Þetta helst

Hælisleitandi frá Venesúela segir frá nauðungarflutningi frá Íslandi

loading...

February 12, 2025 6:42am

10m

Hælisleitandinn Hector Montilla var nauðungarfluttur frá Íslandi í fylgd lögreglumanna til heimalands síns Venesúela þann 3. febrúar. Hann hafði búið á Íslandi frá því í desember 2022 og fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd. Hector segir að lögreglan á Íslandi hafi beitt hann óþörfu harðræði og ítrekað sett hann í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hlemm á Hverfisgötu áður en honum var fylgt úr landi. Hann segist hafa verið meðhöndlaður eins og glæpamaður á Íslandi. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson