanna vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald - það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. En einkaþotustöðumælagjaldið á Íslandi er miklu, miklu lægra heldur en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Borgarfulltrúi VG vill þessar þotur burt af vellinum, þær eru mengandi og valda ónæði. Bandarískir markaðssérfræðingar segja einkaþotumarkaðinn sjóðheitan - það hafa aldrei fleiri slíkar þotur verið í umferð og nú - og færri komast um borð en vilja. Notaðar þotur eru meira að segja farnar að rokseljast. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta sem hefur aldrei verið jafn vinsæll.
Wed, August 03, 2022
65 tonnum af blautþurrkum er sturtað niður í klósett landsmanna á ári hverju. Þær eyðileggja fráveitukerfi, skapa ærin fjárútlát og menga umhverfið. Farið er yfir hvers vegna og hvernig í þætti dagsins.
Tue, August 02, 2022
Jörð skelfur á Reykjanesskaganum. Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. Fólk hefur lýst hrinunni í nótt sem þeirri verstu sem það hafi upplifað og heyra mátti að mörgum er brugðið - enda margir skjálftarnir harðir og snarpir. En við erum fljót að gleyma. Í Þetta helst í dag verður aðeins litið til sögunnar á Reykjanesskaganum, kíkt á gamla heimildarmynd um jarðfræðina á svæðinu og rifjað upp skjálftana snörpu árin 1929 og 1968, sem urðu nálægt Brennisteinsfjöllum austan Kleifarvatns. Þeir gerðu nefninlega aðeins meira en að búa til umræðuefni við kaffivélarnar í sumargúrkunni og þrykkja myndum af veggjum.
Fri, July 29, 2022
Við þurfum að tala um njósnahagkerfið, stendur á heimasíðu Neytendasamtakanna. Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Það koma allskonar tímamót í lífinu. Og samfélagsmiðlar og okkar stafræna líf virðist fylgja. Fylgja tímamótunum, áformunum, lífsskeiðunum okkar. Jafnvel án þess að við verðum þess mikið vör. Tinderauglýsingar á Facebook á einhleypuskeiðinu. Barnavörur auglýstar á Instagram og Tik Tok þegar þungunarprófið er jákvætt. Golfbúðarauglýsingar þegar það fer að líða að ferðinni til Flórída og gömul mynd birtist á feedinu af ferðinni til Tene eftir að fjölskyldan rifjar upp herlegheitin yfir sunnudagssteikinni. En hvernig má það vera? Hvað vita snjalltækin um okkur og hvernig má koma í veg fyrir njósnaauglýsingar? Katrín Ásmundsdóttir ræðir við formann Neytendasamtakanna um njósnaauglýsingar í Þetta helst í dag.
Thu, July 28, 2022
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. Hún náði ekki alveg hundrað árum Þyrnirósarinnar, en nokkuð nálægt því. Sextíu ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Ef það gýs er búist við að aðdragandinn verði skýr með aukinni skjálftavirkni. Fyrirvarinn gæti verið stuttur, jafnvel aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
Wed, July 27, 2022
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur búinn að koma sér í klandur vegna hegðunar sinnar á samfélagsmiðlum. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína til að fá að vera á Íslandi. Hver lýgur sér ekki til bjargar? spurði vararíkissaksóknararinn. Hann spurði reyndar líka hvort það væri skortur á hommum á Íslandi. Uppi varð fótur og fit, eðlilega, og dómsmálaráðherra sagði meira að segja að ummælin hafi slegið sig illa. Samtökin 78 kærðu Helga Magnús til lögreglu fyrir ummælin, formaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra beiti hann agaviðurlögum, samfélagsmiðlarnir fóru á hliðina og ríkissaksóknari er að skoða málið. Enn og aftur. Því þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem embættismaðurinn segir eða gerir eitthvað sem slær fólk illa. Fregnirnar af vafasamri hegðun hans ná aftur til ársins 2011, þegar hann heyrðist fara afskaplega ljótum orðum um saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hann hefur gert lítið úr réttindum kvenna til þungunarrofs, lækað vafasamar færslur á samfélagsmiðlum - svo einhver dæmi séu tekin. Sunna Valgerðardóttir skoðaði skoðanir og ummæli vararíkissaksóknara Íslands í Þetta helst.
Tue, July 26, 2022
Bretar halda Júróvisjon, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, á næsta ári, þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti í keppninni í ár. Sigurþjóðin, Úkraína, hefur því miður öðrum hnöppum að hneppa heldur en að halda keppnina, þó að forsetinn hafi gefið það út þegar úrslitin urðu ljós að það væri helst það sem hann vildi gera - halda júróvisjon í Maríopol - borg sem er í dag vart þekkjanleg sem slík. Hún er í rúst. En hvað þýddi það fyrir Úkraínu að sigra þessa keppni? Og hvernig var aðdragandinn að keppninni í þessu stríðshrjáða landi? Í Þetta helst í dag lítum við yfir vorið, sögu Úkraínu í Júróvisjon, og hvernig staðan er hjá þeim núna, eftir hálft ár af ömurlegum árásum og glæpum nágrannaþjóðarinnar?
