August 26, 2024 7:42am
15m
Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um rekstrarumhverfi veitingahúsa í Reykjavík. Gjaldþrot í bransanum hafa aukist á síðustu tveimur árum og veitingastaðir koma og fara ört. Rætt er við Jón Mýrdal veitingamann á Kastrup og Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson og Þóra Tómasdóttir.