Mon, July 25, 2022
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu í heiminum, í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Vísindamenn segja veiruna mun flóknari heldur en margar aðrar sem heimsbyggðin er að fást við. Algengast er að bólur og sár komi fram á útlimum, hálsi og andliti en þau voru helst á kynfærasvæði. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áréttar hins vegar að apabóluveiran dreifist fyrst og fremst við hvers kyns nána snertingu. Ekki megi skilgreina apabólu sem kynsjúkdóm - og hinseginsamfélagið biðlar til fólks að passa orðræðuna. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV faraldursins. Skoðum aðeins þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
Fri, July 22, 2022
Hitabylgjurnar sem hafa geisað í Evrópu í sumar hafa kostað þúsundir lífið, brennt heimli fólks, garða, skóga, tún og hæðir. Heilu bæjarfélögin hafa verið rýmd af fólki og dýrum til að bjarga lífi þeirra. Hitinn fór upp í 40 til 43 gráður sumsstaðar í Evrópu í júní, mest þá í Frakklandi, þar sem fjöldi hitameta féllu. Önnur bylgja skall svo á Evrópu um miðjan júlí og hún er enn í gangi, sem teygði sig lengra til norðurs en sú fyrri, alla leið til Danmerkur og Bretlands, en hitinn í London fór yfir 40 gráður í fyrsta sinn í sögunni. Í Þetta helst í dag fer ég yfir hitann í álfunni okkar og reyni að skyggnast inn í framtíðina með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann segir viðbrögð alþjóðavísindasamfélagsins við þessum bylgjum ólík því sem hefur oft verið áður, greiningar eru seinni á ferðinni en venjulega, sem hann telur að bendi til þess að fólk sé að klóra sér í hausnum yfir örsökunum.
Thu, July 21, 2022
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst í dag ætlum við að líta út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans. James Webb sjónaukinn, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, var ekki búinn að vera lengi í vinnu þegar hann byrjaði að færa okkur myndir af heiminum eins og við höfum aldrei séð hann áður. Vísindamenn segja að þetta verkfræðiundur sé að færa okkur nær svörum við risastórum spurningum - um upphaf tímans og hvort við séum nokkuð ein í heiminum.
Wed, July 20, 2022
Við lítum aðeins aftur til Indlands í dag. Katrín Ásmundsdóttir kannaði svolítið sértakt mál þaðan. Mál sem fór eins og eldur í sinu um internetið, og vakti upp flóknar spurningar um samvist manna og dýra á 21. öldinni. Fíll réðst á og traðkaði niður sjötuga konu þar sem hún sótti vatn í brunn. Konan lést af sárum sínum, en fíllinn sneri aftur þegar bálför hennar fór fram, kastaði líkinu til og traðkaði á því aftur. Katrín settist niður með Jóni Má Halldórssyni líffræðingi og spurði hann hvað þetta gæti þýtt.
Tue, July 19, 2022
Þriðjungi færri fimmtán ára stúlkur stunda kynlíf nú en í upphafi aldar hér á landi. Þetta leiða niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna í ljós. Rannsóknin hefur verið gerð hér á landi á fjögurra ára fresti síðan 2006, með tilstyrk Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Rannsóknin nær til fjölda landa í Evrópu og Norður Ameríku. Spurt er út í alls konar þætti í lífum ungs fólks, eins og tengsl þeirra við foreldra og vini, mataræði, hreyfingu, tómstundarstarf og kynhegðun. Tæp 25 prósent stúlkna hér stunda kynlíf, en hlutfallið var 36 prósent árið 2006. 27 prósent stráka stunda kynlíf í 10. bekk, en þeir voru 29 prósent árið 2006. Hlutfall stelpna sem stunda ungar kynlíf hefur lækkað um þriðjung en hlutfall strákanna aðeins lítillega. Aðeins 18 prósent íslenskra tíundu bekkinga notuðu smokk við síðustu samfarir. En hvað þýðir þetta? Hvað útskýrir þessa þróun? Og hvernig stöndum við hér á landi í þessum málum samanborið við aðra þátttakendur í könnuninni í Evrópu og Norður-Ameríku? Í Þetta helst ræðir Katrín Ásmundsdóttir við Ársæl Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og faglegan stjórnanda Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, núna í lok mars, um niðurstöðurnar.
Mon, July 18, 2022
Í þætti dagsins ætlum við að líta aftur til Kína með Katrínu Ásmundsdóttur. Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt, kostað stríð, alþjóðaátök, mannfall og eyðileggingu. Sum ríki hafa því leitað nýrra og frumlegri leiða. Eins og Kína, sem hefur - undanfarin átta ár eða svo - bara búið til landsvæði þar sem eru engin. Reist hverja manngerða floteyna í Suður-Kínahafi á eftir annarri. Bætt um það bil þrettán ferkílómetrum við yfirráðasvæði sitt á síðustu árum, ófáum nágrönnum sínum til mikils ama. En hvers vegna? Hver er tilgangur þessara eyja? Undir hvað eru þær nýttar og hvaða áhrif hafa þær í alþjóðlegu samhengi? Nú í júní spurði Katrín Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði, út í kínversku gervieyjarnar.
Fri, July 15, 2022
Við erum öll sítengd. Það er okkar nýi veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri hönd líkamans. Þau eru fá augnablikin sem við erum ótengd, erum ekki í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni, vinnutölvunni, með snjallúrið á okkur, fyrir framan snjallsjónvarpið eða nettengd í gegnum spinninghjólið. En hvernig er það hægt? Hvernig getum við öll, eða flest, verið tengd öllum stundum, öll í einu? Mörg okkar kannast við að þurfa hafa snjallsímann alltaf innan seilingar. Jafnvel bara í hendi eða augsýn - svo að engar tilkynningar eða skilaboð fari nú framhjá okkur, með öllu því áreiti - meðvituðu eða ómeðvituðu - sem því fylgir. Og kannski vildu margir eyða minni tíma í símanum - og tapa sér síður í samfélagsmiðlaskrollinu rétt fyrir háttinn. En af hverju ætli þetta sé svona, hvers vegna er svona erfitt að leggja símann á hilluna? Við endurflytjum viðtal Katrínar Ásmundsdóttur og Guðmundar Björns Þorbjörnssonar við Kristjönu Björk Barðdal, tæknisérfræðing og þáttastjórnanda UT hlaðvarpsins Ský, síðan í apríl síðastliðnum, þar sem þau ræddu um vinsældir Íslands fyrir gagnaver og af hverju við erum háð símunum okkar.
Thu, July 14, 2022
Svikahrappar og loddarar leynast víða. Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við allt afþreyingarefnið sem er í boði um þá: bíómyndir, hlaðvarpsseríur, Netflix-þáttaraðir, heimildamyndir og bækur - framboðið virðist endalaust. Vinsældir þessa fólks hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt þessi misserin, fólk virðist njóta þess að fylgjast með þeim sem svíkja, ljúga og blekkja, villa á sér heimildir, nýta sér góðmennsku eða veika stöðu, eða bara mennsku annarra til að fá sínu framgengt, fá eitthvað í staðinn - oftar en ekki peninga - og á það til að lifa æði hátt fyrir annarra manna fé. Þetta sýna vinsældir sjónvarpsþátta á borð við Bad Vegan, Tinder Swindler, Inventing Anna og The Dropout, hlaðvörp eins og Doctor Death, Catfish, The Shrink Next Door og Dirty John - sem reyndar er nú líka orðið að leikinni þáttaröð á einhverri streymisveitunni - og svona mætti lengi telja. En hvað er það við þessa tegund glæpa og glæpamanna sem heillar? Selur? Er það tilfellið að loddarar leynist á hverju horni, eða höfum við sérstaklega gaman af sögum þeirra? Í apríl síðastliðnum spurði Katrín Ásmundsdóttir Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, út í loddarana og svikahrappana sem virðast vera nú á hverju strái.
Tue, July 12, 2022
Það er miður júlí. Þá er oft við hæfi að líta til náttúrunnar og kannski helst þeirra hliða hennar sem hafa áhrif á okkur mannskepnuna. Flest höfum við verið bitin af agnarsmáum flugum undanfarin ár, sérstaklega kannski síðustu tvö sumur þegar við komumst illa af landi brott út af svolitlu. Lúsmý fannst fyrst hér sumarið 2015 - í Kjósinni. Þessi litli vargur hefur ekki verið mikið rannsakaður. Það virðist ekki vera mikill áhugi til þess hjá skordýrafræðingum, segir prófessor. En nú í sumar, og svo sem síðasta sumar líka, hafa einhverjir tekið eftir því að bitin virðast ekki vera alveg jafn slæm og þegar flugan gerði fyrst vart við sig. Kláðinn virðist stundum minni og segja vísindamenn að ástæðan gæti verið sú að fólk myndar eins konar þol gegn bitunum. Ekki eru þó allir svo heppnir því sumir þróa þvert á móti aukið næmi fyrir bitinu og fara því jafnvel enn verr út úr ásókn lúsmýsins nú en fyrri sumur, og fá slæmt ofnæmi. Þetta helst gerði smávegis lúsmýs-samantekt fyrir þátt dagsins, enda eru núna bara örfáir staðir eftir á landinu þar sem þessi vargur virðist ekki vera búinn að gera sig heimakominn.
Mon, July 11, 2022
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur bera ákveðnar arfgerðir, eru þannig byggðar í genunum, að þær eru verndaðar gegn riðu. Það á að rækta sauðfjárstofn sem er ónæmur gagnvart riðu og gera það hratt. Þetta helst skoðar hvað er fram undan í riðufrírri sauðfjárrækt á Íslandi og lítur á tengsl - eða ekki tengsl - riðu í sauðfé og svo riðu í mönnum. Sömuleiðis verður kafað ofan í þessa óhugnanlegu príon-sjúkdóma sem engin lækning er til við. Bretland er líklega það land sem hefur farið hvað verst úti þegar kemur að mannariðu, en við virðumst hafa sloppið nokkuð vel hingað til. En hvað er riða, hvernig lýsir hún sér, og hvað gerir sjúkdómurinn þegar hann hefur tekið sér bólfestu í dýrum - eða fólki? Einkenni riðusjúkdóma í fólki eru skjálfti og doði í útlimum, sjónskerðing, minnisleysi, persónuleikabreytingar, taugaveiklun, taugakippir, hláturrokur, vitglöp, lömun og á endanum dauði. Kindariða er langvinnur, banvænn og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem veldur hrörnun í heila og mænu. Veikin leiðir kindina stundum til dauða á nokkrum vikum. Einkenni eru meðal annars kláði, taugaveiklun, skjálfti og lömun. Við skoðum manna- og kindariðu í Þetta helst í dag,
Fri, July 08, 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er búinn að segja af sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann hættir sem forsætisráðherra í haust, þó að í þessu tilviki sé haust að einhverju leiti teygjanlegt hugtak. Johnson hefur stýrt Bretlandi í þrjú ár og er líklega einn litríkasti og umdeildasti stjórnmálamaður sem Bretland hefur átt. Það er mögulega eitt af því fáa sem er óumdeilanlegt þegar kemur að þessum undarlega og að því er virðist spillta, pólitíkus. En hver var þessi ungi maður sem virðist hafa ætlað að komast til valda alveg frá því að hann var lítill? Þegar hann var spurður að því sem ungur drengur hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór, sagðist hann vilja verða konungur heimsins. Hver verður arfleið hans þegar kemur að Bretlandi og bresku þjóðinni allri, sem sum segja að hafi hlotið varanlegan skaða eftir hans ár sem forsætisráðherra? Þetta helst er með tvo fróða og góða viðmælendur í dag, sá fyrri fer yfir málið í ljósi sögunnar og sá seinni í ljósi stöðunnar.
Thu, July 07, 2022
Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega undanfarin ár. Stjórnvöld hafa lofað að skoða leiðir til að efla innlenda matvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi landsins sem verður brothættara með hverju árinu - hvort sem það er stríðsrekstri, smitsjúkdómafaröldrum eða hamfarahlýnun að kenna. Tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands segir í Þetta helst að íslenska landbúnaðarkerfið sé svo brotið þegar kemur að kornrækt, að það sé í rauninni hvorki hægt að selja íslenskt korn að ráði, né kaupa það. Það er enginn markaður með korn því það ræktar enginn korn, og það ræktar enginn korn því það er enginn markaður með korn. Eins konar pattstaða sem er ómögulegt að vinna sig út úr. En þessu stendur til að breyta, mögulega með stofnun kornsamlags eins og þekkist í Skandinavíu. Þetta helst skoðaði hvaða möguleika við höfum þegar kemur að kornrækt á Íslandi og ræddi við Hrannar Smára Hilmarsson, plöntuerfðafræðing og tilraunastjóra LBHÍ.
Wed, July 06, 2022
Ísland getur nú státað sig af tveimur veitingastöðum sem bera Michelin-stjörnu og eru þar með í hópi tæplega þrjú þúsund veitingastaða um allan heim. Langflestir staðirnir eru, eðli málsins samkvæmt, í Frakklandi en stjörnunum hefur verið að fjölga á Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Norðurlöndin eru sögð brautryðjendur í sjálfbærri matargerð og slík viðurkenning var veitt hérlendum veitingastað við hátíðlega athöfn í Noregi í vikunni. En hvaða kröfur þurfa veitingastaðir að uppfylla til að fá þessar eftirsóttu stjörnur, þó ekki sé nema bara eina? Hvers vegna vilja sumir staðir ekki sjá þessar stjörnur og hvernig getur franskur dekkjaframleiðandi haft eitthvert vit á góðum mat? Þetta helst skoðaði Michelin-leiðarvísinn, upphaf hans og þróun undanfarna áratugi.
Tue, July 05, 2022
Það eru liðin 67 ár frá því að Emmett Till, þá 14 ára gömlum, var rænt, hann pyntaður og loks myrtur á hrottafenginn hátt af tveimur mönnum. Tilefnið voru ásakanir ungrar konu um að drengurinn hefði flautað á hana og hegðað sér á óviðeigandi hátt gagnvart henni, í verslun hennar og mannsins hennar. Atvikið átti sér stað í Suðurríkjunum. Á tímum sem einkenndust af kynþáttahatri, -ofbeldi og misskiptingu. Konan var hvít. Árásarmennirnir líka. Drengurinn svartur. Árásarmennirnir tveir voru sýknaðir af kviðdómi í málinu og enginn hefur verið látinn sæta refsingu vegna dauða unga drengsins. Nú gæti þó hugsanlega dregið til tíðinda þar sem hópur sjálfboðaliða hafði uppi á gamalli handtökuskipun sem gæti skipt sköpum. Við könnuðum málið í Þetta helst.
Mon, July 04, 2022
Þrjú eru látin og fjögur liggja alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir að ungur, danskur maður hóf skothríð með riffli í Fields-verslurnarmiðstöðinni frægu. Lögreglan telur manninn hafa verið einan að verki, en viðbúnaðarstig í borginni hefur verið hækkað, viðburðum aflýst og fólk er beðið um að hafa varann á. Tvö sem dóu voru einungis sautján ára gömul, sá þriðji var á sextugsaldri. Morðinginn birti óhugnanleg myndskeið á youtube daginn fyrir árásina og er sagður eiga sögu innan geðheilbrigðiskerfisins. Hann er leiddur fyrir dómara í dag og krefst ákæruvaldið gæsluvarðhalds yfir honum. Við förum yfir atburðarrásina í Þetta helst.
Fri, July 01, 2022
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Það má færa rök fyrir því að þessi þrjátíu ára dómur sé nánast ljóðrænn að því leytinu til að Kelly virðist hafa fengið að stunda níðingsskap sinn svo til óáreittur í einmitt þrjátíu ár, allan sinn farsæla tónlistarferil. Hann níddist á ungum, svörtum konum sem áttu fyrir undir högg að sækja og þrátt fyrir fjölmargar og ítrekaðar frásagnir þeirra, gekk hann laus. Samfélagið ýmist hylmdi yfir með honum eða kóaði, eins og fleiri dæmi eru um í sögunni, þar til það var einfaldlega ekki hægt lengur. Við litum yfir feril og fall R Kelly, ásamt Atla Fannari Bjarkasyni. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Thu, June 30, 2022
Hvalveiðar Íslendinga eru hafnar á ný eftir fjögurra ára hlé. Hvalveiðimenn segja markaðina betri en áður og vísindamenn fullyrða að stofnarnir standi vel. Nýleg könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýndi að um tveir þriðju hlutar Íslendinga telja hvalveiðar skaða orðspor landsins og fleiri eru andsnúnir veiðum en fylgjandi. Ferðaþjónustan og náttúruverndarsamtök fordæma þennan fámenna atvinnuveg og segja hann skaða náttúruna og ímynd landsins. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi pólitíkus og núverandi fiskútflytjandi, segir veiðarnar skaðlega tímaskekkju sem gæti sprungið í andlitið á okkur og til marks um dugleysi stjórnmálamanna sem hér ráða. Hún fullyrðir að veiðarnar skaði íslenskan sjávarútveg og dæmi séu um fyrirtæki sem missi viðskipti vegna þess að Íslendingar eru meðal örfárra þjóða heims sem veiða hvali. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Wed, June 29, 2022
Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt, kostað stríð, alþjóðaátök, mannfall og eyðileggingu. Sum ríki hafa því leitað nýrra og frumlegri leiða. Eins og Kína, sem hefur - undanfarin átta ár eða svo - bara búið til landsvæði þar sem eru engin. Reist hverja manngerða floteyna í Suður-Kínahafi á eftir annarri. Bætt um það bil þrettán ferkílómetrum við yfirráðasvæði sitt á síðustu árum, ófáum nágrönnum sínum til mikils ama. En hvers vegna? Hver er tilgangur þessara eyja? Undir hvað eru þær nýttar og hvaða áhrif hafa þær í alþjóðlegu samhengi? Við spyrjum Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði, út í kínversku gervieyjarnar í Þetta helst í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, June 28, 2022
Rétturinn til þungunarrofs er ekki lengur varinn í stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að nýr Hæstiréttur ógilti rúmlega fimmtíu ára gamlan dóm á jónsmessunni - Roe gegn Wade. Þessi 350 milljóna þjóð fékk þarna enn einn fleyginn á milli sín - Fólk ýmist grætur af gleði eða sorg, yfir því að réttur kvenna til að hafa vald yfir eigin líkama vegur ekki lengur eins þungt og réttur fósturs til þroska. Ríkisstjóri Mississipi sagði þennan gleðidag gera það að verkum að fleiri barnavagnar myndu sjást á götunum og fleiri einkunnaspjöld yrðu afhent. Forseti Bandaríkjanna sagði þetta sorgardag í sögu þjóðarinnar og Hæstaréttar. Í Þetta helst lítum við yfir söguna og tengsl hennar við þessa skrítnu tíma sem skella nú á bandarísku þjóðina. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Mon, June 27, 2022
Minnst 1.150 létust og 1.500 slösuðust þegar jarðskjálfti, um sex að stærð, reið yfir suðausturhluta Afganistans aðfaranótt miðvikudagsins. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir í Afganistan en þessi er sá mannskæðasti í tvo áratugi. Þar með skall enn eitt stóráfallið á afganskan almenning, það síðasta af fjölmörgum sem dunið hafa yfir síðan stjórn Talíbana tók við völdum í landinu í fyrra. Katrín fer yfir stöðuna, skjálftann, afleiðingarnar og eftirmálin í Þetta helst í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Fri, June 24, 2022
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár og gráðugt Atlantshafsbrimið tekið þar fimm líf síðan 2013. Snúðu aldrei baki í öldurnar, segja heimamenn. Hætta - Danger Lífshættulegar öldur - stendur á stórum skiltum sem taka á móti fólki áður en það röltir af stað í átt að dáleiðandi og óútreiknanlegu brimrótinu. Leiðsögumenn og fjöldinn allur af vefsíðum vara við þessum stað, sem heldur samt sem áður áfram að taka líf forvitinna ferðamanna. Umræður um öryggismál í fjörunni dúkka upp reglulega, starfshópar eru stofnaðir og málin rædd. Landeigendur benda á ríkið sem bendir til baka, eins og svo oft áður þegar um er að ræða vinsæla ferðamannastaði þessa lands sem eru í eigu fólks á svæðinu. En hvað er hægt að gera og verður eitthvað gert? Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Thu, June 23, 2022
Fíll réðst á og traðkaði niður sjötuga konu, Mayu Murmu, þar sem hún stóð og sótti vatn í brunn í þorpi í austurhluta Indlands, fyrr í mánuðinum. Konan var flutt á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Fíllinn hafði þó ekki lokið sér af heldur sneri hann til baka þegar bálför hennar fór fram við sérstaka athöfn, kastaði líkinu til og traðkaði á því aftur. Hann lét þó ástvini Murmu, sem þó flúðu eins og fætur toguðu, að mestu í friði, að sögn fjölmiðla. Hvernig stendur á þessu? Eru fílar árásargjarnir? Er þeim illa við menn? Var þessum sérstaka fíl einstaklega illa við einmitt þessa konu? Geta fílar verið í hefndarhug? Við berum málið undir Jón Má Halldórsson líffræðing í Þetta helst, í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Wed, June 22, 2022
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæðan bíl. Leikskóla var lokað af ótta við árásarmanninn og fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar og sjúkraliðs kallað á staðinn. Maðurinn kom út úr íbúð sinni skömmu eftir hádegi, eftir að hafa rætt við lögreglu í síma í marga klukkutíma. Við förum yfir atburði morgunsins í Þetta helst. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, June 21, 2022
Íslenska óperan er eiginlega eini starfsvettvangurinn fyrir klassískt menntaða söngvara þessa lands. En óánægjan með stofnunina og hvernig henni hefur verið stjórnað er svo mikil að söngvararnir krefjast þess að stjórnendur víki, almennilegri þjóðaróperu verði komið á laggirnar og að fólk taki þar við taumunum sem hefur menntun og skilning á faginu. Söngvarar setja stórt spurningarmerki við það hvernig hátt í milljarði króna af ríkisfé hefur verið varið undanfarin þrjú ár, þar sem ekkert nýtt verk hefur verið sett á fjalirnar þrátt fyrir stórar fjárveitingar. Við töluðum við óperusöngvara og fengum að vita hvers vegna þeir eru ósáttir. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Mon, June 20, 2022
Sænskir dómstólar sakfelldu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini - plastbarkalækninn - á fimmtudaginn. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir afar umdeildar plastbarkaígræðslur. Læknirinn boðaði nýja tækni í líffæraígræðslum sem hefði getað gjörbylt læknavísindunum - hefði hún bara virkað. Og á meðan sumir - eða kannski nokkuð margir - halda því fram að Macchiarini hafi af ásetningi gert aðgerðirnar víðsvegar um heiminn, vitandi að tæknin virkaði ekki, vilja einhverjir aðrir meina að hann hafi verið hugsjónamaður sem virkilega trúði og vonaði að tæknin gæti virkað og bjargað mannslífum og læknisfræðinni. Við skoðum málið í þætti dagsins. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Thu, June 16, 2022
Dómsmál óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara og stjórnunarhátta. Tvö dómsmál hafa farið í gegn um kerfið, harðorðar yfirlýsingar sendar á víxl og óumdeilt er að orðspor þessarar rúmlega fertugu sjálfseignastofnunar beðið hnekki í látunum. Forsvarsmenn Óperunnar hafa ekki veitt viðtöl vegna dómsmálsins féll nýlega í Landsrétti, fyrr en nú. Sunna ræðir við Pétur J. Eiríksson stjórnarformann Íslensku óperunnar, sem vill gjarnan að þjóðaróperu verði komið á fót og finnst ljótt og ósanngjarnt hvernig ráðist hefur verið persónulega á óperustjórann í tengslum við dómsmálin. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Wed, June 15, 2022
Um þessar mundir fara fram opinberar vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra. Nefndin sakar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa skipulagt og undirbúið valdaránstilraun hins æsta múgs sem réðst inn í þinghúsið sjötta janúar 2021. Trump hafði þá verið með háværar kenningar um að Demókratar hefðu beitt kosningasvindli í nýafstöðnum forsetakosningunum - og því hefði Joe Biden sigrað þær. Þessar kenningar viðraði hann við hvern sem heyra vildi. Þá krafðist forsetinn fráfarandi þess að Mike Pence, varaforseti hans, kæmi í veg fyrir að Biden tæki við embættinu. Þó án árangurs, enda var slíkt aldrei á færi varaforsetans. Það er meðal annars vegna þessa sem rannsóknarnefndarmeðlimir telja Trump hafa verið einn helsta og mikilvægasta hvatamann árásarinnar. En varaformaður nefndarinnar segir Trump hafi tendrað bálið sem leiddi til innrásarinnar. Hingað til hafa tveir af sjö dögum opinbera vitnaleiðsla rannsóknarnefndarinnar farið fram - og ýmislegt verið dregið fram í dagsljósið. Þriðja fundinum, sem átti að fara fram í dag, var frestað til morguns vegna formsatriða. Þá stendur til að varpa ljósi á tilraunir Trumps til að knýja Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, til að koma í veg fyrir að þingið staðfesti réttmætt kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. Katrín fer yfir fyrstu tvo daga vitnaleiðslanna, aðdragandann, árásina og eftirmálana. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, June 14, 2022
Tæpt ár er liðið frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður íslenskrar fótboltasögu, var handtekinn á heimili sínu í Manchester, grunaður um kynferðisbrot. Á þessum 11 mánuðum hefur Gylfi ekki leikið fótbolta, hvorki með félagsliði sínu Everton né íslenska landsliðinu. Hann sætir farbanni í Bretlandi, sem hefur ítrekað verið framlengt, og er sagður fara huldu höfði í einhvers konar skjólshúsi í London. Gylfi hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum ytra, lögreglan í Manchester gefur ekkert út nema stöku setningar um framlengingu farbanns og ætlað brot Gylfa gegn ótilgreindum ólögráða einstaklingi, er mjög svo á reiki. Everton ætlar ekki að framlengja samninginn við hann, fréttist fyrir nokkrum dögum. Í Þetta helst skoðum við það litla sem vitað er um mál ónefnda fótboltamannsins frá Íslandi. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Mon, June 13, 2022
Við höfum fjallað um skotárásir að undanförnu í Þetta helst: árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag ljúkum við þeirri umfjöllun með því að ræða við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Við spyrjum Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Fri, June 10, 2022
Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á að minnsta kosti 50 íslenskum konum án þess að þær veittu fyrir því samþykki, er fram kom í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi og hefur verið rifjuð upp núna í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni. Í seinni þætti Þetta helst um umdeildar ófrjósemisaðgerðir verður rætt við sagnfræðinginn Unni Birnu Karlsdóttur, sem vann skýrsluna fyrir Alþingi fyrir tuttugu árum síðan um ófrjósemisaðgerðir sem voru gerðar á Íslandi hér fyrr á tímum. Er eitthvað líkt með aðförum herraþjóðarinnar Dönum gegn ungum stúlkum á Grænlandi og þeim aðferðum sem var beitt hér á landi fram til 1975, varðandi ófrjósemisaðgerðir á fólki sem ekki þótti æskilegt til undaneldis? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Thu, June 09, 2022
Við höldum áfram umfjöllun okkar um skotárásir í Þetta helst. Í dag ræðum við við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Wed, June 08, 2022
Fyrsta löglega ófrjósemisaðgerðin á Íslandi var gerð árið 1938, sama ár og lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir voru sett. Lögin voru í gildi í tæp 40 ár og voru skráðar 726 ófrjósemisaðgerðir á tímabilinu, nær allar flokkaðar sem vananir, en fjórar voru afkynjanir á körlum til að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér kynferðislega. 120 aðgerðir voru gerðar vegna andlegs vanþroska eða geðveiki þess sem lagðist undir hnífinn. 59 einstaklingar voru gerðir ófrjóir án þess að veita samþykki sitt fyrir því. Tilefni umfjöllunarefnisins er afhjúpun Danska ríkisútvarpsins á lykkjuhneykslinu á Grænlandi, þar sem þúsundir unglingsstúlkna voru gerðar ófrjóar með lykkjunni, án samþykki þeirra og vitundar. Mörg hafa bent á að þó íslensk stjórnvöld hafi sem betur fer ekki beitt viðlíka læknisfræðilegu ofbeldi á þegnum landsins, þá sé margt í sögu okkar sem ber að skoða. Þetta er fyrri þáttur af tveimur í Þetta helst um ófrjósemisaðgerðir og lykkjuhneykslið á Grænlandi. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, June 07, 2022
Við fjöllum áfram um skotárásir í Þetta helst. Í dag einblínum við á skotvopnalöggjöf og eld heitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Fri, June 03, 2022
Við fjöllum um aðdragandann að meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs, sem hann tapaði í vikunni fyrir héraðsdómi. Dómurinn virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn, en síðan hafa lögspekingar margir sammælst um að hann sé í samræmi við, og mögulega til marks um, breytta tíma. Lögmaður Ingólfs vill áfrýja dómnum, sem hún telur rangan. Sunna Valgerðardóttir, nýr liðsmaður Þetta helst, fer yfir málið. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Thu, June 02, 2022
Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Á næstu dögum förum við yfir skotárásir, áhrif þeirra og afleiðingar, vopnasölu og -aðgengi, kenningarnar um hvers vegna þær eiga sér stað og hvað er hægt að gera í Þetta helst. En fyrst fjöllum við um Texas. Katrín tekur nú við. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Wed, June 01, 2022
Við fjöllum í dag um réttarhöldin í meiðyrðar- og skaðabótamáli bandaríska leikarans Johnny Depp, gegn fyrrum eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Réttarhöldunum er nýlokið, en þau vöktu athygli heimsbyggðarinnar enda var sýnt frá þeim í beinni útsendingu. Guðmundur Björn ræðir við Sonju Sif Þórólfsdóttur, blaðamann á Morgunblaðinu, um þetta flókna mál. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, May 31, 2022
Eins og ófá dæmi hafa sýnt að undanförnu er hatursorðræða og -tjáning útbreitt samfélagsmein. Meinsemd sem virðist heldur færast í aukana. Í síðustu viku könnuðum við orsakir hatursorðræðu - báðum Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og doktor í mannfræði, að varpa ljósi á hvers vegna fólk viðhefur hatursfull ummæli. Í dag ætlum við að beina sjónum okkar að öðrum þætti vandamálsins: Þeim samfélagslegu úrræðum sem hægt er að grípa til þegar hatursfull ummæli eða tjáning hefur verið viðhöfð. Hvaða lagalegu úrræði standa til boða, hversu langt - eða skammt - þau duga - og hvort gera þurfi úrbætur og þá hvaða. Viðmælandi okkar í dag er Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Mon, May 30, 2022
Þrír mánuðir eru frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Við fjöllum um stríðið, afleiðingarnar og stöðuna í Úkraínu ásamt Jóni Ólafssyni, prófessor og sérfræðingi í málefnum Rússlands, í Þetta helst í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Fri, May 27, 2022
Wed, May 25, 2022
Til stendur að vísa 300 flóttamönnum og hælisleitendum af landi brott. Sú ákvörðun stjórnvalda hefur verið harðlega gagnrýnd, sem og nýtt frumvarp dómsmálaráðherra til útlendingalaga. Við ræðum um málið við Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðing, sem þekkir lögin út og inn, en hann telur að breytingatillögurnar séu til þess fallnar að skerða réttindi umsækjenda. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, May 24, 2022
Spennan á milli Kína og Taívan hefur ekki verið meiri í fjörutíu ár. Kínverjar hafa að undanförnu aukið vígbúnað sinn nærri Taívan og varnarmálaráðherra landsins telur líklegt að Kínverjar ráðist inn í landið á næstu árum. Í gær sagði svo Joe Biden Bandaríkjaforseti að Bandaríkin væru reiðubúin til að skerast í leikinn og koma Taívan til varnar - til dæmis með herstyrk sínum, gerði Kína innrás í landið. Yfirlýsingar forsetans hafa vakið fjölmargar spurningar og gert flókin mál flóknari ef eitthvað er. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Mon, May 23, 2022
Magnús Geir Eyjólfsson fjallar um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn í Þetta helst í dag. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar heimsins í hillingum að varpa fram háum hagvaxtartölum eftir botn síðustu ára. En svo hófst innrás Rússa í Úkraínu og má segja að Pútín hafi ekki eingöngu varpað sprengju á úkraínskar borgir heldur einnig sprengjum á heimshagkerfið. Í stað betri tíðar með blómum í haga róa fjármálaráðherrar heims nú lífróður í baráttu við síhækkandi hrávöruverð, áður óséða verðbólgu og versnandi lífskjör. Rétt eins og faraldurinn á þetta að heita tímabundið ástand en nú eru málsmetandi menn farnir að tala um að áhrif þessara heimssögulegu viðburða verði varanleg. Magnús Geir ræðir við Björn Berg Gunnarsson, hagfræðing. Pistillinn var upphaflega fluttur í fréttaþættinum Heimskviðum, laugardaginn 21. maí. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Fri, May 20, 2022
Thu, May 19, 2022
Í dag er það helst að Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla, eftir sigur á Tindastólsmönnum í oddaleik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár sem Valsmenn hampa bikarnum eftirsótta. Já, Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti í körfuboltanum, undanfarna áratugi, en undanfarin ár hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsti Íslandsmeistaratitill kvenna í körfuknattleik vannst í apríl 2019 en liðið varð einnig bikarmeistari sama ár. Annar Íslandsmeistaratitill félagsins í körfuknattleik kvenna bættist í safnið árið 2021. Og nú er sá stóri kominn karlamegin líka. Til ræða þennan uppgang í körfunni á Hlíðarenda og þennan langþráða sigur Valsmanna, eru hingað komnir tveir gallharðir stuðningsmenn Vals, og stjórnarmenn, Grímur Atlason og Svali Björgvinsson. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Wed, May 18, 2022
Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fréttamaður, fjallar um mál Djalali. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Tue, May 17, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og hefur því staðið yfir 82 daga, eða um tólf vikur. Strax á fyrsta degi innrásarinnar hófust sprengjuárásir rússneska hersins á hafnarborgina Mariupol í suðurhluta landsins, og daginn eftir hélt fótgöngulið í átt að borginni. Borgin var svo umkringd 1. mars og síðan þá hafa staðið yfir linnulaus átök í borginni. Rússneski herinn sprengdi meðal annars leikhús í borginni í loft upp um miðjan síðasta mánuð, þar sem almennir borgarar leituðu skjóls. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns létust í þeirri árás einni saman. Innrásarliðið lét sprengjum, flugskeytum og stórskotahríð rigna yfir borgina og engu hlíft - hvorki íbúðahverfum, sjúkrahúsum né nokkru öðru. Þá sprengdi rússneski herinn upp barnaspítala og meðgöngudeild í borginni. Í þessari borg, sem áður taldi um hálfa milljón íbúa, er nú talið að um hundrað þúsund manns séu enn eftir. Við fjöllum um Mariupol og framtíð átakana í Úkraínu í dag, og ræðum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Mon, May 16, 2022
Í fyrsta þætti Þetta helst fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um sigur Úkraínu í Eurovision, hið pólitíska landslag keppninnar og hvaða þýðingu sigurinn hefur fyrir Úkraínumenn. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
loading...